Jón Baldvin stefnir Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2019 11:12 Jóns Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. Stundin greinir frá þessu en ráðherrann fyrrverandi stefnir auk þess Sigmari Guðmundssyni dagskrárgerðarmanni á Rás 2 og Ríkisútvarpinu. Jón Baldvin og eiginkona hans Bryndís Schram höfðu áður hótað því að stefna Ríkisútvarpinu og starfsmönnum þess. gáfu þau útvarpsstjóra Magnúsi Geir Þórðarsyni færi á að draga til baka „tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og meiðyrði“ í þeirra garð. Aldís var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 17. janúar síðastliðinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem hefur farið mikinn í meiðyrðamálum fyrir dómstólum undanfarin misseri, gætir hagsmuna Jóns Baldvins. Mun vera stefnt fyrir á annan tug ummæla Aldísar í viðtalinu og fern ummæli Sigmars. Helga Seljan, sem stýrði þættinum ásamt Sigmari, er ekki stefnt. Aldís fullyrti í viðtalinu að Jón Baldvin hefði misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að Aldís yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Þá kom fram í þættinum að frásögnin væri staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefði undir höndum. Þá lýsti Aldís því að Jón Baldvin hefði virst hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og í framhaldinu hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar. Jón Baldvin tók til varnar í Silfrinu þann 3. febrúar og sagðist hafa verið dæmdur án dóms og laga. Þá hefur áður komið fram að Jón Baldvin segist hafa kært „slúðurbera“ um sig í fjölmiðlum. Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar. 13. febrúar 2019 11:31 Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið borið þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. 21. febrúar 2019 10:06 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. Stundin greinir frá þessu en ráðherrann fyrrverandi stefnir auk þess Sigmari Guðmundssyni dagskrárgerðarmanni á Rás 2 og Ríkisútvarpinu. Jón Baldvin og eiginkona hans Bryndís Schram höfðu áður hótað því að stefna Ríkisútvarpinu og starfsmönnum þess. gáfu þau útvarpsstjóra Magnúsi Geir Þórðarsyni færi á að draga til baka „tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og meiðyrði“ í þeirra garð. Aldís var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 17. janúar síðastliðinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem hefur farið mikinn í meiðyrðamálum fyrir dómstólum undanfarin misseri, gætir hagsmuna Jóns Baldvins. Mun vera stefnt fyrir á annan tug ummæla Aldísar í viðtalinu og fern ummæli Sigmars. Helga Seljan, sem stýrði þættinum ásamt Sigmari, er ekki stefnt. Aldís fullyrti í viðtalinu að Jón Baldvin hefði misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að Aldís yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Þá kom fram í þættinum að frásögnin væri staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefði undir höndum. Þá lýsti Aldís því að Jón Baldvin hefði virst hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og í framhaldinu hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar. Jón Baldvin tók til varnar í Silfrinu þann 3. febrúar og sagðist hafa verið dæmdur án dóms og laga. Þá hefur áður komið fram að Jón Baldvin segist hafa kært „slúðurbera“ um sig í fjölmiðlum.
Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar. 13. febrúar 2019 11:31 Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið borið þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. 21. febrúar 2019 10:06 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar. 13. febrúar 2019 11:31
Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið borið þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. 21. febrúar 2019 10:06
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52