Röng skilaboð Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. júní 2019 07:15 Það eru stjórnendur sem standa í vegi fyrir því að takast á við loftslagsvandann því þeir eru bundnir við gamla tíma, börnin eru það ekki,“ sagði Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, í helgarviðtali í Fréttablaðinu. Páll, sem verður 96 ára í sumar, hrósar ungu kynslóðinni sem meðal annars hefur staðið fyrir vikulegum loftslagsmótmælum til að krefja stjórnvöld um frekari aðgerðir. Landvernd tekur undir með þessum kröfum en á aðalfundi samtakanna í síðasta mánuði var samþykkt ályktun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Loftslagsmálin eru loksins að fá þá athygli sem þau eiga skilið og ljóst að umræðan mun ekki hverfa. Þessa þróun má líka sjá með greinilegum hætti í löndunum í kringum okkur. Þannig unnu Græningjar og samstarfsflokkar þeirra mikinn sigur í Evrópuþingskosningum í lok síðasta mánaðar. Grænir flokkar eru ekki lengur á jaðrinum í stjórnmálunum heldur áhrifamikið afl sem taka verður mark á. Umhverfismál og þá sérstaklega loftslagsmál voru líka áberandi í nýafstöðnum þingkosningum í Danmörku. Í könnun sem gerð var í aðdraganda kosninganna töldu raunar flestir að umhverfis- og loftslagsmál væru mikilvægasta málefnið, eða 22 prósent kjósenda. Tveir af þremur helstu stuðningsflokkum Jafnaðarmanna í rauðu blokkinni bættu miklu fylgi við sig í kosningunum. Þessir flokkar lögðu einmitt mjög mikla áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr stjórnarmyndunarviðræðunum en gera má ráð fyrir afar metnaðarfullum markmiðum þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig hafa Jafnaðarmenn talað fyrir því að losunin verði 60 prósentum minni árið 2030 en hún var 1990. Samstarfsflokkarnir í rauðu blokkinni vilja ganga enn lengra og ná 70 prósenta minni losun. Til samanburðar hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig á grundvelli Parísarsamkomulagsins til að hafa minnkað losun um 40 prósent árið 2030 miðað við 1990. Ríkisstjórnin setti fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum síðastliðið haust þar sem meðal annars er stefnt að kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Nú þegar samdráttur er í efnahagskerfinu og endurskoða þarf ríkisfjármálin er mikilvægt að stjórnvöld sýni þá framsýni að draga ekki úr fjárveitingum til málaflokksins. Fréttir hafa borist af því að meðal breytingatillagna við fjármálaáætlun næstu fimm ára sé niðurskurður til umhverfismála upp á 1.400 milljónir króna miðað við upphaflegar tillögur. Þótt það séu kannski ekki miklir fjármunir í stóra samhenginu myndi það senda röng skilaboð inn í framtíðina. Páll Bergþórsson hefur trú á því að ungu kynslóðinni takist að leysa vandann á heiðarlegan og snjallan hátt en mikilvægt sé að skipta um orkugjafa sem allra fyrst. Ef þeirri kynslóð sem nú er við stjórnvölinn tekst ekki að leysa loftslagsvandann verður hún að sjá til þess að það verði ekki of seint fyrir þá næstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru stjórnendur sem standa í vegi fyrir því að takast á við loftslagsvandann því þeir eru bundnir við gamla tíma, börnin eru það ekki,“ sagði Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, í helgarviðtali í Fréttablaðinu. Páll, sem verður 96 ára í sumar, hrósar ungu kynslóðinni sem meðal annars hefur staðið fyrir vikulegum loftslagsmótmælum til að krefja stjórnvöld um frekari aðgerðir. Landvernd tekur undir með þessum kröfum en á aðalfundi samtakanna í síðasta mánuði var samþykkt ályktun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Loftslagsmálin eru loksins að fá þá athygli sem þau eiga skilið og ljóst að umræðan mun ekki hverfa. Þessa þróun má líka sjá með greinilegum hætti í löndunum í kringum okkur. Þannig unnu Græningjar og samstarfsflokkar þeirra mikinn sigur í Evrópuþingskosningum í lok síðasta mánaðar. Grænir flokkar eru ekki lengur á jaðrinum í stjórnmálunum heldur áhrifamikið afl sem taka verður mark á. Umhverfismál og þá sérstaklega loftslagsmál voru líka áberandi í nýafstöðnum þingkosningum í Danmörku. Í könnun sem gerð var í aðdraganda kosninganna töldu raunar flestir að umhverfis- og loftslagsmál væru mikilvægasta málefnið, eða 22 prósent kjósenda. Tveir af þremur helstu stuðningsflokkum Jafnaðarmanna í rauðu blokkinni bættu miklu fylgi við sig í kosningunum. Þessir flokkar lögðu einmitt mjög mikla áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr stjórnarmyndunarviðræðunum en gera má ráð fyrir afar metnaðarfullum markmiðum þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig hafa Jafnaðarmenn talað fyrir því að losunin verði 60 prósentum minni árið 2030 en hún var 1990. Samstarfsflokkarnir í rauðu blokkinni vilja ganga enn lengra og ná 70 prósenta minni losun. Til samanburðar hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig á grundvelli Parísarsamkomulagsins til að hafa minnkað losun um 40 prósent árið 2030 miðað við 1990. Ríkisstjórnin setti fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum síðastliðið haust þar sem meðal annars er stefnt að kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Nú þegar samdráttur er í efnahagskerfinu og endurskoða þarf ríkisfjármálin er mikilvægt að stjórnvöld sýni þá framsýni að draga ekki úr fjárveitingum til málaflokksins. Fréttir hafa borist af því að meðal breytingatillagna við fjármálaáætlun næstu fimm ára sé niðurskurður til umhverfismála upp á 1.400 milljónir króna miðað við upphaflegar tillögur. Þótt það séu kannski ekki miklir fjármunir í stóra samhenginu myndi það senda röng skilaboð inn í framtíðina. Páll Bergþórsson hefur trú á því að ungu kynslóðinni takist að leysa vandann á heiðarlegan og snjallan hátt en mikilvægt sé að skipta um orkugjafa sem allra fyrst. Ef þeirri kynslóð sem nú er við stjórnvölinn tekst ekki að leysa loftslagsvandann verður hún að sjá til þess að það verði ekki of seint fyrir þá næstu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun