Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2019 21:37 "Betsy's Biscuit Bomber“ ekið inn á flugstæðið í kvöld. Fyrir aftan sést í Pál Sveinsson. Vísir/KMU. Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Laust upp úr klukkan átta í kvöld lenti C-47 þristurinn „Betsy's Biscuit Bomber“ og var honum lagt norðan við Loftleiðahótelið, skammt frá íslenska þristinum Páli Sveinssyni. Þetta er fimmti þristurinn sem millilendir í Reykjavík á bakaleiðinni frá Evrópu til Ameríku en sá fyrsti kom á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í morgun mátti sjá tvo þrista ásamt Páli Sveinssyni á flugvellinum en þeir bandarísku héldu áfram för vestur um haf í hádeginu.Þessi flugvél er 75 ára gömul, var smíðuð árið 1944.Vísir/KMU.Alls er von á fimmtán þristum í gegnum Reykjavík þannig að enn eru tíu ókomnir. Engar staðfestar tímasetningar eru um komu þeirra. Norðlendingar fá líka sína flugveislu um helgina því áformað er að Páli Sveinssyni verði flogið norður til Akureyrar á morgun, föstudag, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Þar mun hann taka þátt í hinum árlega flugdegi Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli á laugardag.Frá Akureyrarflugvelli. Árlegur flugdagur verður þar á laugardag.vísir/pjeturÁ sýningunni verður boðið upp á hópflug, listflug, flugbardaga, þyrluflug og flug Boeingþotu frá Icelandair. Landhelgisgæslan verður með öfluga sýningu og ýmsar minni flugvélar og einnig elsta flughæfa flugvél landsins munu fljúga, að því er segir í tilkynningu Flugsafnsins. Dagskráin hefst klukkan 13. Í upphafi munu flugmódelsmiðir fljúga fjarstýrðum flugvélum. Þær verða síðan til sýnis í Flugsafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr fyrri umferð þristaveislunnar í Reykjavík í síðasta mánuði: Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. 28. maí 2019 20:45 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Sjá meira
Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Laust upp úr klukkan átta í kvöld lenti C-47 þristurinn „Betsy's Biscuit Bomber“ og var honum lagt norðan við Loftleiðahótelið, skammt frá íslenska þristinum Páli Sveinssyni. Þetta er fimmti þristurinn sem millilendir í Reykjavík á bakaleiðinni frá Evrópu til Ameríku en sá fyrsti kom á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í morgun mátti sjá tvo þrista ásamt Páli Sveinssyni á flugvellinum en þeir bandarísku héldu áfram för vestur um haf í hádeginu.Þessi flugvél er 75 ára gömul, var smíðuð árið 1944.Vísir/KMU.Alls er von á fimmtán þristum í gegnum Reykjavík þannig að enn eru tíu ókomnir. Engar staðfestar tímasetningar eru um komu þeirra. Norðlendingar fá líka sína flugveislu um helgina því áformað er að Páli Sveinssyni verði flogið norður til Akureyrar á morgun, föstudag, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Þar mun hann taka þátt í hinum árlega flugdegi Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli á laugardag.Frá Akureyrarflugvelli. Árlegur flugdagur verður þar á laugardag.vísir/pjeturÁ sýningunni verður boðið upp á hópflug, listflug, flugbardaga, þyrluflug og flug Boeingþotu frá Icelandair. Landhelgisgæslan verður með öfluga sýningu og ýmsar minni flugvélar og einnig elsta flughæfa flugvél landsins munu fljúga, að því er segir í tilkynningu Flugsafnsins. Dagskráin hefst klukkan 13. Í upphafi munu flugmódelsmiðir fljúga fjarstýrðum flugvélum. Þær verða síðan til sýnis í Flugsafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr fyrri umferð þristaveislunnar í Reykjavík í síðasta mánuði:
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. 28. maí 2019 20:45 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15
Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. 28. maí 2019 20:45