Innlent

Undirrita viljayfirlýsingu

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, er einn þeirra ráðherra sem kemur til með að undirrita yfirlýsinguna.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, er einn þeirra ráðherra sem kemur til með að undirrita yfirlýsinguna. Vísir/Anton Brink
Í dag verður skrifað undir þríhliða viljayfirlýsingu stjórnvalda, stóriðjufyrirtækja og Orkuveitu Reykjavíkur um kolefnishreinsun og bindingu kolefnis.

Fyrir hönd stjórnvalda munu forsætisráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra auk mennta- og menningarmálaráðherra undirrita yfirlýsinguna.

Losun frá stóriðju fellur undir evrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir og er ekki hluti af skuldbindingum sem eru á beinni ábyrgð stjórnvalda.

Í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er engu að síður bent á ýmsar lausnir sem ættu að vera mögulegar til að stóriðja nái að verða kolefnishlutlaus fyrir miðja öldina. Losun frá stóriðju jókst um 106 prósent frá 1990 til 2016 og mun að óbreyttu aukast umtalsvert til 2030.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×