Núvitund Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 27. júní 2019 13:16 Við hjónin létum langþráðan draum rætast í vor og keyptum okkur notaðan húsbíl. Við sögðum hvort við annað að þá værum við frjálsir menn. Með farartækinu getur maður haldið hvert sem er, engum háður. Við höfum líka rætt í gríni að í raun sé þetta risastór barnavagn. Það er í mörg horn að líta hjá manni og við höfum verið léleg í því sem kallað er núvitund. Meira lifað á hlaupum við að ná í skottið á sjálfum okkur með misgóðum árangri. Við höfum komist að því að besti möguleiki okkar til þess að komast í núvitund er að vera í kringum barnabörnin. Fyrir nokkru var ég að koma úr erfiðri jarðarför og sat í líkbílnum ásamt reynslumiklum útfararstjóra og spurði hann hvort hann væri í starfstengdri handleiðslu. Hann tjáði mér að hann hefði þann háttinn á ef dagurinn hefði verið erfiður að ná í barnabörnin og leika við þau. Það væri besta heilunin sem hann gæti fengið. Ég uppgötvaði þá, án þess að hafa hugsað það fyrr, að ég hefði notað svipaða aðferð. Því þegar ég hef komið úr sárum og óréttlátum aðstæðum lífsins hefur mér ekkert þótt betra en að horfa inn í barnsaugu og sjá áhyggjuleysi, leik og gleði ungra barna. Þess vegna var fyrsta ferðin í húsbílnum farin með barnabörnunum. Þá er vaknað eldsnemma að morgni, hafragrautur settur á borðið og enn og aftur sögð sagan af Gullbrá sem borðar allan grautinn frá Bangsa litla eða um hann Sigga sem aldrei vildi borða matinn sinn og varð svo lítill að hann lenti ofan í ruslafötu með annan fótinn ofan í eggjaskurn og hinn ofan í majonesdollu … Samvera með börnum snýst um að hvíla í núinu og lifa ævintýrið. Það hægist á tímanum meðan grautur kólnar og barnshjarta bíður eftir síendurtekinni sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Við hjónin létum langþráðan draum rætast í vor og keyptum okkur notaðan húsbíl. Við sögðum hvort við annað að þá værum við frjálsir menn. Með farartækinu getur maður haldið hvert sem er, engum háður. Við höfum líka rætt í gríni að í raun sé þetta risastór barnavagn. Það er í mörg horn að líta hjá manni og við höfum verið léleg í því sem kallað er núvitund. Meira lifað á hlaupum við að ná í skottið á sjálfum okkur með misgóðum árangri. Við höfum komist að því að besti möguleiki okkar til þess að komast í núvitund er að vera í kringum barnabörnin. Fyrir nokkru var ég að koma úr erfiðri jarðarför og sat í líkbílnum ásamt reynslumiklum útfararstjóra og spurði hann hvort hann væri í starfstengdri handleiðslu. Hann tjáði mér að hann hefði þann háttinn á ef dagurinn hefði verið erfiður að ná í barnabörnin og leika við þau. Það væri besta heilunin sem hann gæti fengið. Ég uppgötvaði þá, án þess að hafa hugsað það fyrr, að ég hefði notað svipaða aðferð. Því þegar ég hef komið úr sárum og óréttlátum aðstæðum lífsins hefur mér ekkert þótt betra en að horfa inn í barnsaugu og sjá áhyggjuleysi, leik og gleði ungra barna. Þess vegna var fyrsta ferðin í húsbílnum farin með barnabörnunum. Þá er vaknað eldsnemma að morgni, hafragrautur settur á borðið og enn og aftur sögð sagan af Gullbrá sem borðar allan grautinn frá Bangsa litla eða um hann Sigga sem aldrei vildi borða matinn sinn og varð svo lítill að hann lenti ofan í ruslafötu með annan fótinn ofan í eggjaskurn og hinn ofan í majonesdollu … Samvera með börnum snýst um að hvíla í núinu og lifa ævintýrið. Það hægist á tímanum meðan grautur kólnar og barnshjarta bíður eftir síendurtekinni sögu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun