Hildigunnur búin að semja við Leverkusen Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júní 2019 07:30 Hildigunnur Einarsdóttir fréttablaðið Hildigunnur Einarsdóttir samdi á dögunum við Bayer 04 Leverkusen í Þýskalandi og verður því ekkert úr því að hún komi heim í Olís-deild kvenna fyrir næsta tímabil. Þetta staðfesti Hildigunnur í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún hefur leikið erlendis undanfarin sjö ár, nú síðast með Dortmund í Þýskalandi. Leverkusen er sigursælasta liðið í þýskum kvennahandbolta með átta meistaratitla en uppskeran síðustu ár hefur verið rýr. Félagið var um árabil í fremstu röð en uppskeran eftir aldamót eru tveir bikarmeistaratitlar. Á nýafstaðinni leiktíð lenti Leverkusen í fimmta sæti, tveimur sætum fyrir ofan Dortmund. Hildigunnur fór fyrst út í atvinnumennsku þegar hún samdi við Tertnes í Noregi fyrir sjö árum. Hildigunnur hefur einnig leikið með Heid í Svíþjóð, Hypo í Austurríki þar sem hún vann tvöfalt og í Þýskalandi hefur hún leikið með Leipzig og Dortmund. Hún hefur gælt við það að koma heim undanfarin tvö ár en líkt og síðasta sumar bauðst henni spennandi tækifæri með Leverkusen þar sem hún skrifaði undir tveggja ára samning. „Það var gengið frá þessu áður en ég kom heim í frí til Íslands og þetta er bara virkilega spennandi. Þetta er stutt frá Dortmund þannig að flutningarnir gengu snöggt fyrir sig,“ segir Hildigunnur sem var búin að heyra í nokkrum íslenskum liðum. „Það voru nokkur lið á Íslandi sem höfðu samband og hófu viðræður en ég setti það allt saman til hliðar þegar Leverkusen hafði samband,“ segir Hildigunnur í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjá meira
Hildigunnur Einarsdóttir samdi á dögunum við Bayer 04 Leverkusen í Þýskalandi og verður því ekkert úr því að hún komi heim í Olís-deild kvenna fyrir næsta tímabil. Þetta staðfesti Hildigunnur í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún hefur leikið erlendis undanfarin sjö ár, nú síðast með Dortmund í Þýskalandi. Leverkusen er sigursælasta liðið í þýskum kvennahandbolta með átta meistaratitla en uppskeran síðustu ár hefur verið rýr. Félagið var um árabil í fremstu röð en uppskeran eftir aldamót eru tveir bikarmeistaratitlar. Á nýafstaðinni leiktíð lenti Leverkusen í fimmta sæti, tveimur sætum fyrir ofan Dortmund. Hildigunnur fór fyrst út í atvinnumennsku þegar hún samdi við Tertnes í Noregi fyrir sjö árum. Hildigunnur hefur einnig leikið með Heid í Svíþjóð, Hypo í Austurríki þar sem hún vann tvöfalt og í Þýskalandi hefur hún leikið með Leipzig og Dortmund. Hún hefur gælt við það að koma heim undanfarin tvö ár en líkt og síðasta sumar bauðst henni spennandi tækifæri með Leverkusen þar sem hún skrifaði undir tveggja ára samning. „Það var gengið frá þessu áður en ég kom heim í frí til Íslands og þetta er bara virkilega spennandi. Þetta er stutt frá Dortmund þannig að flutningarnir gengu snöggt fyrir sig,“ segir Hildigunnur sem var búin að heyra í nokkrum íslenskum liðum. „Það voru nokkur lið á Íslandi sem höfðu samband og hófu viðræður en ég setti það allt saman til hliðar þegar Leverkusen hafði samband,“ segir Hildigunnur í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjá meira