Lagði til lægri laun til ráðherra en minnihlutaformennirnir fá Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. júní 2019 06:15 Sigmundur Davíð hefði fengið hærri laun en ráðherrar hefði tillaga hans verið samþykkt. Fréttablaðið/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram breytingartillögu á þingi í gær þar sem hann lagði til umtalsverða lækkun launa forsætisráðherra og annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Tillagan fól í sér að lækka laun forsætisráðherra úr 2.021 þúsund krónum á mánuði í 1.596 þúsund krónur og annarra ráðherra úr 1.826 þúsund krónum í 1.431 þúsund krónur. Sigmundur Davíð sagði þetta ráðlegt til að jafna kjör og draga úr launamun alþingismanna annars vegar og ráðherra hins vegar. Jafna stöðu löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins, eins og hann orðaði það. Hefði tillagan verið samþykkt hins vegar hefðu laun forsætisráðherra og annarra ráðherra orðið lægri en launin sem Sigmundur og aðrir formenn stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu fá núna. Tillagan tók nefnilega ekki til þess álags sem formenn stjórnmálaflokka fá til að færa þá nær ráðherrum í kjörum. Í þriðju umræðu um stjórnarfrumvarp um breytingu á launafyrirkomulagi vegna breytinga sem urðu við brotthvarf kjararáðs sköpuðust nokkuð snarpar umræður um tillögu Sigmundar. Auk áðurnefnds sagði Sigmundur að lækkun launa ráðherra ríkisstjórnarinnar myndi draga úr líkum á því að einhverjir flokkar færu að gefa eftir stefnu sína, grundvallarsjónarmið og kosningaloforð fyrir ráðherrastóla og þar með hærri laun. Sagði Sigmundur svo reyndar eðlilegt að skoða reglur um þingfararkaup og álagsgreiðslur til formanna flokka færi svo að tillaga hans yrði samþykkt.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.FBL/ERNIRKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást illa við tillögu Sigmundar Davíðs og var hvöss í andsvari sínu. Sagði hana „til þess eins að varpa rýrð á þá sem sitja hér sem ráðherrar og gefa í skyn að þeirra heilindi séu ekki næg í starfi og þetta snúist allt um launatölur. Ég gef bara ekkert fyrir það.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók einnig til máls og benti Sigmundi á að þingið hefði gert breytingu fyrir nokkru varðandi álagsgreiðslur til formanna flokka í stjórnarandstöðu, einmitt til að þeir yrðu álíka settir og ráðherrar. Skaut hann svo fast á formann Miðflokksins. „Það er þess vegna stórundarlegt að hlusta hér á umræður um að það sé slíkur launamunur hjá ráðherrum og hinum sem eru í þinginu að það sé sérstakur hvati í því fólginn til að kasta frá sér stefnumálum sínum og mynda ríkisstjórn til að tryggja sér betri kjör. Með þessum rökum væri alveg eins hægt að segja að álagsgreiðslan til formanna væri sérstakur hvati til að stofna nýjan stjórnmálaflokk og gerast í honum formaður og ná sér þannig í greiðsluna,“ sagði Bjarni og uppskar hlátrasköll í þingsal. Sagði hann röksemdafærslu Sigmundar á þannig plani að hún væri frumvarpinu ekki samboðin. Sigmundur Davíð, líkt og aðrir formenn í stjórnarandstöðu, fær þingfararkaup sem nemur 1.101 þúsund krónum á mánuði. Álagsgreiðsla vegna formennskunnar nemur svo 550 þúsund krónum og eru heildarlaunagreiðslur hans 1.651.791 króna. Eru þá fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur til Sigmundar upp á rúmar 200 þúsund krónur undanskildar. Tillaga Sigmundar var felld með 35 atkvæðum gegn 9. Fimm sátu hjá. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram breytingartillögu á þingi í gær þar sem hann lagði til umtalsverða lækkun launa forsætisráðherra og annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Tillagan fól í sér að lækka laun forsætisráðherra úr 2.021 þúsund krónum á mánuði í 1.596 þúsund krónur og annarra ráðherra úr 1.826 þúsund krónum í 1.431 þúsund krónur. Sigmundur Davíð sagði þetta ráðlegt til að jafna kjör og draga úr launamun alþingismanna annars vegar og ráðherra hins vegar. Jafna stöðu löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins, eins og hann orðaði það. Hefði tillagan verið samþykkt hins vegar hefðu laun forsætisráðherra og annarra ráðherra orðið lægri en launin sem Sigmundur og aðrir formenn stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu fá núna. Tillagan tók nefnilega ekki til þess álags sem formenn stjórnmálaflokka fá til að færa þá nær ráðherrum í kjörum. Í þriðju umræðu um stjórnarfrumvarp um breytingu á launafyrirkomulagi vegna breytinga sem urðu við brotthvarf kjararáðs sköpuðust nokkuð snarpar umræður um tillögu Sigmundar. Auk áðurnefnds sagði Sigmundur að lækkun launa ráðherra ríkisstjórnarinnar myndi draga úr líkum á því að einhverjir flokkar færu að gefa eftir stefnu sína, grundvallarsjónarmið og kosningaloforð fyrir ráðherrastóla og þar með hærri laun. Sagði Sigmundur svo reyndar eðlilegt að skoða reglur um þingfararkaup og álagsgreiðslur til formanna flokka færi svo að tillaga hans yrði samþykkt.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.FBL/ERNIRKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást illa við tillögu Sigmundar Davíðs og var hvöss í andsvari sínu. Sagði hana „til þess eins að varpa rýrð á þá sem sitja hér sem ráðherrar og gefa í skyn að þeirra heilindi séu ekki næg í starfi og þetta snúist allt um launatölur. Ég gef bara ekkert fyrir það.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók einnig til máls og benti Sigmundi á að þingið hefði gert breytingu fyrir nokkru varðandi álagsgreiðslur til formanna flokka í stjórnarandstöðu, einmitt til að þeir yrðu álíka settir og ráðherrar. Skaut hann svo fast á formann Miðflokksins. „Það er þess vegna stórundarlegt að hlusta hér á umræður um að það sé slíkur launamunur hjá ráðherrum og hinum sem eru í þinginu að það sé sérstakur hvati í því fólginn til að kasta frá sér stefnumálum sínum og mynda ríkisstjórn til að tryggja sér betri kjör. Með þessum rökum væri alveg eins hægt að segja að álagsgreiðslan til formanna væri sérstakur hvati til að stofna nýjan stjórnmálaflokk og gerast í honum formaður og ná sér þannig í greiðsluna,“ sagði Bjarni og uppskar hlátrasköll í þingsal. Sagði hann röksemdafærslu Sigmundar á þannig plani að hún væri frumvarpinu ekki samboðin. Sigmundur Davíð, líkt og aðrir formenn í stjórnarandstöðu, fær þingfararkaup sem nemur 1.101 þúsund krónum á mánuði. Álagsgreiðsla vegna formennskunnar nemur svo 550 þúsund krónum og eru heildarlaunagreiðslur hans 1.651.791 króna. Eru þá fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur til Sigmundar upp á rúmar 200 þúsund krónur undanskildar. Tillaga Sigmundar var felld með 35 atkvæðum gegn 9. Fimm sátu hjá.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira