Náðu myndbandi af hinum dularfulla risasmokkfiski Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2019 08:30 Skjáskot úr myndbandinu sem bandarísku vísindamennirnir náðu. Bandarískum vísindamönnum tókst á dögunum að ná myndbandi af einni dularfyllstu skepnu undirdjúpanna, risasmokkfiski. Risasmokkfiskur er stærsta djúpsjávardýrið og er talið að risasmokkfiskar verði venjulega 6 til 13 metrar á lengd og frá 50 kílóum og allt upp í 300 kíló að þyngd, að því er fram kemur á Vísindavefnum. Fjallað er um nýja myndbandið sem náðist af dýrinu á vef Washington Post. Myndbandið var tekið á 759 metra dýpi í Mexíkóflóa og er fyrsta myndbandið af lifandi risasmokkfiski sem næst í bandarískri lögsögu. Myndbandið var tekið í leiðangri 23 vísindamanna sem voru að rannsaka hvaða áhrif það hefur á skepnur að lifa í sjónum á um 1000 metra dýpi í algjöru myrkri. Talið er að risasmokkfiskurinn sem vísindamennirnir náðu að mynda sé að minnsta kosti þrír metrar á lengd. Það voru japanskir vísindamenn sem náðu fyrstu myndunum af lifandi risasmokkfiski í undirdjúpunum árið 2004. Þá náðu þeir einnig fyrstu sýnunum úr lifandi dýri af þessari tegund en að öðru leyti er þekking vísindamanna á risasmokkfisknum nær eingöngu bundin við þau hræ af dauðum dýrum sem skolað hefur á land í gegnum tíðina. Vegna þess hversu lítið er vitað um þessa dýrategund hafa margir þjóðsögur spunnist um risasmokkfiskinn og stærð hans og því meðal annars haldið fram að í undirdjúpunum lifi dýr sem sé allt að 20 metrar á lengd að því er segir í grein á Vísindavefnum. Sem dæmi um þjóðsögu sem talið er að megi rekja til risasmokkfisksins er sagan af sæskrímslinu Kraken, eða Krakanum, á Norðurlöndum. Bandaríkin Dýr Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Bandarískum vísindamönnum tókst á dögunum að ná myndbandi af einni dularfyllstu skepnu undirdjúpanna, risasmokkfiski. Risasmokkfiskur er stærsta djúpsjávardýrið og er talið að risasmokkfiskar verði venjulega 6 til 13 metrar á lengd og frá 50 kílóum og allt upp í 300 kíló að þyngd, að því er fram kemur á Vísindavefnum. Fjallað er um nýja myndbandið sem náðist af dýrinu á vef Washington Post. Myndbandið var tekið á 759 metra dýpi í Mexíkóflóa og er fyrsta myndbandið af lifandi risasmokkfiski sem næst í bandarískri lögsögu. Myndbandið var tekið í leiðangri 23 vísindamanna sem voru að rannsaka hvaða áhrif það hefur á skepnur að lifa í sjónum á um 1000 metra dýpi í algjöru myrkri. Talið er að risasmokkfiskurinn sem vísindamennirnir náðu að mynda sé að minnsta kosti þrír metrar á lengd. Það voru japanskir vísindamenn sem náðu fyrstu myndunum af lifandi risasmokkfiski í undirdjúpunum árið 2004. Þá náðu þeir einnig fyrstu sýnunum úr lifandi dýri af þessari tegund en að öðru leyti er þekking vísindamanna á risasmokkfisknum nær eingöngu bundin við þau hræ af dauðum dýrum sem skolað hefur á land í gegnum tíðina. Vegna þess hversu lítið er vitað um þessa dýrategund hafa margir þjóðsögur spunnist um risasmokkfiskinn og stærð hans og því meðal annars haldið fram að í undirdjúpunum lifi dýr sem sé allt að 20 metrar á lengd að því er segir í grein á Vísindavefnum. Sem dæmi um þjóðsögu sem talið er að megi rekja til risasmokkfisksins er sagan af sæskrímslinu Kraken, eða Krakanum, á Norðurlöndum.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira