Líf og dauði í anddyri bókasafnsins á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2019 20:00 Dauðinn var ofarlega á baugi á Amtsbókasafninu á Akureyri þegar nýtt alþjóðlegt listaverk var afhjúpað. Gestir bókasafnsins leika lykilhlutverk í sköpun listaverksins. Hugmyndin er að gestir og gangandi skapi listaverkið með því að skrifa á vegginn hverju þeir vilji áorka áður en tíminn er úti. Verkið er það fyrsta sem gestir bókasafnsins sjá er þeir ganga inn. „Þetta á að fá mann til að hugsa um það sem virkilega skiptir máli. Þá fer maður svolítið að horfast í augu við það sem mun að sjállfsögðu gerast einhvern tímann, að við munum öll deyja. Við þurfum að horfast í augu við það og þannig getum við lifað til fullnustu,“ segir Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállVeggurinn er hluti af alþjóðlega listaverkinu Before I Die sem sett hefur verið upp í tæplega 100 löndum. Er það hugarfóstur bandarísku listakonunnar Candy Chang. Það var auðsótt að fá leyfi til þess að setja verkið upp á Akureyri. „Það vill svo skemmtilega til að hún hefur komið hingað til Akureyrar og henni leist bara afar vel á þetta allt saman og vill endilega fá bara sem mest af myndum og fá að vita allt mögulegt um þennan vegg hér í bæ og vonar að sem flestir taki þátt,“ segir Berglind Mari.Ungir sem aldnir geta skrifað á vegginn.Vísir/Tryggvi PállÁsthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og aðrir fylgdu á eftir. Ert þú búinn að ákveða hvað þú ætlar að setja á vegginn? „Ég er búinn að hugsa þetta og ég veit það ekki. Það er alveg að nógu af taka, umhverfismálin, fara til Fídjí. Ég veit það ekki, mér dettur örugglega eitthvað sniðugt í hug.“ Akureyri Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Dauðinn var ofarlega á baugi á Amtsbókasafninu á Akureyri þegar nýtt alþjóðlegt listaverk var afhjúpað. Gestir bókasafnsins leika lykilhlutverk í sköpun listaverksins. Hugmyndin er að gestir og gangandi skapi listaverkið með því að skrifa á vegginn hverju þeir vilji áorka áður en tíminn er úti. Verkið er það fyrsta sem gestir bókasafnsins sjá er þeir ganga inn. „Þetta á að fá mann til að hugsa um það sem virkilega skiptir máli. Þá fer maður svolítið að horfast í augu við það sem mun að sjállfsögðu gerast einhvern tímann, að við munum öll deyja. Við þurfum að horfast í augu við það og þannig getum við lifað til fullnustu,“ segir Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállVeggurinn er hluti af alþjóðlega listaverkinu Before I Die sem sett hefur verið upp í tæplega 100 löndum. Er það hugarfóstur bandarísku listakonunnar Candy Chang. Það var auðsótt að fá leyfi til þess að setja verkið upp á Akureyri. „Það vill svo skemmtilega til að hún hefur komið hingað til Akureyrar og henni leist bara afar vel á þetta allt saman og vill endilega fá bara sem mest af myndum og fá að vita allt mögulegt um þennan vegg hér í bæ og vonar að sem flestir taki þátt,“ segir Berglind Mari.Ungir sem aldnir geta skrifað á vegginn.Vísir/Tryggvi PállÁsthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og aðrir fylgdu á eftir. Ert þú búinn að ákveða hvað þú ætlar að setja á vegginn? „Ég er búinn að hugsa þetta og ég veit það ekki. Það er alveg að nógu af taka, umhverfismálin, fara til Fídjí. Ég veit það ekki, mér dettur örugglega eitthvað sniðugt í hug.“
Akureyri Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira