Forvarnir hefjast heima Sigríður Björnsdóttir skrifar 13. júní 2019 07:30 Yfir sumartímann þegar börn eru í fríi frá skóla sækja þau gjarnan ýmiss konar námskeið sér til dægrastyttingar. Þegar foreldrar og börn velja námskeið eru nokkur atriði sem hafa ætti í huga. Í fyrsta lagi ættu að liggja fyrir greinargóðar upplýsingar um námskeið, ýmis hagnýt atriði og um starfsfólk hjá félögum og öðrum sem bjóða upp á námskeið eða svipaða þjónustu fyrir börn og ungmenni. Ef slíkar upplýsingar eru ekki aðgengilegar á vefsíðu eða annars staðar ættu foreldrar að spyrja eftirtalinna spurninga:Hvers konar aðgerðaáætlun er til staðar ef upp kemst um ofbeldi á börnum?Hvernig eru starfsmenn og sjálfboðaliðar þjálfaðir til að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi?Hvaða starfsreglur gilda varðandi einveru fullorðinna starfsmanna með börnum? Í öðru lagi ættu foreldrar og forsjáraðilar að endurskoða kaup á þjónustu frá viðkomandi aðila ef ekki fást fullnægjandi svör við ofangreindum spurningum. Foreldrar eru ekki með börnum sínum allan daginn og geta ekki verið á verði. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir séu meðvitaðir um í hvernig aðstæðum kynferðisofbeldi á sér stað, séu upplýstir og sendi börn sín ekki á staði þar sem þau eru ekki örugg. Forvarnir hefjast heima með því að foreldrar kenna barni sínu að setja mörk og þekkja merki um það þegar þau eru ekki virt. Áður en kemur að því að þú skiljir barnið þitt eftir í umsjón annarra er mikilvægt að þú hafir rætt opinskátt við barnið um forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Hafir frætt það um jákvæð og neikvæð samskipti og snertingu þannig að það geri sér grein fyrir því þegar farið er yfir mörkin og segi frá þegar farið er yfir þau. Það er einnig mikilvægt að barnið fái skýr skilaboð um að það geti og eigi að segja „nei“, eða „ég vil þetta ekki“ ef því finnst snerting eða samskipti óþægileg. Taktu mark á eigin innsæi. Ef samskipti við einstakling vekja ónotatilfinningu hjá þér eða barni þínu ættir þú ekki að skilja barnið þitt eftir í slíkum aðstæðum. Þú gætir rætt þetta við aðra foreldra og kannað hvort þeir séu á sama máli. Ef barnið segir þér að því líði skringilega í kringum tiltekinn einstakling þá er mikilvægt að hlusta á barnið og gera viðeigandi ráðstafanir. Til að ganga úr skugga um að öryggi barns sé tryggt þegar það er í umsjá annarra er mikilvægt að spyrja barnið um líðan og annað þegar það er sótt eða kemur heim. Spyrja ætti spurninga á borð við: Hvernig leið þér? Hvað voru þið að gera? Með hverjum voruð þið? Þegar við erum meðvituð höfum við skýr markmið um hvernig við ætlum að vernda barnið okkar og hegðum okkur í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Yfir sumartímann þegar börn eru í fríi frá skóla sækja þau gjarnan ýmiss konar námskeið sér til dægrastyttingar. Þegar foreldrar og börn velja námskeið eru nokkur atriði sem hafa ætti í huga. Í fyrsta lagi ættu að liggja fyrir greinargóðar upplýsingar um námskeið, ýmis hagnýt atriði og um starfsfólk hjá félögum og öðrum sem bjóða upp á námskeið eða svipaða þjónustu fyrir börn og ungmenni. Ef slíkar upplýsingar eru ekki aðgengilegar á vefsíðu eða annars staðar ættu foreldrar að spyrja eftirtalinna spurninga:Hvers konar aðgerðaáætlun er til staðar ef upp kemst um ofbeldi á börnum?Hvernig eru starfsmenn og sjálfboðaliðar þjálfaðir til að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi?Hvaða starfsreglur gilda varðandi einveru fullorðinna starfsmanna með börnum? Í öðru lagi ættu foreldrar og forsjáraðilar að endurskoða kaup á þjónustu frá viðkomandi aðila ef ekki fást fullnægjandi svör við ofangreindum spurningum. Foreldrar eru ekki með börnum sínum allan daginn og geta ekki verið á verði. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir séu meðvitaðir um í hvernig aðstæðum kynferðisofbeldi á sér stað, séu upplýstir og sendi börn sín ekki á staði þar sem þau eru ekki örugg. Forvarnir hefjast heima með því að foreldrar kenna barni sínu að setja mörk og þekkja merki um það þegar þau eru ekki virt. Áður en kemur að því að þú skiljir barnið þitt eftir í umsjón annarra er mikilvægt að þú hafir rætt opinskátt við barnið um forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Hafir frætt það um jákvæð og neikvæð samskipti og snertingu þannig að það geri sér grein fyrir því þegar farið er yfir mörkin og segi frá þegar farið er yfir þau. Það er einnig mikilvægt að barnið fái skýr skilaboð um að það geti og eigi að segja „nei“, eða „ég vil þetta ekki“ ef því finnst snerting eða samskipti óþægileg. Taktu mark á eigin innsæi. Ef samskipti við einstakling vekja ónotatilfinningu hjá þér eða barni þínu ættir þú ekki að skilja barnið þitt eftir í slíkum aðstæðum. Þú gætir rætt þetta við aðra foreldra og kannað hvort þeir séu á sama máli. Ef barnið segir þér að því líði skringilega í kringum tiltekinn einstakling þá er mikilvægt að hlusta á barnið og gera viðeigandi ráðstafanir. Til að ganga úr skugga um að öryggi barns sé tryggt þegar það er í umsjá annarra er mikilvægt að spyrja barnið um líðan og annað þegar það er sótt eða kemur heim. Spyrja ætti spurninga á borð við: Hvernig leið þér? Hvað voru þið að gera? Með hverjum voruð þið? Þegar við erum meðvituð höfum við skýr markmið um hvernig við ætlum að vernda barnið okkar og hegðum okkur í samræmi við það.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar