Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2019 12:52 Jón Steinar hefur gagnrýnt störf Hæstaréttar í ræðu og riti. Hæstiréttur hefur nú samþykkt að veita Lögmannafélaginu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sínu gegn Jóni Steinari. „Ég nýt minni réttinda en aðrir Íslendingar. Það er bara þannig,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari í samtali við Vísi. Í gær var samþykkti sérstakur dómstóll Hæstaréttar, skipaður þeim Haraldi Henryssyni fyrrverandi hæstaréttardómari, Ásu Ólafsdóttur prófessor og Eggerti Óskarssyni fyrrverandi héraðsdómari, áfrýjunarleyfi til Lögmannafélagsins í máli þess gegn Jóni Steinari.Jón Steinar afar ósátturMálið er sérstætt en það byggist á því að Lögmannafélag Íslands áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Þessu vildi Jón Steinar ekki una, taldi áminninguna utan allrar lögsögu og kærði félagið á móti. Jón Steinar vann málið fyrir Landsrétti en Lögmannafélagið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Jón Steinar er ósáttur og telur þetta galið; forsendurnar sem birtar eru með þessa þeirri ákvörðun segi sína söguna. „Þær eru ekki tækar sem lögfræðilegar forsendur.“Berglind Svavarsdóttir formaður félagsins hefur sagt að málið snúist um stöðu félagsins en ekki að það beinist persónulega gegn heiðursfélaganum Jóni Steinari.Oftast er slíkum óskum synjað en ekki núna. „Þeim þykir þetta svona mikilvægt fyrir íslenskt samfélag og réttarfar í landinu,“ segir Jón Steinar háðskur en áskilið er að mál sem fá slíkt samþykki hafi almenna þýðingu. Sem Jón segir að merki að málin hafi almenna þýðingu fyrir alþýðu manna. Þetta sé hins vegar þannig vaxið að ef það teljist hafa almenna þýðingu þá beri nú eiginlega að samþykkja allar óskir um áfrýjun. Segir hæstaréttardómara bera til sín þungan hug Vart ætti að þurfa að hafa um það mörg orð að Jón Steinar hefur verið ötull við að gagnrýna störf Hæstaréttar bæði í bókum sem hann hefur sent frá sér sem og í greinarskrifum. Því töldust sitjandi hæstaréttardómarar vanhæfir og var skipaður sérstakur dómsstóll til að taka afstöðu til óska Lögmannafélagsins. Jón telur einsýnt að þremenningarnar sé með þessari ákvörðun, sem hann telur fráleita, að sýna kerfinu hollustu sína. Jón Steinar telur plágu í samfélaginu að öll rökstudd gagnrýni sé afgreidd sem persónulegar árásir. „Rétturinn hefur sýnt sig í því að bera mjög þungan hug til mín þó ég hafi bara verið að gagnrýna starfsemi réttarins eins og þarf að gera í öllum réttarríkjum. En það er lagður á mig einhver haturshugur fyrir það. Þá sjaldan þeir fá tækifæri til að gera mér eitthvað til miska er vaðið í það.“ Dómstólar Tengdar fréttir Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Berglind Svavarsdóttir segir áfrýjunarbeiðnina snúast um stöðu félagsins. 16. apríl 2019 10:28 Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég nýt minni réttinda en aðrir Íslendingar. Það er bara þannig,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari í samtali við Vísi. Í gær var samþykkti sérstakur dómstóll Hæstaréttar, skipaður þeim Haraldi Henryssyni fyrrverandi hæstaréttardómari, Ásu Ólafsdóttur prófessor og Eggerti Óskarssyni fyrrverandi héraðsdómari, áfrýjunarleyfi til Lögmannafélagsins í máli þess gegn Jóni Steinari.Jón Steinar afar ósátturMálið er sérstætt en það byggist á því að Lögmannafélag Íslands áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Þessu vildi Jón Steinar ekki una, taldi áminninguna utan allrar lögsögu og kærði félagið á móti. Jón Steinar vann málið fyrir Landsrétti en Lögmannafélagið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Jón Steinar er ósáttur og telur þetta galið; forsendurnar sem birtar eru með þessa þeirri ákvörðun segi sína söguna. „Þær eru ekki tækar sem lögfræðilegar forsendur.“Berglind Svavarsdóttir formaður félagsins hefur sagt að málið snúist um stöðu félagsins en ekki að það beinist persónulega gegn heiðursfélaganum Jóni Steinari.Oftast er slíkum óskum synjað en ekki núna. „Þeim þykir þetta svona mikilvægt fyrir íslenskt samfélag og réttarfar í landinu,“ segir Jón Steinar háðskur en áskilið er að mál sem fá slíkt samþykki hafi almenna þýðingu. Sem Jón segir að merki að málin hafi almenna þýðingu fyrir alþýðu manna. Þetta sé hins vegar þannig vaxið að ef það teljist hafa almenna þýðingu þá beri nú eiginlega að samþykkja allar óskir um áfrýjun. Segir hæstaréttardómara bera til sín þungan hug Vart ætti að þurfa að hafa um það mörg orð að Jón Steinar hefur verið ötull við að gagnrýna störf Hæstaréttar bæði í bókum sem hann hefur sent frá sér sem og í greinarskrifum. Því töldust sitjandi hæstaréttardómarar vanhæfir og var skipaður sérstakur dómsstóll til að taka afstöðu til óska Lögmannafélagsins. Jón telur einsýnt að þremenningarnar sé með þessari ákvörðun, sem hann telur fráleita, að sýna kerfinu hollustu sína. Jón Steinar telur plágu í samfélaginu að öll rökstudd gagnrýni sé afgreidd sem persónulegar árásir. „Rétturinn hefur sýnt sig í því að bera mjög þungan hug til mín þó ég hafi bara verið að gagnrýna starfsemi réttarins eins og þarf að gera í öllum réttarríkjum. En það er lagður á mig einhver haturshugur fyrir það. Þá sjaldan þeir fá tækifæri til að gera mér eitthvað til miska er vaðið í það.“
Dómstólar Tengdar fréttir Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Berglind Svavarsdóttir segir áfrýjunarbeiðnina snúast um stöðu félagsins. 16. apríl 2019 10:28 Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Berglind Svavarsdóttir segir áfrýjunarbeiðnina snúast um stöðu félagsins. 16. apríl 2019 10:28
Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53
Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50