Að fá að deyja með reisn Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. júní 2019 08:00 Í asanum sem jafnan fylgir þinglokum eru ýmis mikilvæg mál afgreidd sem ekki fá mikla athygli. Dæmi um slíkt er gerð skýrslu um dánaraðstoð sem er afar viðkvæmt mál enda álitaefnin margvísleg. Slík skýrsla yrði mikilvægt fyrsta skref í átt að opinni og upplýstri umræðu sem vonandi mun eiga sér stað í kjölfarið. Hvort sem fólk er hlynnt eða andvígt því að dánaraðstoð verði lögleidd hljóta langflestir að vera sammála um það að upplýsingaöflun leiði til betri og dýpri umræðu. Þess vegna var athyglisvert að sjá að allir átta þingmenn Miðflokksins sem voru viðstaddir, auk tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins, völdu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. 39 þingmenn sýndu hins vegar þá víðsýni að samþykkja tillöguna án þess að í því fælist endilega endanleg afstaða til málsins. Þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd var það gert að undangenginni mikilli umræðu í viðkomandi löndum. Hér á landi hefur verið vaxandi umræða um dánaraðstoð og fyrir rúmum tveimur árum var félagið Lífsvirðing stofnað. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu og fræðslu um málefnið en einnig að hér verði sett löggjöf um dánaraðstoð. Í skýrslunni verða meðal annars teknar saman upplýsingar um dánaraðstoð og þróun lagarammans í þeim löndum þar sem hún er leyfð. Þá er að finna tillögu um að gerð verði könnun á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til málefnisins. Samkvæmt íslenskum lögum eiga dauðvona sjúklingar rétt á því að deyja með reisn. Það getur falið í sér óskir um að hætta meðferð sem lengir líf viðkomandi eða tilraunum til endurlífgunar. Mörkin milli þess og heimildar læknis til að binda enda á líf einstaklings sem haldinn er ólæknandi sjúkdómi og vill ekki lifa lengur sökum þjáninga eru kannski ekki mjög skýr. Í Belgíu, þar sem löggjöf um dánaraðstoð þykir sú frjálslyndasta í heimi, er raunar litið á dánaraðstoð sem hluta líknandi meðferðar. Könnun sem Siðmennt gerði á lífsskoðunum og trú Íslendinga í nóvember 2015 leiddi í ljós mikinn stuðning við líknandi dauða þegar sjúklingur væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir því að slíkir einstaklingar gætu fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt. Þegar Íslendingar verða tilbúnir að stíga það skref að lögleiða dánaraðstoð yrði auðvitað hægt að setja ströng skilyrði. Á málþing um dánaraðstoð sem haldið var síðastliðið haust komu sérfræðingar frá Belgíu og Hollandi. Þar hefur dánaraðstoð verið heimil frá 2002. Skilaboð þeirra til Íslendinga voru þau að ræða málefnið á opinskáan hátt og horfa til reynslu þjóða sinna, eins og nú virðist ætla að verða raunin. „Þetta snýst ekki um að enda líf, þetta snýst um að enda þjáningar,“ sagði einn sérfræðinganna. Ákvörðun um slíkt hlýtur að vera best komin í höndum sjúklingsins sjálfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dánaraðstoð Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í asanum sem jafnan fylgir þinglokum eru ýmis mikilvæg mál afgreidd sem ekki fá mikla athygli. Dæmi um slíkt er gerð skýrslu um dánaraðstoð sem er afar viðkvæmt mál enda álitaefnin margvísleg. Slík skýrsla yrði mikilvægt fyrsta skref í átt að opinni og upplýstri umræðu sem vonandi mun eiga sér stað í kjölfarið. Hvort sem fólk er hlynnt eða andvígt því að dánaraðstoð verði lögleidd hljóta langflestir að vera sammála um það að upplýsingaöflun leiði til betri og dýpri umræðu. Þess vegna var athyglisvert að sjá að allir átta þingmenn Miðflokksins sem voru viðstaddir, auk tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins, völdu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. 39 þingmenn sýndu hins vegar þá víðsýni að samþykkja tillöguna án þess að í því fælist endilega endanleg afstaða til málsins. Þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd var það gert að undangenginni mikilli umræðu í viðkomandi löndum. Hér á landi hefur verið vaxandi umræða um dánaraðstoð og fyrir rúmum tveimur árum var félagið Lífsvirðing stofnað. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu og fræðslu um málefnið en einnig að hér verði sett löggjöf um dánaraðstoð. Í skýrslunni verða meðal annars teknar saman upplýsingar um dánaraðstoð og þróun lagarammans í þeim löndum þar sem hún er leyfð. Þá er að finna tillögu um að gerð verði könnun á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til málefnisins. Samkvæmt íslenskum lögum eiga dauðvona sjúklingar rétt á því að deyja með reisn. Það getur falið í sér óskir um að hætta meðferð sem lengir líf viðkomandi eða tilraunum til endurlífgunar. Mörkin milli þess og heimildar læknis til að binda enda á líf einstaklings sem haldinn er ólæknandi sjúkdómi og vill ekki lifa lengur sökum þjáninga eru kannski ekki mjög skýr. Í Belgíu, þar sem löggjöf um dánaraðstoð þykir sú frjálslyndasta í heimi, er raunar litið á dánaraðstoð sem hluta líknandi meðferðar. Könnun sem Siðmennt gerði á lífsskoðunum og trú Íslendinga í nóvember 2015 leiddi í ljós mikinn stuðning við líknandi dauða þegar sjúklingur væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir því að slíkir einstaklingar gætu fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt. Þegar Íslendingar verða tilbúnir að stíga það skref að lögleiða dánaraðstoð yrði auðvitað hægt að setja ströng skilyrði. Á málþing um dánaraðstoð sem haldið var síðastliðið haust komu sérfræðingar frá Belgíu og Hollandi. Þar hefur dánaraðstoð verið heimil frá 2002. Skilaboð þeirra til Íslendinga voru þau að ræða málefnið á opinskáan hátt og horfa til reynslu þjóða sinna, eins og nú virðist ætla að verða raunin. „Þetta snýst ekki um að enda líf, þetta snýst um að enda þjáningar,“ sagði einn sérfræðinganna. Ákvörðun um slíkt hlýtur að vera best komin í höndum sjúklingsins sjálfs.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun