Vinaþjóðir um ókomin ár Herbert Beck skrifar 13. júní 2019 08:45 Söguleg tengsl Íslands og Þýskalands liggja langt aftur. Sennilega var fyrsti Þjóðverjinn á Íslandi saxneski trúboðsbiskupinn Friðrik (Friedrich), sem reyndi án árangurs að snúa Íslendingum til kristni árið 981, að beiðni Þorvalds víðförla. Svo má náttúrlega nefna hin nánu og frjósömu tengsl sem hófust með Hansa-kaupmönnum á 15. öld. Eða þann þátt sem þýska rómantíkin, heimspeki og guðfræði léku eftir lok danska einveldisins í eflingu íslenskrar þjóðernisvitundar á 19. öldinni. Á hinn bóginn eru verk eins og Niflungahringur Wagners eða „Þýskar goðsagnir“ Jacobs Grimm óhugsandi án vísana í íslensku fornbókmenntirnar. Konrad Maurer kannast að minnsta kosti eldri kynslóðin við, þýska Íslandsvininn sem var samtíðar- og stuðningsmaður pólitískra markmiða Jóns Sigurðssonar. Á keisaratímanum í Þýskalandi var vaxandi áhugi fyrir Norðurlöndunum, en þennan áhuga umtúlkuðu og misnotuðu nasistar á stuttum en afdrifaríkum valdatíma sínum. Í þessu sambandi er vert að nefna að Íslendingar sýndu, með fáeinum undantekningum, að þeir væru ónæmir fyrir slíkum fantasíum. Eftir endalok seinni heimsstyrjaldar og Þriðja ríkisins var stjórnmálasambandi komið á milli þýska Sambandslýðveldisins og Íslands árið 1952. Upp frá því hafa samskipti þjóða okkar þróast á jákvæðan og sjálfbæran hátt. Ný varða á langri samleið Íslands og Þýskalands er heimsókn Frank-Walters Steinmeier, forseta Sambandslýðveldisins, sem verður ásamt eiginkonu sinni Elke Büdenbender í opinberri heimsókn á Íslandi frá 12. til 14. júní. Eftir Richard von Weizsäcker (1992) og Johannes Rau (2003) er þetta í þriðja sinn sem forseti Þýskalands kemur í opinbera heimsókn til Íslands. Þáverandi forsetar Íslands, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, fóru líka hvort í sína opinberu heimsóknina til Þýskalands. Ísland er meðal nánustu og traustustu samstarfsríkja Þýskalands. Bæði lönd okkar starfa vel saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, NATO, Evrópuráðsins og ÖSE, til að nefna mikilvægustu alþjóðastofnanirnar. Við deilum þeirri sannfæringu að nýjar alþjóðlegar áskoranir, hvort sem þær eru af pólitískum, efnahagslegum eða tæknilegum toga, verða ekki leystar nema með samstarfi byggðu á sameiginlegum gildum og hagsmunum. Þýski utanríkisráðherrann Maas hefur ítrekað sagt að það geti vel farið saman að gæta bæði lögmætra þjóðarhagsmuna og sameiginlegra hagsmuna heimsbyggðarinnar. Sameiginleg aðild að stærsta sameiginlega efnahagssvæði heims, Evrópska efnahagssvæðinu, hefur mikla þýðingu bæði fyrir Ísland og Þýskaland. Það býður fólki okkar og fyrirtækjum hagstæðan aðgang að mörkuðum hvert annars innan ramma fjórfrelsisins (frjálst flæði vöru, fólks, þjónustu og fjármagns). Það er enginn vafi á því að þrátt fyrir það háa stig viðskipta sem nú þegar ríkir milli landa okkar, þá eru góð tækifæri til að auka þau enn meir. Gæði, nýsköpun og sjálfbærni í skilningi umhverfis- og loftslagsverndar verða mikilvægir mælikvarðar fyrir framtíðarþróun og velgengni efnahagslegrar samvinnu. Ísland og Þýskaland eru einnig í nánu samstarfi við framkvæmd loftslagssamningsins sem kenndur er við París. Ein þungamiðja heimsóknar Steinmeiers forseta beinist að loftslagsmálum og málefnum norðurslóða. Frekari þróun samstarfs á sviði tækni og vísinda er líka nátengd viðskiptasamvinnunni, bæði tvíhliða og innan ramma áætlana Evrópusambandsins. Þetta snýst ekki aðeins um að efla enn frekar samstarfið á vísindasviðinu, heldur einnig betri nýtingu gagnkvæmra tækifæra á sviði menntunar, í þágu beggja landa. Menningarleg tengsl milli Þýskalands og Íslands hafa alltaf haft mikla þýðingu. Sérstaklega eru tengslin sterk á sviði bókmennta og tónlistar. Vissir þú að Halldór Laxness skrifaði undir sinn fyrsta samning við erlendan útgefanda árið 1932, við Insel-forlagið í Leipzig fyrir útgáfuna á Sölku Völku? Meðal margra tónskálda sem sóttu sér innblástur í Þýskalandi og mótaði á sama tíma tónlistarlífið á Íslandi, vil ég nefna sérstaklega Atla Heimi Sveinsson, sem sem lést fyrir nokkrum vikum. Listamenn eins og Ólafur Elíasson og Víkingur Heiðar Ólafsson standa í dag fyrir líflegri menningarmiðlun í löndum okkar. Það er aðeins vegna plássleysis að ég fer hér ekki út í að rekja hlutverk íþrótta í menningarsamskiptum okkar. Að lokum verð ég að nefna hóp um 180 Þjóðverja sem komu til Íslands fyrir réttum 70 árum til starfa í íslenskum landbúnaði. Næstu ár þar á eftir komu fleiri Þjóðverjar og verulegur fjöldi þeirra, aðallega konur, settist að og stofnaði fjölskyldur. Ísland bauð þeim ný heimkynni og þetta fólk varð mjög sérstakir brúarsmiðir milli landa okkar. Sögurnar eru margar og merkar sem þessu tengjast, og þýski forsetinn og eiginkona hans munu heyra í nokkrum sögupersónunum á meðan á heimsókn þeirra stendur. Þeir sem eiga leið um hringtorgið á Granda á næstu dögum munu uppgötva mjög ljóðræna veggmynd um sögu þýsku kvennanna (og karlanna), málaða af listakonum frá Berlín og Manchester, sem allar tengjast Museum für Gegenwartskunst Urban Nation í Berlín. Ég býð einnig lesendum að heimsækja sýningu þýska ljósmyndarans Marzenu Skubatz „Heima / t“ í Árbæjarsafni, en hún verður opnuð á miðvikudaginn. Hin aldalanga saga Íslands og Þýskalands, Íslendinga og Þjóðverja, heldur áfram.Höfundur er sendiherra Þýskalands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Söguleg tengsl Íslands og Þýskalands liggja langt aftur. Sennilega var fyrsti Þjóðverjinn á Íslandi saxneski trúboðsbiskupinn Friðrik (Friedrich), sem reyndi án árangurs að snúa Íslendingum til kristni árið 981, að beiðni Þorvalds víðförla. Svo má náttúrlega nefna hin nánu og frjósömu tengsl sem hófust með Hansa-kaupmönnum á 15. öld. Eða þann þátt sem þýska rómantíkin, heimspeki og guðfræði léku eftir lok danska einveldisins í eflingu íslenskrar þjóðernisvitundar á 19. öldinni. Á hinn bóginn eru verk eins og Niflungahringur Wagners eða „Þýskar goðsagnir“ Jacobs Grimm óhugsandi án vísana í íslensku fornbókmenntirnar. Konrad Maurer kannast að minnsta kosti eldri kynslóðin við, þýska Íslandsvininn sem var samtíðar- og stuðningsmaður pólitískra markmiða Jóns Sigurðssonar. Á keisaratímanum í Þýskalandi var vaxandi áhugi fyrir Norðurlöndunum, en þennan áhuga umtúlkuðu og misnotuðu nasistar á stuttum en afdrifaríkum valdatíma sínum. Í þessu sambandi er vert að nefna að Íslendingar sýndu, með fáeinum undantekningum, að þeir væru ónæmir fyrir slíkum fantasíum. Eftir endalok seinni heimsstyrjaldar og Þriðja ríkisins var stjórnmálasambandi komið á milli þýska Sambandslýðveldisins og Íslands árið 1952. Upp frá því hafa samskipti þjóða okkar þróast á jákvæðan og sjálfbæran hátt. Ný varða á langri samleið Íslands og Þýskalands er heimsókn Frank-Walters Steinmeier, forseta Sambandslýðveldisins, sem verður ásamt eiginkonu sinni Elke Büdenbender í opinberri heimsókn á Íslandi frá 12. til 14. júní. Eftir Richard von Weizsäcker (1992) og Johannes Rau (2003) er þetta í þriðja sinn sem forseti Þýskalands kemur í opinbera heimsókn til Íslands. Þáverandi forsetar Íslands, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, fóru líka hvort í sína opinberu heimsóknina til Þýskalands. Ísland er meðal nánustu og traustustu samstarfsríkja Þýskalands. Bæði lönd okkar starfa vel saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, NATO, Evrópuráðsins og ÖSE, til að nefna mikilvægustu alþjóðastofnanirnar. Við deilum þeirri sannfæringu að nýjar alþjóðlegar áskoranir, hvort sem þær eru af pólitískum, efnahagslegum eða tæknilegum toga, verða ekki leystar nema með samstarfi byggðu á sameiginlegum gildum og hagsmunum. Þýski utanríkisráðherrann Maas hefur ítrekað sagt að það geti vel farið saman að gæta bæði lögmætra þjóðarhagsmuna og sameiginlegra hagsmuna heimsbyggðarinnar. Sameiginleg aðild að stærsta sameiginlega efnahagssvæði heims, Evrópska efnahagssvæðinu, hefur mikla þýðingu bæði fyrir Ísland og Þýskaland. Það býður fólki okkar og fyrirtækjum hagstæðan aðgang að mörkuðum hvert annars innan ramma fjórfrelsisins (frjálst flæði vöru, fólks, þjónustu og fjármagns). Það er enginn vafi á því að þrátt fyrir það háa stig viðskipta sem nú þegar ríkir milli landa okkar, þá eru góð tækifæri til að auka þau enn meir. Gæði, nýsköpun og sjálfbærni í skilningi umhverfis- og loftslagsverndar verða mikilvægir mælikvarðar fyrir framtíðarþróun og velgengni efnahagslegrar samvinnu. Ísland og Þýskaland eru einnig í nánu samstarfi við framkvæmd loftslagssamningsins sem kenndur er við París. Ein þungamiðja heimsóknar Steinmeiers forseta beinist að loftslagsmálum og málefnum norðurslóða. Frekari þróun samstarfs á sviði tækni og vísinda er líka nátengd viðskiptasamvinnunni, bæði tvíhliða og innan ramma áætlana Evrópusambandsins. Þetta snýst ekki aðeins um að efla enn frekar samstarfið á vísindasviðinu, heldur einnig betri nýtingu gagnkvæmra tækifæra á sviði menntunar, í þágu beggja landa. Menningarleg tengsl milli Þýskalands og Íslands hafa alltaf haft mikla þýðingu. Sérstaklega eru tengslin sterk á sviði bókmennta og tónlistar. Vissir þú að Halldór Laxness skrifaði undir sinn fyrsta samning við erlendan útgefanda árið 1932, við Insel-forlagið í Leipzig fyrir útgáfuna á Sölku Völku? Meðal margra tónskálda sem sóttu sér innblástur í Þýskalandi og mótaði á sama tíma tónlistarlífið á Íslandi, vil ég nefna sérstaklega Atla Heimi Sveinsson, sem sem lést fyrir nokkrum vikum. Listamenn eins og Ólafur Elíasson og Víkingur Heiðar Ólafsson standa í dag fyrir líflegri menningarmiðlun í löndum okkar. Það er aðeins vegna plássleysis að ég fer hér ekki út í að rekja hlutverk íþrótta í menningarsamskiptum okkar. Að lokum verð ég að nefna hóp um 180 Þjóðverja sem komu til Íslands fyrir réttum 70 árum til starfa í íslenskum landbúnaði. Næstu ár þar á eftir komu fleiri Þjóðverjar og verulegur fjöldi þeirra, aðallega konur, settist að og stofnaði fjölskyldur. Ísland bauð þeim ný heimkynni og þetta fólk varð mjög sérstakir brúarsmiðir milli landa okkar. Sögurnar eru margar og merkar sem þessu tengjast, og þýski forsetinn og eiginkona hans munu heyra í nokkrum sögupersónunum á meðan á heimsókn þeirra stendur. Þeir sem eiga leið um hringtorgið á Granda á næstu dögum munu uppgötva mjög ljóðræna veggmynd um sögu þýsku kvennanna (og karlanna), málaða af listakonum frá Berlín og Manchester, sem allar tengjast Museum für Gegenwartskunst Urban Nation í Berlín. Ég býð einnig lesendum að heimsækja sýningu þýska ljósmyndarans Marzenu Skubatz „Heima / t“ í Árbæjarsafni, en hún verður opnuð á miðvikudaginn. Hin aldalanga saga Íslands og Þýskalands, Íslendinga og Þjóðverja, heldur áfram.Höfundur er sendiherra Þýskalands á Íslandi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun