Prófgráðan komin í leitirnar þremur dögum eftir að hún gleymdist ofan á bíl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2019 13:00 Katie Beard með börnin tvö og prófgráðuna góðu, áður en hún týndist. Mynd/Katie Beard. Ætla má að prófgráða hinnar bandarísku Katie Beard hafi farið í mikla svaðilför eftir að Katie fékk hana í hendurnar við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á laugardaginn. Á leið heim frá athöfninni setti Katie umslagið upp á þak fjölskyldubílsins, setti son sinn í bílinn og svo var brunað af stað. Um fimm mínútum síðar uppgötvaði Katie hins vegar að prófskírteinið varð eftir upp á þakinu og þegar hún og maður hennar stoppuðu bílinn var prófgráðan fokin út í veður og vind. „Þetta var ömurleg tilfinning,“ segir Katie í samtali við Vísi en hún útskrifaðist með Masters-gráðu í Norræni trú eftir tveggja ára nám við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands útskrifaði nemendur á laugardaginn og það var þá sem skírteinið glataðist.„Ég var að setja son minn í bílinn og setti umslagið upp á þak,“ en Katie og maður hennar eignuðust nýverið son auk þess sem þau eiga fimm ára stelpu. Eftir að fjölskyldan var komin í bílinn og þau lögð af stað frá bílastæðinu frá Laugardalshöll ákvað Katie að opna umslagið.„Ég var ekki búinn að opna umslagið en hugsaði með mér að ég gæti alveg eins og opnað það í bílnum. Ég hélt það væri hjá mér en ég leit niður og mundi þá að ég hafði gleymt því á þakinu,“ segir Katie.Skilaboðin sem Katie sendi út í alheiminn í von um skírteinið kæmi í leitirnar.Leituðu og leituðu en ekkert fannst Sneru þau við um hæl en Katie telur að um fimm mínútur hafi liðið frá því að þau lögðu af stað og þangað til hún uppgötvaði að hún hafði gleymt umslaginu á bílnum.„Við snerum strax við og ég hélt að það væri kannski einhvers staðar þarna. Við leituðum þarna út um og allt, í kannski klukkutíma. Við leituðum alls staðar án árangurs. Þá hugsaði ég mér að einhver væri með það eða það væri bara týnt,“ segir Katie.„Ég kenni barninu mínu um,“ segir Katie hlæjandi. „Nei, ég kenni sjálfri mér um.“Beið hún til morguns þangað til hún setti færslur hinn á hina ýmsu hópa þar sem hún auglýsti eftir skírteininu. Það var svo skömmu eftir að blaðamaður hafði samband við hana að hún fékk póst frá Háskóla Íslands um að skírteinið hafi komist í leitirnar, og reiknar Katie því að hún muni fá það í hendurnar fyrr en seinna.„Mér er bara ótrúlega létt,“ segir Katie enda sá hún fram á töluvert umstang ef skírteinið hefði ekki skilað sér. Fékk hún þær upplýsingar að ef skírteinið væri ekki komið í leitirnar fyrir föstudag myndi hún fá aðstoð við að hefja ferli til að fá útgefið nýtt prófskírteini. Nú sleppur hún við það.Katie og fjölskylda hennar er nýflutt til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem maður hennar vinnur. Hún sjálf er í fæðingarorlofi en hyggur á doktorsnám. Hún segir veruna á Íslandi hafa verið æðislega.„Við erum búin að vera í Washington í aðeins einn dag og við söknum Íslands strax. ég hef ekkert nema frábæra hluti að segja um ísland og okkur leið frábærlega hérna.“ Íslandsvinir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Ætla má að prófgráða hinnar bandarísku Katie Beard hafi farið í mikla svaðilför eftir að Katie fékk hana í hendurnar við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á laugardaginn. Á leið heim frá athöfninni setti Katie umslagið upp á þak fjölskyldubílsins, setti son sinn í bílinn og svo var brunað af stað. Um fimm mínútum síðar uppgötvaði Katie hins vegar að prófskírteinið varð eftir upp á þakinu og þegar hún og maður hennar stoppuðu bílinn var prófgráðan fokin út í veður og vind. „Þetta var ömurleg tilfinning,“ segir Katie í samtali við Vísi en hún útskrifaðist með Masters-gráðu í Norræni trú eftir tveggja ára nám við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands útskrifaði nemendur á laugardaginn og það var þá sem skírteinið glataðist.„Ég var að setja son minn í bílinn og setti umslagið upp á þak,“ en Katie og maður hennar eignuðust nýverið son auk þess sem þau eiga fimm ára stelpu. Eftir að fjölskyldan var komin í bílinn og þau lögð af stað frá bílastæðinu frá Laugardalshöll ákvað Katie að opna umslagið.„Ég var ekki búinn að opna umslagið en hugsaði með mér að ég gæti alveg eins og opnað það í bílnum. Ég hélt það væri hjá mér en ég leit niður og mundi þá að ég hafði gleymt því á þakinu,“ segir Katie.Skilaboðin sem Katie sendi út í alheiminn í von um skírteinið kæmi í leitirnar.Leituðu og leituðu en ekkert fannst Sneru þau við um hæl en Katie telur að um fimm mínútur hafi liðið frá því að þau lögðu af stað og þangað til hún uppgötvaði að hún hafði gleymt umslaginu á bílnum.„Við snerum strax við og ég hélt að það væri kannski einhvers staðar þarna. Við leituðum þarna út um og allt, í kannski klukkutíma. Við leituðum alls staðar án árangurs. Þá hugsaði ég mér að einhver væri með það eða það væri bara týnt,“ segir Katie.„Ég kenni barninu mínu um,“ segir Katie hlæjandi. „Nei, ég kenni sjálfri mér um.“Beið hún til morguns þangað til hún setti færslur hinn á hina ýmsu hópa þar sem hún auglýsti eftir skírteininu. Það var svo skömmu eftir að blaðamaður hafði samband við hana að hún fékk póst frá Háskóla Íslands um að skírteinið hafi komist í leitirnar, og reiknar Katie því að hún muni fá það í hendurnar fyrr en seinna.„Mér er bara ótrúlega létt,“ segir Katie enda sá hún fram á töluvert umstang ef skírteinið hefði ekki skilað sér. Fékk hún þær upplýsingar að ef skírteinið væri ekki komið í leitirnar fyrir föstudag myndi hún fá aðstoð við að hefja ferli til að fá útgefið nýtt prófskírteini. Nú sleppur hún við það.Katie og fjölskylda hennar er nýflutt til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem maður hennar vinnur. Hún sjálf er í fæðingarorlofi en hyggur á doktorsnám. Hún segir veruna á Íslandi hafa verið æðislega.„Við erum búin að vera í Washington í aðeins einn dag og við söknum Íslands strax. ég hef ekkert nema frábæra hluti að segja um ísland og okkur leið frábærlega hérna.“
Íslandsvinir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira