Það verður rigning í dag Guðmundur Steingrímsson skrifar 17. júní 2019 08:15 Ekki veit ég hvort hún rætist, veðurspáin fyrir daginn, en það yrði vissulega dæmigert. Þegar þetta er skrifað er spáð rigningu á höfuðborgarsvæðinu og viðeigandi tilfinningar í því sambandi láta ekki bíða eftir sér. Auðvitað, hugsar maður. Vitaskuld er alltaf rigning á 17. júní. Leiðindaveður á þjóðhátíðardaginn er fastur liður. Ástæðan er þessi: Þótt gott veður ríki stundum á Íslandi, eins og undanfarið, verður alltaf mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að sjálfstæðið var ekki fengið með einhverju rápi í stuttbuxum í miðbænum eða með því að grilla á sólpalli. Jón Sigurðsson í upphæðum, Jónas Hallgrímsson og þessir menn hafa með áhrifamætti sínum við fótskör almættisins komið því í kring að hin hefðbundna rigning á þjóðhátíðardaginn skuli þjóna þeim tilgangi að minna okkur sem eftir lifum á það, að sjálfstæðið var fengið með veðurbarinni þrjósku og steyttum hnefa upp í lárétta rigningu og norðangadd. Það var ekkert pláss fyrir síðdegi á svölum með Pinot grigio í því basli, gott fólk. Þess vegna verður rigning í dag.Hæ hó jibbí jæ Skítaveður er eins og Miðflokkurinn. Eyðileggur stemninguna. Minnir okkur á að lífið er ekki eintóm sæla. Á eftir skemmtun koma leiðindi. Þegar hlutir ganga vel og flest er á þokkalegu róli og þjóðfélagið ætti að geta einbeitt sér að ýmsum uppbyggilegum störfum mun alltaf verða til eitthvað svona afl í tilverunni, uppi í Hádegismóum, á þingi eða annars staðar, sem stendur leiðindavaktina og passar að sátt skapist ekki né heldur friður eða góður andi. Er þetta ekki hlutskiptið? Gott veður í langan tíma er ekki í boði. Það kemur alltaf rigning og rok. Það verður alltaf Sigmundur. Alltaf Davíð. Ótal minningar um napran þjóðhátíðardag, vot börn með kandíflos, litríka regnjakkamergð á blautu túni með hoppkastölum í roki — allar þessar minningar draga fram nokkuð skýra mynd í kollinum af því hvað það er að vera Íslendingur. Að vera Íslendingur er að norpa við harðræði. Reyna að gera gott úr hlutunum með setningum eins og: „Veðrið skiptir ekki máli! Það skiptir bara máli hvernig maður klæðir sig!“ Og hlæja svo vandræðalega í kjölfarið. Miðaldra menn kampakátir í kvartbuxum úti í matvörubúð að kaupa sér kjöt á grillið í sól, sáttir. Það er ekki íslenskt. Skjannahvítir og æðaberir leggirnir koma upp um eðlið. Á Íslandi er bara sól stundum. Bóndabrúnka er það eina sem er í boði. Sorrí Stína.Það kemur hrun Fullyrða mætti að gott veður um langa hríð boði aldrei gott. Að ætíð fylgi böl blíðviðri. Í stríðum straumum berast þau um þessar mundir tíðindin, grunsamlega jákvæð, af stöðu efnahagsmála. Skuldir hafa lækkað. Vextir í sögulegu lágmarki. Kjarasamningar mælast nokkuð vel fyrir. Engin kollsteypa er í nánd segja fræðingar. Vextir eiga jafnvel eftir að lækka ennþá meira. Það er aldeilis. Spyrja má, í framhaldi af hugleiðingum mínum um eðli íslenskrar tilvistar — ríkulegt tilefni til slíkrar greiningar hefur jú skapast á enn einum rigningarblauta þjóðhátíðardeginum — hvort þetta jafnvægi í þjóðarbúskapnum rími vel við þjóðarsálina og hvernig hún er gerð? Er ekki full ástæða til að setja alla fyrirvara við þessa jákvæðu þróun og benda á að vitaskuld muni hið óhjákvæmilega gerast í kjölfarið, að Íslendingar verði sjálfumglaðir — rápi hvítleggjaðir í stuttbuxum úti í búð — fari að haga sér heimskulega og á endanum húrri allt á höfuðið í þjóðargjaldþroti?Tilgangur leiðinda Ég skal ekki segja. Sumir halda því fram að það sé erfiðara að stjórna þegar vel gengur en þegar illa gengur. Að góðæri sé skeinuhættara en kreppa. Að stjórna væntingum er kúnst sem oft misheppnast á björtum dögum. Af þessum sjónarhóli má hæglega halda því fram að reglubundnir rigningar- og suddadagar þjóni vissum tilgangi. Að ná þjóðinni niður á jörðina. Að minna hana á hlutskiptið. Að segja okkur að lífið sé ekki, og verði aldrei, dans á rósum. Lífið sé saltfiskur. Puð. Okkur sé öllum hollt að mygla við lestur Reykjavíkurbréfa og leiðindin á þingi. Eða hvað? Annað einkennir líka Ísland. Ófyrirsjáanleikinn. Að vera Íslendingur er að lifa við ótæmandi möguleika. Það getur allt gerst. Núna þegar ég hef skrifað þessa grein algjörlega á þeim forsendum að það sé spáð rigningu — og ég hef efnt til alls konar skáldlegra hugleiðinga af því tilefni— þurfti ég auðvitað að skoða veðurspána aftur. Og hvað kemur þá ekki á daginn? Jú, það er ekki lengur spáð rigningu. Það er spáð glaðasólskini, sautján stiga hita og logni. Óneitanlega er veröldin betri þannig. Allt í einu blasir við spurningin, tær og fögur: Þarf lífið að vera leiðinlegt? Svarið: Auðvitað ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ekki veit ég hvort hún rætist, veðurspáin fyrir daginn, en það yrði vissulega dæmigert. Þegar þetta er skrifað er spáð rigningu á höfuðborgarsvæðinu og viðeigandi tilfinningar í því sambandi láta ekki bíða eftir sér. Auðvitað, hugsar maður. Vitaskuld er alltaf rigning á 17. júní. Leiðindaveður á þjóðhátíðardaginn er fastur liður. Ástæðan er þessi: Þótt gott veður ríki stundum á Íslandi, eins og undanfarið, verður alltaf mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að sjálfstæðið var ekki fengið með einhverju rápi í stuttbuxum í miðbænum eða með því að grilla á sólpalli. Jón Sigurðsson í upphæðum, Jónas Hallgrímsson og þessir menn hafa með áhrifamætti sínum við fótskör almættisins komið því í kring að hin hefðbundna rigning á þjóðhátíðardaginn skuli þjóna þeim tilgangi að minna okkur sem eftir lifum á það, að sjálfstæðið var fengið með veðurbarinni þrjósku og steyttum hnefa upp í lárétta rigningu og norðangadd. Það var ekkert pláss fyrir síðdegi á svölum með Pinot grigio í því basli, gott fólk. Þess vegna verður rigning í dag.Hæ hó jibbí jæ Skítaveður er eins og Miðflokkurinn. Eyðileggur stemninguna. Minnir okkur á að lífið er ekki eintóm sæla. Á eftir skemmtun koma leiðindi. Þegar hlutir ganga vel og flest er á þokkalegu róli og þjóðfélagið ætti að geta einbeitt sér að ýmsum uppbyggilegum störfum mun alltaf verða til eitthvað svona afl í tilverunni, uppi í Hádegismóum, á þingi eða annars staðar, sem stendur leiðindavaktina og passar að sátt skapist ekki né heldur friður eða góður andi. Er þetta ekki hlutskiptið? Gott veður í langan tíma er ekki í boði. Það kemur alltaf rigning og rok. Það verður alltaf Sigmundur. Alltaf Davíð. Ótal minningar um napran þjóðhátíðardag, vot börn með kandíflos, litríka regnjakkamergð á blautu túni með hoppkastölum í roki — allar þessar minningar draga fram nokkuð skýra mynd í kollinum af því hvað það er að vera Íslendingur. Að vera Íslendingur er að norpa við harðræði. Reyna að gera gott úr hlutunum með setningum eins og: „Veðrið skiptir ekki máli! Það skiptir bara máli hvernig maður klæðir sig!“ Og hlæja svo vandræðalega í kjölfarið. Miðaldra menn kampakátir í kvartbuxum úti í matvörubúð að kaupa sér kjöt á grillið í sól, sáttir. Það er ekki íslenskt. Skjannahvítir og æðaberir leggirnir koma upp um eðlið. Á Íslandi er bara sól stundum. Bóndabrúnka er það eina sem er í boði. Sorrí Stína.Það kemur hrun Fullyrða mætti að gott veður um langa hríð boði aldrei gott. Að ætíð fylgi böl blíðviðri. Í stríðum straumum berast þau um þessar mundir tíðindin, grunsamlega jákvæð, af stöðu efnahagsmála. Skuldir hafa lækkað. Vextir í sögulegu lágmarki. Kjarasamningar mælast nokkuð vel fyrir. Engin kollsteypa er í nánd segja fræðingar. Vextir eiga jafnvel eftir að lækka ennþá meira. Það er aldeilis. Spyrja má, í framhaldi af hugleiðingum mínum um eðli íslenskrar tilvistar — ríkulegt tilefni til slíkrar greiningar hefur jú skapast á enn einum rigningarblauta þjóðhátíðardeginum — hvort þetta jafnvægi í þjóðarbúskapnum rími vel við þjóðarsálina og hvernig hún er gerð? Er ekki full ástæða til að setja alla fyrirvara við þessa jákvæðu þróun og benda á að vitaskuld muni hið óhjákvæmilega gerast í kjölfarið, að Íslendingar verði sjálfumglaðir — rápi hvítleggjaðir í stuttbuxum úti í búð — fari að haga sér heimskulega og á endanum húrri allt á höfuðið í þjóðargjaldþroti?Tilgangur leiðinda Ég skal ekki segja. Sumir halda því fram að það sé erfiðara að stjórna þegar vel gengur en þegar illa gengur. Að góðæri sé skeinuhættara en kreppa. Að stjórna væntingum er kúnst sem oft misheppnast á björtum dögum. Af þessum sjónarhóli má hæglega halda því fram að reglubundnir rigningar- og suddadagar þjóni vissum tilgangi. Að ná þjóðinni niður á jörðina. Að minna hana á hlutskiptið. Að segja okkur að lífið sé ekki, og verði aldrei, dans á rósum. Lífið sé saltfiskur. Puð. Okkur sé öllum hollt að mygla við lestur Reykjavíkurbréfa og leiðindin á þingi. Eða hvað? Annað einkennir líka Ísland. Ófyrirsjáanleikinn. Að vera Íslendingur er að lifa við ótæmandi möguleika. Það getur allt gerst. Núna þegar ég hef skrifað þessa grein algjörlega á þeim forsendum að það sé spáð rigningu — og ég hef efnt til alls konar skáldlegra hugleiðinga af því tilefni— þurfti ég auðvitað að skoða veðurspána aftur. Og hvað kemur þá ekki á daginn? Jú, það er ekki lengur spáð rigningu. Það er spáð glaðasólskini, sautján stiga hita og logni. Óneitanlega er veröldin betri þannig. Allt í einu blasir við spurningin, tær og fögur: Þarf lífið að vera leiðinlegt? Svarið: Auðvitað ekki.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun