Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Liverpool, var handtekinn í Ástralíu síðasta föstudag og í kjölfarið ákærður fyrir að hafa ráðist á unnustu sína.
Lögreglan var kölluð að íbúð þeirra í Sydney aðfararnótt laugardags eftir að nágrannar höfðu tilkynnt um átök og ofbeldi í íbúðinni.
Hamann var handtekinn, leiddur út í járnum og kærður fyrir ofbeldi í garð unnustunnar. Hún var ekki slösuð eftir átökin en bað um lögregluvernd.
Hamann braut gegn verndinni með því að hafa samband við unnustuna og var í kjölfarið handtekinn í annað sinn. Mál hans var svo tekið fyrir í réttarsal í gær þar sem lögfræðingur hans lýsti því yfir að Hamann lýsti sig saklausan af ásökunum.
Málið verður tekið fyrir þann 12. desember næstkomandi. Hamann vinnur sem fótboltasérfræðingur fyrir RTE á Írlandi en vinnan hans þar er í uppnámi miðað við þessa stöðu.
Hamann ákærður fyrir að ráðast á unnustu sína
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn


Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn


„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti