Hafró leggur til þriggja prósenta aukningu á aflamarki þorsks Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2019 10:43 Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn verði svipaður að stærð eða minnki á næstu árum. Fréttablaðið/GVA Hafrannsóknastofnun ráðleggur þriggja prósenta aukningu á aflamarki þorsks, en fari ráðherra eftir ráðleggingum stofnunarinnar mun þorskveiðikvótinn fara úr 264.437 tonnum í 272.411 tonn fyrir fiskveiðiárið 2019/2020. Þetta kemur fram í úttekt Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár sem kynnt var í dag. Samkvæmt stofnmatinu í ár er stærð viðmiðunarstofns svipuð og árið 2018. Árgangar frá 2013 og 2014 eru við langtímameðaltal en árgangarnir frá 2016 og 2017 eru undir meðaltali. Fyrsta mat á 2018 árganginum bendir til að hann sé fyrir neðan langtímameðaltal. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn verði svipaður að stærð eða minnki á næstu árum.Aflamark ýsu lækkar um 28 prósent Samkvæmt endurskoðaðri aflareglu verður aflamark ýsu 41.823 tonn fiskveiðárið 2019/2020 sem er 28% lækkun frá fiskveiðiárinu 2018/2019 en svipað ráðgjöfinni fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Ástæða lækkunarinnar er lækkun á veiðihlutfalli í aflareglu ýsu úr 0.40 í 0.35 auk þess sem að spá um vöxt 2014 árgangsins gekk ekki eftir. Aflaregla ýsu var rýnd af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og var niðurstaðan að veiðihlutfall upp á 0.4 samræmdist ekki varúðarsjónarmiðum vegna breytinga sem orðið hafa í kynþroska ýsu sem verður nú kynþroska stærri og eldri en áður. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn ýsu stækki á næstu tveimur árum en dali svo. Aflaregla ufsa var einnig tekin fyrir af ICES og er hún talin samræmast varúðarsjónarmiðum. Samkvæmt aflareglunni verður aflamark ufsa 80.588 tonn fiskveiðiárið 2019/2020 sem er aukning um 2% frá síðasta ári.Grálúða lækkar um 12 prósent Árgangar gullkarfa hafa verið með lakasta móti frá 2006 og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2019/2020 því 43.568 tonn sem er svipuð ráðgjöf og fyrir síðasta fiskveiðár. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 12% frá fyrra ári og er 21.360 tonn fyrir fiskveiðárið 2019/2020.Síldin lækkar um 2 prósent Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hefur stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki er að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem eru að koma inn í veiðistofninn eru metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verður aflamark næsta fiskveiðiárs um 34.572 tonn, sem er 2% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Nýliðunarvísitölur margra stofna eins og hlýra, gullkarfa og blálöngu hafa verið lágar undanfarin ár. Ef svo fer sem horfir mun veiði úr þessum stofnum dragast verulega saman á næstu árum. Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Hafrannsóknastofnun ráðleggur þriggja prósenta aukningu á aflamarki þorsks, en fari ráðherra eftir ráðleggingum stofnunarinnar mun þorskveiðikvótinn fara úr 264.437 tonnum í 272.411 tonn fyrir fiskveiðiárið 2019/2020. Þetta kemur fram í úttekt Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár sem kynnt var í dag. Samkvæmt stofnmatinu í ár er stærð viðmiðunarstofns svipuð og árið 2018. Árgangar frá 2013 og 2014 eru við langtímameðaltal en árgangarnir frá 2016 og 2017 eru undir meðaltali. Fyrsta mat á 2018 árganginum bendir til að hann sé fyrir neðan langtímameðaltal. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn verði svipaður að stærð eða minnki á næstu árum.Aflamark ýsu lækkar um 28 prósent Samkvæmt endurskoðaðri aflareglu verður aflamark ýsu 41.823 tonn fiskveiðárið 2019/2020 sem er 28% lækkun frá fiskveiðiárinu 2018/2019 en svipað ráðgjöfinni fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Ástæða lækkunarinnar er lækkun á veiðihlutfalli í aflareglu ýsu úr 0.40 í 0.35 auk þess sem að spá um vöxt 2014 árgangsins gekk ekki eftir. Aflaregla ýsu var rýnd af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og var niðurstaðan að veiðihlutfall upp á 0.4 samræmdist ekki varúðarsjónarmiðum vegna breytinga sem orðið hafa í kynþroska ýsu sem verður nú kynþroska stærri og eldri en áður. Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn ýsu stækki á næstu tveimur árum en dali svo. Aflaregla ufsa var einnig tekin fyrir af ICES og er hún talin samræmast varúðarsjónarmiðum. Samkvæmt aflareglunni verður aflamark ufsa 80.588 tonn fiskveiðiárið 2019/2020 sem er aukning um 2% frá síðasta ári.Grálúða lækkar um 12 prósent Árgangar gullkarfa hafa verið með lakasta móti frá 2006 og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2019/2020 því 43.568 tonn sem er svipuð ráðgjöf og fyrir síðasta fiskveiðár. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 12% frá fyrra ári og er 21.360 tonn fyrir fiskveiðárið 2019/2020.Síldin lækkar um 2 prósent Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hefur stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki er að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem eru að koma inn í veiðistofninn eru metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt aflareglu fyrir síld verður aflamark næsta fiskveiðiárs um 34.572 tonn, sem er 2% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Nýliðunarvísitölur margra stofna eins og hlýra, gullkarfa og blálöngu hafa verið lágar undanfarin ár. Ef svo fer sem horfir mun veiði úr þessum stofnum dragast verulega saman á næstu árum.
Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira