Þrettán ára formannstíð Harðar Oddfríðarsonar hjá Sundsambandi Íslands lauk í dag.
Hörður sagði af sér embætti á ársþingi SSÍ í dag. Björn Sigurðsson, ÍBH og fyrrum gjaldkeri stjórnar SSÍ, tekur við formennsku í Sundsambandinu.
Hörður hefur starfað lengi fyrir SSÍ. Áður en hann var formaður var hann varaformaður í þrjú ár og stjórnarmaður í þrjú ár þar á undan. Þótt Hörður hafi látið af formennsku heldur hann áfram sem meðstjórnandi í stjórn SSÍ næstu tvö árin.
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, afhenti Herði gullmerki ÍSÍ í dag fyrir framúrskarandi störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.
Allar tillögur sem lagðar voru fram á þinginu voru samþykktar einhljóða.
Formannsskipti hjá Sundsambandinu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
