Kolbrún segir ekki hægt að þvinga Vigdísi í rannsóknarferli Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2019 08:50 Kolbrún telur rannsókn sem boðað hefur verið til vegna meints eineltis Vigdísar tæplega standast sé litið til jafnræðis. visir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, furðar sig á hinni boðuðu rannsókn borgaryfirvalda á meintu einelti Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Vísir greindi frá málinu í gær, að ákveðið hafi verið að efna til viðamikillar rannsóknar á meintu einelti Vigdísar gegn Helgu Björg Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Í kjölfarið var sagt frá því að Vigdís vildi fara dómsstólaleið með málið. Kolbrún hefur fullan skilning á því. Hún segist vera að hugsa um jafnræði. „Í þessu tilfelli gengur vinnsla vegna kvörtunar starfsmanns yfir kjörnum fulltrúa ekki upp þar sem staða aðila er ólík og byggir á ólíkum grunni. Kjörinn fulltrúi hefur ekki ráðningarsamband við borgina enda kjörinn af borgarbúum. Kjörinn fulltrúi hefur því hvorki aðgang að sálfræðingum, mannauðsráðgjöfum né lögfræðingum borgarinnar en það hefur starfsmaðurinn enda ráðinn með öll tilheyrandi réttindi sem opinber starfsmaður. Kjörinn fulltrúa er hvorki hægt að reka né áminna,“ segir Kolbrún. Þá bendir hún á, þess utan, að ekki sé hægt að þvinga nokkurn mann, kjörinn fulltrúa eða starfsmann að taka þátt í rannsóknarferli eins og þessu ef hann ekki vill það. „Þess vegna er það einfaldlega þannig að telji starfsmaður eða hver annar að kjörinn fulltrúi hafi brotið á sér þá er bara ein leið fær og það er dómstólaleiðin.“ Vigdís var í Bítinu í morgun og ræddi þá þetta mál frekar, eins og það horfir við henni. Þar segist hún ekki vera gerandi í eineltismálinu heldur miklu fremur fórnarlamb. Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, furðar sig á hinni boðuðu rannsókn borgaryfirvalda á meintu einelti Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Vísir greindi frá málinu í gær, að ákveðið hafi verið að efna til viðamikillar rannsóknar á meintu einelti Vigdísar gegn Helgu Björg Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Í kjölfarið var sagt frá því að Vigdís vildi fara dómsstólaleið með málið. Kolbrún hefur fullan skilning á því. Hún segist vera að hugsa um jafnræði. „Í þessu tilfelli gengur vinnsla vegna kvörtunar starfsmanns yfir kjörnum fulltrúa ekki upp þar sem staða aðila er ólík og byggir á ólíkum grunni. Kjörinn fulltrúi hefur ekki ráðningarsamband við borgina enda kjörinn af borgarbúum. Kjörinn fulltrúi hefur því hvorki aðgang að sálfræðingum, mannauðsráðgjöfum né lögfræðingum borgarinnar en það hefur starfsmaðurinn enda ráðinn með öll tilheyrandi réttindi sem opinber starfsmaður. Kjörinn fulltrúa er hvorki hægt að reka né áminna,“ segir Kolbrún. Þá bendir hún á, þess utan, að ekki sé hægt að þvinga nokkurn mann, kjörinn fulltrúa eða starfsmann að taka þátt í rannsóknarferli eins og þessu ef hann ekki vill það. „Þess vegna er það einfaldlega þannig að telji starfsmaður eða hver annar að kjörinn fulltrúi hafi brotið á sér þá er bara ein leið fær og það er dómstólaleiðin.“ Vigdís var í Bítinu í morgun og ræddi þá þetta mál frekar, eins og það horfir við henni. Þar segist hún ekki vera gerandi í eineltismálinu heldur miklu fremur fórnarlamb.
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00
Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31