24 Íslendingar neitað að þiggja fálkaorðuna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. júní 2019 07:00 Sextán einstaklingar voru heiðraðir með fálkaorðu 17. júní síðastliðinn. Oft gera menn það af stjórnmálaástæðum, sem þekkt er,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Síðastliðin þrjátíu ár hefur forseti Íslands sæmt um 900 íslenska ríkisborgara heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Tuttugu og fjórir einstaklingar hafa hafnað orðunni á því tímabili. Sextán einstaklingar voru sæmdir fálkaorðunni síðastliðinn mánudag, þjóðarhátíðardaginn 17. júní, en sem kunnugt er má sæma innlenda og erlenda einstaklinga orðunni fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi. Um er að ræða æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir mönnum. Athygli vekur því að á þriðja tug einstaklinga hafi neitað að taka við orðunni. Örnólfur segir aðspurður að það sé virkilega sjaldgæft en sögulega oft gert af stjórnmálaástæðum.Örnólfur Thorsson forsetaritari. Fréttablaðið/GVA„Jafnaðarmenn voru lengi með það á sinni stefnuskrá að hafna þessu. Þess vegna þiggja jafnaðarmenn í Svíþjóð til dæmis ekki orður.“ Aðspurður kveðst Örnólfur, sem einnig er orðuritari orðunefndar, ekki geta veitt Fréttablaðinu upplýsingar um hverjir það séu sem síðastliðna áratugi hafi hafnað að veita orðunni viðtöku. „Slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir og ég er ekki reiðubúinn að veita þær. Þetta er einkamál hvers og eins og þetta varðar persónuvernd fólks.“ Aðspurður hvort dæmi séu um að fólk hafi hafnað fálkaorðu nýverið segir Örnólfur, sem hefur verið viðloðandi orðunefndina frá 2005, mjög lítið um það og raunar afar sjaldgæft. Aðspurður hvenær mest hafi verið um að menn höfnuðu fálkaorðu kveðst hann ekki hafa þær upplýsingar. „Allavega ekki á síðustu 10-15 árum.“ Stofnað var til fálkaorðunnar árið 1921 þegar Kristján konungur X. og Alexandrine drottning heimsóttu Ísland. Sumarið 1921 var gefið út konungsbréf um stofnun hinnar íslensku fálkaorðu, undirritað í Reykjavík 3. júlí það ár. Fálkinn vísar til þess að fálkar voru taldir glæsileg gjöf til tignarmanna á fyrri öldum og voru lengi útflutningsvara frá Íslandi, auk þess sem fálki var uppistaðan í skjaldarmerki Íslands á árunum 1903-1919, samkvæmt upplýsingum af vef forsetaembættisins.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Forseti Íslands Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Oft gera menn það af stjórnmálaástæðum, sem þekkt er,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Síðastliðin þrjátíu ár hefur forseti Íslands sæmt um 900 íslenska ríkisborgara heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Tuttugu og fjórir einstaklingar hafa hafnað orðunni á því tímabili. Sextán einstaklingar voru sæmdir fálkaorðunni síðastliðinn mánudag, þjóðarhátíðardaginn 17. júní, en sem kunnugt er má sæma innlenda og erlenda einstaklinga orðunni fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi. Um er að ræða æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir mönnum. Athygli vekur því að á þriðja tug einstaklinga hafi neitað að taka við orðunni. Örnólfur segir aðspurður að það sé virkilega sjaldgæft en sögulega oft gert af stjórnmálaástæðum.Örnólfur Thorsson forsetaritari. Fréttablaðið/GVA„Jafnaðarmenn voru lengi með það á sinni stefnuskrá að hafna þessu. Þess vegna þiggja jafnaðarmenn í Svíþjóð til dæmis ekki orður.“ Aðspurður kveðst Örnólfur, sem einnig er orðuritari orðunefndar, ekki geta veitt Fréttablaðinu upplýsingar um hverjir það séu sem síðastliðna áratugi hafi hafnað að veita orðunni viðtöku. „Slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir og ég er ekki reiðubúinn að veita þær. Þetta er einkamál hvers og eins og þetta varðar persónuvernd fólks.“ Aðspurður hvort dæmi séu um að fólk hafi hafnað fálkaorðu nýverið segir Örnólfur, sem hefur verið viðloðandi orðunefndina frá 2005, mjög lítið um það og raunar afar sjaldgæft. Aðspurður hvenær mest hafi verið um að menn höfnuðu fálkaorðu kveðst hann ekki hafa þær upplýsingar. „Allavega ekki á síðustu 10-15 árum.“ Stofnað var til fálkaorðunnar árið 1921 þegar Kristján konungur X. og Alexandrine drottning heimsóttu Ísland. Sumarið 1921 var gefið út konungsbréf um stofnun hinnar íslensku fálkaorðu, undirritað í Reykjavík 3. júlí það ár. Fálkinn vísar til þess að fálkar voru taldir glæsileg gjöf til tignarmanna á fyrri öldum og voru lengi útflutningsvara frá Íslandi, auk þess sem fálki var uppistaðan í skjaldarmerki Íslands á árunum 1903-1919, samkvæmt upplýsingum af vef forsetaembættisins.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Forseti Íslands Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira