Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna Andri Eysteinsson skrifar 25. júní 2019 21:50 John Sanders sagði af sér í dag. Getty/Moneymaker John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. AP greinir frá. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. Þau hefðu ekki aðgang að sápu, hreinum fötum eða viðunandi mat og vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman. Önnur voru veik og hefði inflúensa greinst í einhverjum þeirra.Sjá einnig: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöðBörnin í landamærastöðinni í Clint nærri El Paso höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningsmæðra sem var einnig haldið þar.Sanders greindi starfsmönnum stofnunarinnar frá því að hann myndi formlega hætta störfum 5. Júlí næstkomandi en greindi ekki frá ástæðu afsagnarinnar.Baráttuhópar fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa fagnað afsögninni en í viðtali varði Trump landamæragæslu Bandaríkjanna. „Lögin eru svo léleg, lög og reglur um hæli eru svo léleg að landamæraverðir okkar, stórkostlegt fólk allt saman, er ekki leyft að vinna vinnuna sína,“ sagði forsetinn.Fór ekki fram á afsögn Sanders sem hann hefur aldrei rætt viðTrump sagðist þá ekki hafa farið á þess leit við Sanders að hann segði af sér og sagði aldrei nokkurn tímann hafa talað við manninn. Trump sagði þó að hann hyggðist færa fólk milli starfa í ljósi krísunnar sem myndast hefur. Aðbúnaður og aðstæður í skýlum tolla- og landamæraeftirlitsins hafa verið slæmar en Sanders sagði á dögunum að stofnunin væri með um 15.000 manns í haldi en hámarksfjöldi sem stofnunin gæti tekið við væri 4.000. Þá segir AP að fimm börn hafi dáið í haldi yfirvalda í Bandaríkjunum frá því seint í fyrra. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. AP greinir frá. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. Þau hefðu ekki aðgang að sápu, hreinum fötum eða viðunandi mat og vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman. Önnur voru veik og hefði inflúensa greinst í einhverjum þeirra.Sjá einnig: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöðBörnin í landamærastöðinni í Clint nærri El Paso höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningsmæðra sem var einnig haldið þar.Sanders greindi starfsmönnum stofnunarinnar frá því að hann myndi formlega hætta störfum 5. Júlí næstkomandi en greindi ekki frá ástæðu afsagnarinnar.Baráttuhópar fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa fagnað afsögninni en í viðtali varði Trump landamæragæslu Bandaríkjanna. „Lögin eru svo léleg, lög og reglur um hæli eru svo léleg að landamæraverðir okkar, stórkostlegt fólk allt saman, er ekki leyft að vinna vinnuna sína,“ sagði forsetinn.Fór ekki fram á afsögn Sanders sem hann hefur aldrei rætt viðTrump sagðist þá ekki hafa farið á þess leit við Sanders að hann segði af sér og sagði aldrei nokkurn tímann hafa talað við manninn. Trump sagði þó að hann hyggðist færa fólk milli starfa í ljósi krísunnar sem myndast hefur. Aðbúnaður og aðstæður í skýlum tolla- og landamæraeftirlitsins hafa verið slæmar en Sanders sagði á dögunum að stofnunin væri með um 15.000 manns í haldi en hámarksfjöldi sem stofnunin gæti tekið við væri 4.000. Þá segir AP að fimm börn hafi dáið í haldi yfirvalda í Bandaríkjunum frá því seint í fyrra.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30