Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. júní 2019 06:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spurður um framtíðareignarhald fyrirtækisins. Ríkisendurskoðun gaf Íslandspósti hirtingu. „Það hefur lengi verið mín skoðun að þegar búið er að koma lagaumgjörð um þessa starfsemi í betra horf, eins og við höfum verið að gera núna, og gera nauðsynlegar breytingar á rekstrinum þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji þennan rekstur,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurður um framtíð og framtíðareignarhald Íslandspósts. Ríkisendurskoðun birti svarta úttekt sína á Íslandspósti á þriðjudag. Bjarni kveðst ekki hafa náð að fara yfir skýrsluna sjálfur en á þriðjudag var hún kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og fjárlaganefnd Alþingis, áður en hún var birt opinberlega. Bjarni segir Íslandspóst með sjálfstæða stjórn sem honum sýnist á fréttum að hafi brugðist við sumu af því sem fram kemur í skýrslunni. Líkt og greint hefur verið frá var starfsfólki Íslandspósts tilkynnt um viðamiklar skipulags- og hagræðingaraðgerðir í aðdraganda þess að úttekt Ríkisendurskoðunar var birt. Þar verður framkvæmdastjórum meðal annars fækkað og skrifstofur fyrirtækisins fluttar. Aðspurður hvaða þýðingu skýrslan hafi fyrir næstu skref og framtíðina með tilliti til reksturs Íslandspósts og eignarhalds ríkisins segir Bjarni að hans vilji sé að einkavæðing eigi sér stað. „Hins vegar held ég að það hafi ekki verið aðstæður til þess undanfarin misseri eða ár að hefja undirbúning að slíkri sölu vegna þess hvernig reksturinn hefur gengið. Okkur er það ljóst núna að til dæmis alþjónustukvöðin sem hvílt hefur á fyrirtækinu hefur ekki verið nógu vel fjármögnuð sem birtist meðal annars í nýlegum úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar.“ Bjarni segir að þegar nauðsynlegar umbætur á lagaumgjörðinni og rekstrinum verði farnar að skila árangri sé engin ástæða fyrir eignarhaldi ríkisins á fyrirtækinu. „Þá er ég sérstaklega að vísa til þess að við höfum öll tök á verðlagningu þjónustunnar sem við viljum hafa, þessari grunnpóstþjónustu í landinu. Að öðru leyti getur hún bara farið fram á samkeppnisgrundvelli. Það er hluti af þeirri þjónustu sem ber sig ekki á samkeppnisgrundvelli og þá verður ríkið að gera þjónustusamning um það og í þeim þjónustusamningi getum við ákveðið þjónustustigið og verðlagningu. En að öðru leyti eigi þetta fyrirtæki bara að vera að keppa á samkeppnisgrundvelli.“ Bjarni segir að af opinberri umfjöllun að dæma séu málefni Íslandspósts í góðum farvegi innan stjórnarinnar nú og margt af því sem tiltekið sé í skýrslunni tilheyri fortíðinni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. 26. júní 2019 08:00 Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. 25. júní 2019 23:17 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spurður um framtíðareignarhald fyrirtækisins. Ríkisendurskoðun gaf Íslandspósti hirtingu. „Það hefur lengi verið mín skoðun að þegar búið er að koma lagaumgjörð um þessa starfsemi í betra horf, eins og við höfum verið að gera núna, og gera nauðsynlegar breytingar á rekstrinum þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji þennan rekstur,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurður um framtíð og framtíðareignarhald Íslandspósts. Ríkisendurskoðun birti svarta úttekt sína á Íslandspósti á þriðjudag. Bjarni kveðst ekki hafa náð að fara yfir skýrsluna sjálfur en á þriðjudag var hún kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og fjárlaganefnd Alþingis, áður en hún var birt opinberlega. Bjarni segir Íslandspóst með sjálfstæða stjórn sem honum sýnist á fréttum að hafi brugðist við sumu af því sem fram kemur í skýrslunni. Líkt og greint hefur verið frá var starfsfólki Íslandspósts tilkynnt um viðamiklar skipulags- og hagræðingaraðgerðir í aðdraganda þess að úttekt Ríkisendurskoðunar var birt. Þar verður framkvæmdastjórum meðal annars fækkað og skrifstofur fyrirtækisins fluttar. Aðspurður hvaða þýðingu skýrslan hafi fyrir næstu skref og framtíðina með tilliti til reksturs Íslandspósts og eignarhalds ríkisins segir Bjarni að hans vilji sé að einkavæðing eigi sér stað. „Hins vegar held ég að það hafi ekki verið aðstæður til þess undanfarin misseri eða ár að hefja undirbúning að slíkri sölu vegna þess hvernig reksturinn hefur gengið. Okkur er það ljóst núna að til dæmis alþjónustukvöðin sem hvílt hefur á fyrirtækinu hefur ekki verið nógu vel fjármögnuð sem birtist meðal annars í nýlegum úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar.“ Bjarni segir að þegar nauðsynlegar umbætur á lagaumgjörðinni og rekstrinum verði farnar að skila árangri sé engin ástæða fyrir eignarhaldi ríkisins á fyrirtækinu. „Þá er ég sérstaklega að vísa til þess að við höfum öll tök á verðlagningu þjónustunnar sem við viljum hafa, þessari grunnpóstþjónustu í landinu. Að öðru leyti getur hún bara farið fram á samkeppnisgrundvelli. Það er hluti af þeirri þjónustu sem ber sig ekki á samkeppnisgrundvelli og þá verður ríkið að gera þjónustusamning um það og í þeim þjónustusamningi getum við ákveðið þjónustustigið og verðlagningu. En að öðru leyti eigi þetta fyrirtæki bara að vera að keppa á samkeppnisgrundvelli.“ Bjarni segir að af opinberri umfjöllun að dæma séu málefni Íslandspósts í góðum farvegi innan stjórnarinnar nú og margt af því sem tiltekið sé í skýrslunni tilheyri fortíðinni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. 26. júní 2019 08:00 Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. 25. júní 2019 23:17 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. 26. júní 2019 08:00
Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. 25. júní 2019 23:17