Aukið aðgengi jafngildir aukinni áfengisneyslu Laufey Tryggvadóttir skrifar 19. júní 2019 07:00 Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og hafa meðal annars bein áhrif til fjölgunar dauðsfalla af völdum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að draga úr áfengisneyslu til að bæta heilsufar þjóða. Enn fremur hefur stofnunin ítrekað bent á að langáhrifaríkustu aðferðirnar til að minnka áfengisneyslu séu í höndum stjórnvalda; verðstýring, aðgangstakmörkun og auglýsingabann. Því miður hefur fræðsla ekki nærri eins mikil áhrif og þessar takmarkanir. Þegar sala áfengis er gefin frjáls eykst neyslan til muna. Rannsökuð voru áhrif þess ef aflétt yrði ríkiseinokun í Svíþjóð. Í ljós kom að drykkjan myndi aukast um 20% ef einkareknar sérverslanir tækju við sölunni, en um 31% ef það yrðu almennar verslanir. Áfengistengd dauðsföll vegna krabbameina myndu aukast um 18% ef áfengi færi í sérverslanir og um 29% ef það færi í almennar verslanir. Í yfir 30 ár hefur verið þekkt að áfengisneysla eykur líkur á krabbameinum í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Ekki skiptir máli hvaða tegundar áfengis er neytt, þ.e. hvort um er að ræða bjór, létt vín eða sterkt, því vínandinn og niðurbrotsefni hans acetaldehýð eru staðfestir krabbameinsvaldar. Þriðjungur jarðarbúa neytir áfengis og árlega má rekja þrjár milljónir dauðsfalla til drykkjunnar. Krabbamein valda stórum hluta þessara dauðsfalla og hjá einstaklingum yfir 50 ára eru þau í efsta sæti dánarorsaka af völdum áfengisneyslu. Í nýlegri fjölþjóðlegri rannsókn sem birtist í Lancet, kom skýrt í ljós að engin heilsubót felst í því að drekka eitt glas á dag, þvert á móti. Þótt neysla undir einu glasi á dag geti lækkað áhættu á blóðþurrð í hjarta og á sykursýki hjá konum þá vegur aukin áhætta á krabbameinum og fleiri sjúkdómum það upp. Enginn lágmarksskammtur af áfengi er góður fyrir heilsuna þegar heildarmyndin er skoðuð og þótt margir kjósi að neyta áfengis í hófi þá er ljóst neyslan mun ekki bæta heilsuna. Miðað við óbreyttar drykkjuvenjur má búast við 83.000 áfengistengdum krabbameinstilfellum næstu 30 árin á Norðurlöndunum – flestum í ristli – og endaþarmi og brjóstum. Áfengisneysla er auðvitað aðeins einn af mörgum áhættuþáttum krabbameina en skýrir til dæmis um 5% brjóstakrabbameina og 3% ristil-og endaþarmskrabbameina á Norðurlöndunum. Velferðarráðuneytið gaf árið 2016 út rit um Lýðheilsustefnu og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi – með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. Þar kemur meðal annars fram að meðal virkra aðgerða til að sporna við skaðlegum áhrifum áfengisneyslu er stýring á áfengisneyslu með verði, einkasölu ríkis og háum aldursmörkum til áfengiskaupa. Þetta sé í samræmi við stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það má velta fyrir sér orsökum þess að ítrekað komi fram hugmyndir um að auka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar. Við ættum einmitt að fagna þeirri góðu umgjörð sem hér er – svipaðri og á hinum Norðurlöndunum nema í Danmörku, þar sem mest er drukkið. Getur verið að undirliggjandi sé þrýstingur frá hagsmunaaðilum á borð við tilteknar verslanir, innflytjendur og jafnvel fjölmiðla sem munu hagnast af sölu áfengisauglýsinga? Enginn vafi er á að lýðheilsa þjóðarinnar verður fórnarlambið ef þessar breytingartillögur ná fram að ganga á Alþingi.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Laufey Tryggvadóttir Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og hafa meðal annars bein áhrif til fjölgunar dauðsfalla af völdum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að draga úr áfengisneyslu til að bæta heilsufar þjóða. Enn fremur hefur stofnunin ítrekað bent á að langáhrifaríkustu aðferðirnar til að minnka áfengisneyslu séu í höndum stjórnvalda; verðstýring, aðgangstakmörkun og auglýsingabann. Því miður hefur fræðsla ekki nærri eins mikil áhrif og þessar takmarkanir. Þegar sala áfengis er gefin frjáls eykst neyslan til muna. Rannsökuð voru áhrif þess ef aflétt yrði ríkiseinokun í Svíþjóð. Í ljós kom að drykkjan myndi aukast um 20% ef einkareknar sérverslanir tækju við sölunni, en um 31% ef það yrðu almennar verslanir. Áfengistengd dauðsföll vegna krabbameina myndu aukast um 18% ef áfengi færi í sérverslanir og um 29% ef það færi í almennar verslanir. Í yfir 30 ár hefur verið þekkt að áfengisneysla eykur líkur á krabbameinum í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Ekki skiptir máli hvaða tegundar áfengis er neytt, þ.e. hvort um er að ræða bjór, létt vín eða sterkt, því vínandinn og niðurbrotsefni hans acetaldehýð eru staðfestir krabbameinsvaldar. Þriðjungur jarðarbúa neytir áfengis og árlega má rekja þrjár milljónir dauðsfalla til drykkjunnar. Krabbamein valda stórum hluta þessara dauðsfalla og hjá einstaklingum yfir 50 ára eru þau í efsta sæti dánarorsaka af völdum áfengisneyslu. Í nýlegri fjölþjóðlegri rannsókn sem birtist í Lancet, kom skýrt í ljós að engin heilsubót felst í því að drekka eitt glas á dag, þvert á móti. Þótt neysla undir einu glasi á dag geti lækkað áhættu á blóðþurrð í hjarta og á sykursýki hjá konum þá vegur aukin áhætta á krabbameinum og fleiri sjúkdómum það upp. Enginn lágmarksskammtur af áfengi er góður fyrir heilsuna þegar heildarmyndin er skoðuð og þótt margir kjósi að neyta áfengis í hófi þá er ljóst neyslan mun ekki bæta heilsuna. Miðað við óbreyttar drykkjuvenjur má búast við 83.000 áfengistengdum krabbameinstilfellum næstu 30 árin á Norðurlöndunum – flestum í ristli – og endaþarmi og brjóstum. Áfengisneysla er auðvitað aðeins einn af mörgum áhættuþáttum krabbameina en skýrir til dæmis um 5% brjóstakrabbameina og 3% ristil-og endaþarmskrabbameina á Norðurlöndunum. Velferðarráðuneytið gaf árið 2016 út rit um Lýðheilsustefnu og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi – með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. Þar kemur meðal annars fram að meðal virkra aðgerða til að sporna við skaðlegum áhrifum áfengisneyslu er stýring á áfengisneyslu með verði, einkasölu ríkis og háum aldursmörkum til áfengiskaupa. Þetta sé í samræmi við stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það má velta fyrir sér orsökum þess að ítrekað komi fram hugmyndir um að auka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar. Við ættum einmitt að fagna þeirri góðu umgjörð sem hér er – svipaðri og á hinum Norðurlöndunum nema í Danmörku, þar sem mest er drukkið. Getur verið að undirliggjandi sé þrýstingur frá hagsmunaaðilum á borð við tilteknar verslanir, innflytjendur og jafnvel fjölmiðla sem munu hagnast af sölu áfengisauglýsinga? Enginn vafi er á að lýðheilsa þjóðarinnar verður fórnarlambið ef þessar breytingartillögur ná fram að ganga á Alþingi.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun