Fyrirmyndir Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 15. júní 2019 08:45 Veðrið hefur verið fáránlega gott undanfarið og það lagar verulega andlegt ástand þjóðarinnar. Síðasta sumar var ömurlegt, a.m.k. fyrir okkur á suðvesturhorninu, endalaus rigning og leiðindi. Það er ótrúlegt hvað sól og gott veður getur glatt geðið í okkur, þjóðin verður besta útgáfan af sjálfri sér þegar veðrið er gott. En það er fleira sem gleður en bara veðrið. Íþróttafólkið okkar heldur áfram að standa sig vel, sama hvert litið er. Bara í þessari viku unnum við Tyrki í fótbolta og handboltalandsliðið komst skrefi nær því að tryggja sig inn í úrslitakeppni Evrópumótsins, í ellefta sinn í röð. Við eigum það til að gleyma því hversu í raun fjarstæðukennt það er að 350.000 manna þjóð eigi landslið karla og kvenna í fjölmörgum íþróttagreinum sem ítrekað standa jafnfætis þeim bestu í heiminum. En kannski er það galdurinn, við neitum að viðurkenna hvað við erum fá, látum það ekki skilgreina okkur. Þetta er ótrúlega mikilvægt fyrir börnin okkar og ungt fólk. Skilaboðin sem íþróttafólkið okkar sendir til þeirra eru þau að það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur. Það sem skiptir máli er hversu mikið ertu tilbúinn til að leggja á þig, þú uppskerð sem þú sáir. En þetta á ekki bara við um íþróttirnar. Sömu skilaboð sendir listafólkið okkar, tónlistarmennirnir og rithöfundarnir og allir þeir sem hafa breitt út menningu okkar og listir um víða veröld. Þessar fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar, það er ótrúlega verðmætt að ungt fólk alist upp í því andrúmslofti að allir vegir séu færir, ef nógu hart er lagt er að sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Veðrið hefur verið fáránlega gott undanfarið og það lagar verulega andlegt ástand þjóðarinnar. Síðasta sumar var ömurlegt, a.m.k. fyrir okkur á suðvesturhorninu, endalaus rigning og leiðindi. Það er ótrúlegt hvað sól og gott veður getur glatt geðið í okkur, þjóðin verður besta útgáfan af sjálfri sér þegar veðrið er gott. En það er fleira sem gleður en bara veðrið. Íþróttafólkið okkar heldur áfram að standa sig vel, sama hvert litið er. Bara í þessari viku unnum við Tyrki í fótbolta og handboltalandsliðið komst skrefi nær því að tryggja sig inn í úrslitakeppni Evrópumótsins, í ellefta sinn í röð. Við eigum það til að gleyma því hversu í raun fjarstæðukennt það er að 350.000 manna þjóð eigi landslið karla og kvenna í fjölmörgum íþróttagreinum sem ítrekað standa jafnfætis þeim bestu í heiminum. En kannski er það galdurinn, við neitum að viðurkenna hvað við erum fá, látum það ekki skilgreina okkur. Þetta er ótrúlega mikilvægt fyrir börnin okkar og ungt fólk. Skilaboðin sem íþróttafólkið okkar sendir til þeirra eru þau að það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur. Það sem skiptir máli er hversu mikið ertu tilbúinn til að leggja á þig, þú uppskerð sem þú sáir. En þetta á ekki bara við um íþróttirnar. Sömu skilaboð sendir listafólkið okkar, tónlistarmennirnir og rithöfundarnir og allir þeir sem hafa breitt út menningu okkar og listir um víða veröld. Þessar fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar, það er ótrúlega verðmætt að ungt fólk alist upp í því andrúmslofti að allir vegir séu færir, ef nógu hart er lagt er að sér.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar