Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 17:42 Stilla úr myndbandi sem Bandaríkjastjórn birti í dag. Það á að sýna áhöfn íransks báts fjarlægja ósprungna sprengju af öðru flutningaskipinu sem ráðist var á í gær. Vísir/EPA Áhöfn japansks flutningaskips sem ráðist var á í Ómanflóa sá einhvers konar flugskeyti lenta á því, að sögn eiganda þess. Sú frásögn stangast á við fullyrðingar bandarískra stjórnvalda sem birtu í dag myndband sem þau segja sýna áhöfn íransks báts fjarlægja ósprungna sprengju af flutningaskipinu. Ráðist var á tvö flutningaskip með einhvers konar sprengjum í Ómanflóa í gær. Bandarísk stjórnvöld kenna Írönum um árásirnar og lögðu fram myndbandið í dag. Halda þau því fram að tundurdufl sem fest er á með segli hafi verið notað í árásunum. Írönsk stjórnvöld hafna því alfarið. Yutaka Katada, forseti Kokuka Sangyo sem á annað flutningaskipið, segir að filippseysk áhöfn skipsins hafi séð einhvers konar flugskeyti stefna á skipið, ekki tundurdufl. „Þeir segja að eitthvað hafi flogið í áttina að þeim, svo varð sprenging, síðan var gat á skipinu,“ sagði Katada við fréttamenn, að sögn Washington Post. Skipverjarnir hafi séð annað skeyti í kjölfarið. Katada telur að verksummerkin á skipinu bendi frekar til þess að það hafi orðið fyrir skeyti en að sprengja hafi sprungið á því. Þegar seinni sprengingin varð ákvað skipstjórinn að láta áhöfnina yfirgefa skipið. Áhöfnin hafi séð íransk herskip í grenndinni.Þörf á óháðri rannsókn á árásunum Árásirnar hafa aukið enn á spennuna á milli bandarískra og íranskra stjórnvalda sem hefur stigmagnast undanfarnar vikur og mánuði. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í dag eftir óháðri rannsókn á árásunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er afar mikilvægt að komast að sannleikanum og það er afar mikilvægt að ábyrgðin komist á hreint. Augljóslega er aðeins hægt að gera það ef það er sjálfstæð eining sem staðreyndir þær staðreyndir,“ sagði Guterres. Aðeins öryggisráðið gæti skipað fyrir um slíka rannsókna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Íran Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Áhöfn japansks flutningaskips sem ráðist var á í Ómanflóa sá einhvers konar flugskeyti lenta á því, að sögn eiganda þess. Sú frásögn stangast á við fullyrðingar bandarískra stjórnvalda sem birtu í dag myndband sem þau segja sýna áhöfn íransks báts fjarlægja ósprungna sprengju af flutningaskipinu. Ráðist var á tvö flutningaskip með einhvers konar sprengjum í Ómanflóa í gær. Bandarísk stjórnvöld kenna Írönum um árásirnar og lögðu fram myndbandið í dag. Halda þau því fram að tundurdufl sem fest er á með segli hafi verið notað í árásunum. Írönsk stjórnvöld hafna því alfarið. Yutaka Katada, forseti Kokuka Sangyo sem á annað flutningaskipið, segir að filippseysk áhöfn skipsins hafi séð einhvers konar flugskeyti stefna á skipið, ekki tundurdufl. „Þeir segja að eitthvað hafi flogið í áttina að þeim, svo varð sprenging, síðan var gat á skipinu,“ sagði Katada við fréttamenn, að sögn Washington Post. Skipverjarnir hafi séð annað skeyti í kjölfarið. Katada telur að verksummerkin á skipinu bendi frekar til þess að það hafi orðið fyrir skeyti en að sprengja hafi sprungið á því. Þegar seinni sprengingin varð ákvað skipstjórinn að láta áhöfnina yfirgefa skipið. Áhöfnin hafi séð íransk herskip í grenndinni.Þörf á óháðri rannsókn á árásunum Árásirnar hafa aukið enn á spennuna á milli bandarískra og íranskra stjórnvalda sem hefur stigmagnast undanfarnar vikur og mánuði. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í dag eftir óháðri rannsókn á árásunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er afar mikilvægt að komast að sannleikanum og það er afar mikilvægt að ábyrgðin komist á hreint. Augljóslega er aðeins hægt að gera það ef það er sjálfstæð eining sem staðreyndir þær staðreyndir,“ sagði Guterres. Aðeins öryggisráðið gæti skipað fyrir um slíka rannsókna á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Íran Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12
Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30
Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30