Til hamingju með háskólaprófið! Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 26. júní 2019 08:00 Júní er tími brautskráninganna. Þá fyllast samfélagsmiðlarnir af myndum af prúðbúnu og brosleitu fólki sem fagnar því að hafa náð þeim merkilega áfanga í lífinu að ljúka háskólanámi. Þessar myndir einkennast af mikilli gleði sem smitar út frá sér. Það er bjartsýni og vor í þessum myndum. Allir sjö háskólar landsins brautskráðu nemendur nú í júní við hátíðlegar athafnir, bæði úr grunnnámi og framhaldsnámi. Samtals tóku meira en 3.300 manns við prófskírteinum að þessu sinni. Menntun þessa stóra hóps er fjölbreytt og góð. Reikna má með því að flest í þessum hópi fari nú að leita sér að föstu starfi. Nú er það vinnumarkaðarins að gefa þeim tækifæri. Sú góða vísa verður aldrei of oft kveðin að menntun og þekking eru lykillinn að framþróun og góðum lífskjörum í landinu. Nýútskrifað háskólafólk sem nú sækir um störf hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins býr yfir verðmætri þekkingu sem mikilvægt er að nýtist samfélaginu. Það má heldur ekki gleymast að til að einstaklingar séu reiðubúnir að leggja á sig erfitt og dýrt nám þarf það að skila þeim sanngjörnum fjárhagslegum ávinningi. Meginkrafa BHM er og hefur lengi verið sú að menntun sé metin til launa. Því miður vantar enn töluvert upp á að svo sé hér á landi. Sem dæmi má nefna að grunnlaun margra sem lokið hafa fyrstu háskólagráðu eru langt undir því sem eðlilegt og sanngjarnt má teljast. Krafa BHM er að engin/n sem lokið hefur bakkalárgráðu hafi undir 500 þúsund krónum í grunnlaun á mánuði. Margir háskólanemar taka námslán til að fjármagna nám sitt. Afborganir af námslánum reynast mörgum þung byrði, einkum yngri greiðendum sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið og stofna fjölskyldu. Í viðræðum við stjórnvöld leggur BHM áherslu á að dregið verði úr endurgreiðslubyrði og að komið verði til móts við greiðendur með ýmsum aðgerðum. BHM óskar öllu nýútskrifuðu háskólafólki til hamingju með áfangann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Námslán Skóla - og menntamál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Júní er tími brautskráninganna. Þá fyllast samfélagsmiðlarnir af myndum af prúðbúnu og brosleitu fólki sem fagnar því að hafa náð þeim merkilega áfanga í lífinu að ljúka háskólanámi. Þessar myndir einkennast af mikilli gleði sem smitar út frá sér. Það er bjartsýni og vor í þessum myndum. Allir sjö háskólar landsins brautskráðu nemendur nú í júní við hátíðlegar athafnir, bæði úr grunnnámi og framhaldsnámi. Samtals tóku meira en 3.300 manns við prófskírteinum að þessu sinni. Menntun þessa stóra hóps er fjölbreytt og góð. Reikna má með því að flest í þessum hópi fari nú að leita sér að föstu starfi. Nú er það vinnumarkaðarins að gefa þeim tækifæri. Sú góða vísa verður aldrei of oft kveðin að menntun og þekking eru lykillinn að framþróun og góðum lífskjörum í landinu. Nýútskrifað háskólafólk sem nú sækir um störf hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins býr yfir verðmætri þekkingu sem mikilvægt er að nýtist samfélaginu. Það má heldur ekki gleymast að til að einstaklingar séu reiðubúnir að leggja á sig erfitt og dýrt nám þarf það að skila þeim sanngjörnum fjárhagslegum ávinningi. Meginkrafa BHM er og hefur lengi verið sú að menntun sé metin til launa. Því miður vantar enn töluvert upp á að svo sé hér á landi. Sem dæmi má nefna að grunnlaun margra sem lokið hafa fyrstu háskólagráðu eru langt undir því sem eðlilegt og sanngjarnt má teljast. Krafa BHM er að engin/n sem lokið hefur bakkalárgráðu hafi undir 500 þúsund krónum í grunnlaun á mánuði. Margir háskólanemar taka námslán til að fjármagna nám sitt. Afborganir af námslánum reynast mörgum þung byrði, einkum yngri greiðendum sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið og stofna fjölskyldu. Í viðræðum við stjórnvöld leggur BHM áherslu á að dregið verði úr endurgreiðslubyrði og að komið verði til móts við greiðendur með ýmsum aðgerðum. BHM óskar öllu nýútskrifuðu háskólafólki til hamingju með áfangann.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar