Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2019 18:41 Frá Alicante, þar sem Íslendingarnir smituðust í fríi í maí. Vísir/getty Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af sjaldgæfum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta skipti sem einstaklingar smitast af veirunni á Spáni og þykir heilbrigðisyfirvöldum þar í landi greiningin stórmerkileg, að sögn sóttvarnalæknis.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu íslenskra miðla í gærkvöldi og vísaði í spænska miðilinn El País. Í frétt El País segir að heilbrigðisyfirvöldum í Valensíahéraði á Spáni hafi borist tilkynning frá Landlæknisembættinu á Íslandi um að konurnar og drengurinn hafi greinst með Chikungunya-sótt eftir að hafa verið í fríi á Alicente í maí síðastliðnum. Chikungunya-veiran smitast aðeins með tveimur tegundum af moskítóflugum en ekki á milli manna. Veiran er nokkuð útbreidd í Afríku og Asíu en fágæt í Evrópu.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurEinkenni veirunnar eru m.a. hiti, vöðvaverkir og útbrot en Íslendingarnir voru öll með slík einkenni, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Þriðja systirin bíður greiningar og þá er verið að kanna hvort fleiri kunni að hafa smitast af veirunni í sömu ferð. Þórólfur vissi ekki um líðan systranna og drengsins en segir lækna þeirra fylgjast með þeim. Veiran sé almennt ekki hættuleg en þó geti sjúklingar fengið langvarandi liðvandamál. Þá er engin meðferð til við veirunni heldur er þess beðið að veikindin líði úr sjúklingunum. „En aðalmálið í þessu er að þetta hafi greinst og það sem er merkilegt er að þetta voru fyrstu tilfellin sem vitað var um að hafi smitast á Spáni,“ segir Þórólfur. Vissulega hafi einstaklingar greinst áður með veiruna þar í landi en þeir hafa hingað til smitast annars staðar, t.d. í Afríku. Þórólfur segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi verið í sambandi við heilbrigðisyfirvöld á Spáni. Þar á bæ þyki smit Íslendinganna stórfréttir. „Þeim finnst þetta stórmerkilegt að þetta hafi greinst, þau héldu að þetta gæti ekki smitast á Spáni.“ Heilbrigðismál Spánn Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af sjaldgæfum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta skipti sem einstaklingar smitast af veirunni á Spáni og þykir heilbrigðisyfirvöldum þar í landi greiningin stórmerkileg, að sögn sóttvarnalæknis.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu íslenskra miðla í gærkvöldi og vísaði í spænska miðilinn El País. Í frétt El País segir að heilbrigðisyfirvöldum í Valensíahéraði á Spáni hafi borist tilkynning frá Landlæknisembættinu á Íslandi um að konurnar og drengurinn hafi greinst með Chikungunya-sótt eftir að hafa verið í fríi á Alicente í maí síðastliðnum. Chikungunya-veiran smitast aðeins með tveimur tegundum af moskítóflugum en ekki á milli manna. Veiran er nokkuð útbreidd í Afríku og Asíu en fágæt í Evrópu.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurEinkenni veirunnar eru m.a. hiti, vöðvaverkir og útbrot en Íslendingarnir voru öll með slík einkenni, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Þriðja systirin bíður greiningar og þá er verið að kanna hvort fleiri kunni að hafa smitast af veirunni í sömu ferð. Þórólfur vissi ekki um líðan systranna og drengsins en segir lækna þeirra fylgjast með þeim. Veiran sé almennt ekki hættuleg en þó geti sjúklingar fengið langvarandi liðvandamál. Þá er engin meðferð til við veirunni heldur er þess beðið að veikindin líði úr sjúklingunum. „En aðalmálið í þessu er að þetta hafi greinst og það sem er merkilegt er að þetta voru fyrstu tilfellin sem vitað var um að hafi smitast á Spáni,“ segir Þórólfur. Vissulega hafi einstaklingar greinst áður með veiruna þar í landi en þeir hafa hingað til smitast annars staðar, t.d. í Afríku. Þórólfur segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi verið í sambandi við heilbrigðisyfirvöld á Spáni. Þar á bæ þyki smit Íslendinganna stórfréttir. „Þeim finnst þetta stórmerkilegt að þetta hafi greinst, þau héldu að þetta gæti ekki smitast á Spáni.“
Heilbrigðismál Spánn Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira