Þjóðerniskennd og siðferði Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 16. júní 2019 08:00 Afmælisdagur Jóns Sigurðssonar var gerður að þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 1944. Þessi 75 ár frá sjálfstæði þjóðríkisins hafa brosandi Íslendingar á öllum aldri sótt miðbæi landsins til að gera sér glaðan dag. En af hliðarlínunum heyrast stundum raddir sem vilja tortryggja þessa hátíð og þær kenndir sem hún byggir á. Ég hef hitt einstaklinga sem telja allar birtingarmyndir þjóðerniskenndar vera beina hraðbraut í áttina að nasisma og að ekki ætti að dýfa svo miklu sem litlu tá í þá laug. Draumóramaðurinn John Lennon hvatti fólk til að ímynda sér heim án landamæra – „Imagine there’s no countries“ – og án ýmissa annarra þátta (til dæmis trúarbragða og einkaeigna) sem hafa einkennt mannkynið frá örófi alda. Hugmyndin var sú að þessir eiginleikar væru hindrun á vegferð mannkynsins í áttina að útópísku alheimsbræðralagi. En það eru ekki áðurnefndir eiginleikar sem hindra mannkynið í því að ná saman. Þessir eiginleikar eru einfaldlega birtingarmyndir mannlegs eðlis. Þetta er eðlið sem fær okkur til að draga ályktun um hvaða hópi (eða hópum) við teljum okkur tilheyra. Það er jafn samofið heila okkar flestra og kynhvötin eða getan til þess að tala tungumál. Það er einfaldlega hvorki raunhæft né gagnlegt að snúa bakinu gegn þessum kenndum þó að þeim hafi verið beint í neikvæðan farveg í aldanna rás. Vandamálin verða ekki leyst með því að varpa öllu sem tengist þjóðerniskennd fyrir borð. Það verður að taka afstöðu til einstakra þátta með því að varðveita það sem er jákvætt en hafna því sem er neikvætt. Skýrustu dæmin um neikvæðar birtingarmyndir þjóðerniskenndar eru að finna í aðgerðum þýskra nasista undir forystu Adolfs Hitlers – skólabókardæmi um hvað ber að forðast þegar fólk horfist í augu við eigin þjóðerniskennd. Það þarf vart að taka fram að hugmyndir um goggunarröð kynþátta eftir „hreinleika“ og það að skipulega smala fólki í útrýmingarbúðir er gjörsamlega siðlaust. En þjóðerniskenndin er vandmeðfarin því það að kenna öðrum hópum um eigin vandamál, sérstaklega þegar harðnar í ári, hefur þótt mjög freistandi. Þegar fólk ræktar sína þjóðerniskennd er brýn þörf á því að reka varnagla sem hindra neikvæða útmálun minnihlutahópa, til dæmis með lagasetningu og fræðslu.Jákvæðar birtingarmyndir Að hvetja íslensku landsliðin í hinum ýmsu íþróttagreinum, að halda upp á og varðveita íslenska tungu, að flagga íslenska fánanum á fánadögum; þetta eru birtingarmyndir þjóðerniskenndar sem eru skaðlausar og má færa rök fyrir því að þær hafi jákvæð samfélagsleg áhrif. Án þjóðerniskenndar væri heimurinn menningarlega fátækari. Þjóðlög, þjóðbúningar og matarmenning svo fátt sé nefnt félli fljótlega í gleymsku í fjarveru þjóðerniskenndar. Hver væri betur til þess fallinn að varðveita íslensku fornhandritin en þjóðin sem gat þau af sér? Í þessu samhengi ætti einnig að vera augljóst að hver sú þjóð sem á sér þjóðríki stendur mun betur að vígi þegar kemur að því að varðveita eigin menningararf. Þegar þjóðerniskenndinni er beint í jákvæðan farveg verður hún að staðbundnu sameiningarafli – eitthvað sem ég tel að eigi fullt erindi til samfélags þar sem fjölmiðlar og samskiptamiðlar etja gjarnan konum gegn körlum, trúuðum gegn trúlausum og íhaldssömum gegn frjálslyndum. En annars býð ég landsmönnum gleðilega þjóðhátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Afmælisdagur Jóns Sigurðssonar var gerður að þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 1944. Þessi 75 ár frá sjálfstæði þjóðríkisins hafa brosandi Íslendingar á öllum aldri sótt miðbæi landsins til að gera sér glaðan dag. En af hliðarlínunum heyrast stundum raddir sem vilja tortryggja þessa hátíð og þær kenndir sem hún byggir á. Ég hef hitt einstaklinga sem telja allar birtingarmyndir þjóðerniskenndar vera beina hraðbraut í áttina að nasisma og að ekki ætti að dýfa svo miklu sem litlu tá í þá laug. Draumóramaðurinn John Lennon hvatti fólk til að ímynda sér heim án landamæra – „Imagine there’s no countries“ – og án ýmissa annarra þátta (til dæmis trúarbragða og einkaeigna) sem hafa einkennt mannkynið frá örófi alda. Hugmyndin var sú að þessir eiginleikar væru hindrun á vegferð mannkynsins í áttina að útópísku alheimsbræðralagi. En það eru ekki áðurnefndir eiginleikar sem hindra mannkynið í því að ná saman. Þessir eiginleikar eru einfaldlega birtingarmyndir mannlegs eðlis. Þetta er eðlið sem fær okkur til að draga ályktun um hvaða hópi (eða hópum) við teljum okkur tilheyra. Það er jafn samofið heila okkar flestra og kynhvötin eða getan til þess að tala tungumál. Það er einfaldlega hvorki raunhæft né gagnlegt að snúa bakinu gegn þessum kenndum þó að þeim hafi verið beint í neikvæðan farveg í aldanna rás. Vandamálin verða ekki leyst með því að varpa öllu sem tengist þjóðerniskennd fyrir borð. Það verður að taka afstöðu til einstakra þátta með því að varðveita það sem er jákvætt en hafna því sem er neikvætt. Skýrustu dæmin um neikvæðar birtingarmyndir þjóðerniskenndar eru að finna í aðgerðum þýskra nasista undir forystu Adolfs Hitlers – skólabókardæmi um hvað ber að forðast þegar fólk horfist í augu við eigin þjóðerniskennd. Það þarf vart að taka fram að hugmyndir um goggunarröð kynþátta eftir „hreinleika“ og það að skipulega smala fólki í útrýmingarbúðir er gjörsamlega siðlaust. En þjóðerniskenndin er vandmeðfarin því það að kenna öðrum hópum um eigin vandamál, sérstaklega þegar harðnar í ári, hefur þótt mjög freistandi. Þegar fólk ræktar sína þjóðerniskennd er brýn þörf á því að reka varnagla sem hindra neikvæða útmálun minnihlutahópa, til dæmis með lagasetningu og fræðslu.Jákvæðar birtingarmyndir Að hvetja íslensku landsliðin í hinum ýmsu íþróttagreinum, að halda upp á og varðveita íslenska tungu, að flagga íslenska fánanum á fánadögum; þetta eru birtingarmyndir þjóðerniskenndar sem eru skaðlausar og má færa rök fyrir því að þær hafi jákvæð samfélagsleg áhrif. Án þjóðerniskenndar væri heimurinn menningarlega fátækari. Þjóðlög, þjóðbúningar og matarmenning svo fátt sé nefnt félli fljótlega í gleymsku í fjarveru þjóðerniskenndar. Hver væri betur til þess fallinn að varðveita íslensku fornhandritin en þjóðin sem gat þau af sér? Í þessu samhengi ætti einnig að vera augljóst að hver sú þjóð sem á sér þjóðríki stendur mun betur að vígi þegar kemur að því að varðveita eigin menningararf. Þegar þjóðerniskenndinni er beint í jákvæðan farveg verður hún að staðbundnu sameiningarafli – eitthvað sem ég tel að eigi fullt erindi til samfélags þar sem fjölmiðlar og samskiptamiðlar etja gjarnan konum gegn körlum, trúuðum gegn trúlausum og íhaldssömum gegn frjálslyndum. En annars býð ég landsmönnum gleðilega þjóðhátíð!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun