Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 17:35 Jeremy Hunt tók á móti Donald Trump í opinberri heimsókn þess síðarnefnd á Bretlandi í byrjun júní. Vísir/EPA Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands og annað leiðtogaefna Íhaldsflokksins, segir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um breskan sendiherra og Theresu May forsætisráðherra dónaleg og röng gagnvart Bretlandi. Hvetur hann bandaríska forsetann til að sýna virðingu. Trump hefur látið dæluna ganga um Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, á Twitter í dag og í gær eftir að breska blaðið Daily Mail birti frétt upp úr diplómataskjölum sem var lekið. Í þeim lýsti Darroch Bandaríkjaforseta sem „vanhæfum“ og ríkisstjórn hans sem „óstarfhæfri“. Kallaði Trump sendiherrann meðal annars „mjög heimskan gaur“ og „oflátungslegt flón“ í röð tísta í dag. Af einhverjum ástæðum beindi Trump reiði sinni einnig að May forsætisráðherra og fann frammistöðu hennar í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu flest til foráttu. Hunt svaraði Trump á Twitter nú síðdegis. Þar sem vinir töluðu af hreinskilni ætlaði hann sér að gera það einnig. „Þessi ummæli eru dónaleg og röng gagnvart forsætisráðherra okkar og landinu mínu. Dipómatar þínir gefa [Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna] persónulegar skoðanir sínar og það gera okkar líka!“ tísti Hunt.1/2 @realDonaldTrump friends speak frankly so I will: these comments are disrespectful and wrong to our Prime Minister and my country. Your diplomats give their private opinions to @SecPompeo and so do ours! You said the UK/US alliance was the greatest in history and I agree... https://t.co/hNeBWmyyVN— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019 Í tísti Trump sakaði hann May um að hafa hunsað ráð hans um hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið um Brexit og varið eigin „fíflalegu leið“ sem hafi verið „hörmung!“. Hunt tísti til Trump þeir væru sammála honum um að bandalag Bandaríkjanna og Bretlands væri það besta í sögunni. „En bandamenn verða að koma fram við hvor annan af virðingu eins og Theresa May hefur alltaf gert við þig,“ sagði utanríkisráðherrann. Hét hann því ennfremur að nái hann kjöri sem leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra Bretlands ætli hann að halda Darroch sem sendiherra við Bandaríkin. Hunt er þó talinn ólíklegur til að sigra Boris Johnson í leiðtogakjörinu sem Trump hefur þegar lýst stuðningi við.2/2...but allies need to treat each other with respect as @theresa_may has always done with you. Ambassadors are appointed by the UK government and if I become PM our Ambassador stays.— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019 Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands og annað leiðtogaefna Íhaldsflokksins, segir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um breskan sendiherra og Theresu May forsætisráðherra dónaleg og röng gagnvart Bretlandi. Hvetur hann bandaríska forsetann til að sýna virðingu. Trump hefur látið dæluna ganga um Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, á Twitter í dag og í gær eftir að breska blaðið Daily Mail birti frétt upp úr diplómataskjölum sem var lekið. Í þeim lýsti Darroch Bandaríkjaforseta sem „vanhæfum“ og ríkisstjórn hans sem „óstarfhæfri“. Kallaði Trump sendiherrann meðal annars „mjög heimskan gaur“ og „oflátungslegt flón“ í röð tísta í dag. Af einhverjum ástæðum beindi Trump reiði sinni einnig að May forsætisráðherra og fann frammistöðu hennar í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu flest til foráttu. Hunt svaraði Trump á Twitter nú síðdegis. Þar sem vinir töluðu af hreinskilni ætlaði hann sér að gera það einnig. „Þessi ummæli eru dónaleg og röng gagnvart forsætisráðherra okkar og landinu mínu. Dipómatar þínir gefa [Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna] persónulegar skoðanir sínar og það gera okkar líka!“ tísti Hunt.1/2 @realDonaldTrump friends speak frankly so I will: these comments are disrespectful and wrong to our Prime Minister and my country. Your diplomats give their private opinions to @SecPompeo and so do ours! You said the UK/US alliance was the greatest in history and I agree... https://t.co/hNeBWmyyVN— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019 Í tísti Trump sakaði hann May um að hafa hunsað ráð hans um hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið um Brexit og varið eigin „fíflalegu leið“ sem hafi verið „hörmung!“. Hunt tísti til Trump þeir væru sammála honum um að bandalag Bandaríkjanna og Bretlands væri það besta í sögunni. „En bandamenn verða að koma fram við hvor annan af virðingu eins og Theresa May hefur alltaf gert við þig,“ sagði utanríkisráðherrann. Hét hann því ennfremur að nái hann kjöri sem leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra Bretlands ætli hann að halda Darroch sem sendiherra við Bandaríkin. Hunt er þó talinn ólíklegur til að sigra Boris Johnson í leiðtogakjörinu sem Trump hefur þegar lýst stuðningi við.2/2...but allies need to treat each other with respect as @theresa_may has always done with you. Ambassadors are appointed by the UK government and if I become PM our Ambassador stays.— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30
Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10