Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2019 07:42 Airbus þota á litum WOW. Fréttablaðið/Ernir Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. Landsréttur úrskurðaði 24. maí síðastliðinn að Isavia hefði verið heimilt að kyrrsetja þotu ALC sem leigð var til WOW air. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, sótti í kjölfarið um leyfi Hæstaréttar til að fá málið tekið fyrir þar. Oddur kveðst eiga von á því að ákvörðun Hæstaréttar um hvort ALC fái kæruleyfi eða ekki liggi fyrir á næstu tveimur vikum. „Það er ekki skorið að neinu leyti úr því í niðurstöðu Landsréttar hver beri greiðsluskylduna – hvort ALC eigi yfirhöfuð að borga þessa summu – heldur bara að Isavia hafi mátt kyrrsetja vélina fyrir allri fjárhæðinni: Þeir mega stoppa það að vélin fari en hvort þeir geti sent ALC reikning er ennþá óleyst. Þetta er eitt af þeim atriðum sem við erum að reyna að segja Hæstarétti að þurfi að leysa úr,“ segir Oddur. Fáist kæruleyfi mun enn líða tími þar til Isavia skilar sinni greinargerð til Hæstaréttar. Oddur segir að á meðan beðið sé ákvörðunar Hæstaréttar skoði ALC hvaða leiðir verði skynsamlegast að fara. „Boltinn er hjá Hæstarétti og við notum tímann á meðan til þess að velta fyrir okkur öllum þeim mögulegu sviðsmyndum sem geta komið upp miðað við ólíkar niðurstöður Hæstaréttar um þessa kæru og hvað við gerum þá næst,“ segir hann. Sjö þotur í eigu ALC voru í þjónustu hjá WOW þegar rekstur flugfélagsins stöðvaðist í lok mars. Tvær þeirra voru á Keflavíkurflugvelli en hinar fimm á ýmsum flugvöllum erlendis. Engin fyrirstaða virðist hafa verið á flugvöllunum ytra fyrir ALC að endurheimta þotur sínar þaðan enda ólíklegt að WOW hafi þar fengið að safna skuldum vegna þjónustugjalda líkt og reyndin var á Íslandi. Aðspurður kveðst Oddur ekki hafa upplýsingar um það. Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. Landsréttur úrskurðaði 24. maí síðastliðinn að Isavia hefði verið heimilt að kyrrsetja þotu ALC sem leigð var til WOW air. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, sótti í kjölfarið um leyfi Hæstaréttar til að fá málið tekið fyrir þar. Oddur kveðst eiga von á því að ákvörðun Hæstaréttar um hvort ALC fái kæruleyfi eða ekki liggi fyrir á næstu tveimur vikum. „Það er ekki skorið að neinu leyti úr því í niðurstöðu Landsréttar hver beri greiðsluskylduna – hvort ALC eigi yfirhöfuð að borga þessa summu – heldur bara að Isavia hafi mátt kyrrsetja vélina fyrir allri fjárhæðinni: Þeir mega stoppa það að vélin fari en hvort þeir geti sent ALC reikning er ennþá óleyst. Þetta er eitt af þeim atriðum sem við erum að reyna að segja Hæstarétti að þurfi að leysa úr,“ segir Oddur. Fáist kæruleyfi mun enn líða tími þar til Isavia skilar sinni greinargerð til Hæstaréttar. Oddur segir að á meðan beðið sé ákvörðunar Hæstaréttar skoði ALC hvaða leiðir verði skynsamlegast að fara. „Boltinn er hjá Hæstarétti og við notum tímann á meðan til þess að velta fyrir okkur öllum þeim mögulegu sviðsmyndum sem geta komið upp miðað við ólíkar niðurstöður Hæstaréttar um þessa kæru og hvað við gerum þá næst,“ segir hann. Sjö þotur í eigu ALC voru í þjónustu hjá WOW þegar rekstur flugfélagsins stöðvaðist í lok mars. Tvær þeirra voru á Keflavíkurflugvelli en hinar fimm á ýmsum flugvöllum erlendis. Engin fyrirstaða virðist hafa verið á flugvöllunum ytra fyrir ALC að endurheimta þotur sínar þaðan enda ólíklegt að WOW hafi þar fengið að safna skuldum vegna þjónustugjalda líkt og reyndin var á Íslandi. Aðspurður kveðst Oddur ekki hafa upplýsingar um það.
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira