Ríkisstjórnin féll í kosningum í Grikklandi Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2019 20:49 Kyriakos Mitsotakis, formaður Nýs lýðræðis, ávarpar stuðningsmenn sína þegar ljóst var að sigurinn væri í höfn. Vísir/epa Miðju-hægri flokkurinn Nýtt lýðræði vann sigur í kosningunum í Grikklandi í dag. Flokkurinn lofar skattalækkunum og framförum í atvinnulífinu á komandi kjörtímabili eftir efnahagsörðugleika landsins undanfarin ár. Reuters greinir frá. Þegar 73 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði flokkurinn átta prósentustiga forskot á Syriza flokkinn sem hefur verið við völd frá árinu 2015. Alexis Tsipiras, forsætisráðherra og formaður Syriza, boðaði skyndilega til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í Evróuþingskosningunum í vor. Tspiras viðurkenndi ósigur sinn í viðtali við blaðamenn og sagðist virða vilja grísku þjóðarinnar. Hann segir landið vera á betri stað en þegar hann tók við en hann hafi þurft að taka erfiðar ákvarðanir sem hefðu haft pólitískar afleiðingar. Syriza flokkurinn komst til valda líkt og áður sagði árið 2015. Grikkland var þá á hápunkti efnahagsörðugleika sinna sem höfðu þá staðið yfir í fimm ár. Það hefur reynst erfitt ná stöðugleika í efnahagslífinu undanfarin ár, þá sérstaklega á atvinnumarkaði en atvinnuleysi ungs fólks mælist um fjörutíu prósent í landinu. Kyriakos Mitsotakis, formaður Nýs lýðræðis, segist lofa því að lækka skatta í landinu og auka hagvöxt. Hann vilji að ríkismálin séu skilvirk og heitir því að koma atvinnulífinu í betra ástand í stjórnartíð sinni. Grikkland Tengdar fréttir Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. 7. júlí 2019 08:34 Útgönguspá bendir til þess að stjórnarandstaðan nái völdum í Grikklandi Syriza-flokkurinn hefur verið við völd frá árinu 2015 með Tsipras í broddi fylkingar en Nýi lýðveldisflokkur Kyriakos Mitsotakis vonast nú til þess að ná kjöri og binda enda á stjórnartíð Tsipras. 7. júlí 2019 16:17 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Miðju-hægri flokkurinn Nýtt lýðræði vann sigur í kosningunum í Grikklandi í dag. Flokkurinn lofar skattalækkunum og framförum í atvinnulífinu á komandi kjörtímabili eftir efnahagsörðugleika landsins undanfarin ár. Reuters greinir frá. Þegar 73 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði flokkurinn átta prósentustiga forskot á Syriza flokkinn sem hefur verið við völd frá árinu 2015. Alexis Tsipiras, forsætisráðherra og formaður Syriza, boðaði skyndilega til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í Evróuþingskosningunum í vor. Tspiras viðurkenndi ósigur sinn í viðtali við blaðamenn og sagðist virða vilja grísku þjóðarinnar. Hann segir landið vera á betri stað en þegar hann tók við en hann hafi þurft að taka erfiðar ákvarðanir sem hefðu haft pólitískar afleiðingar. Syriza flokkurinn komst til valda líkt og áður sagði árið 2015. Grikkland var þá á hápunkti efnahagsörðugleika sinna sem höfðu þá staðið yfir í fimm ár. Það hefur reynst erfitt ná stöðugleika í efnahagslífinu undanfarin ár, þá sérstaklega á atvinnumarkaði en atvinnuleysi ungs fólks mælist um fjörutíu prósent í landinu. Kyriakos Mitsotakis, formaður Nýs lýðræðis, segist lofa því að lækka skatta í landinu og auka hagvöxt. Hann vilji að ríkismálin séu skilvirk og heitir því að koma atvinnulífinu í betra ástand í stjórnartíð sinni.
Grikkland Tengdar fréttir Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. 7. júlí 2019 08:34 Útgönguspá bendir til þess að stjórnarandstaðan nái völdum í Grikklandi Syriza-flokkurinn hefur verið við völd frá árinu 2015 með Tsipras í broddi fylkingar en Nýi lýðveldisflokkur Kyriakos Mitsotakis vonast nú til þess að ná kjöri og binda enda á stjórnartíð Tsipras. 7. júlí 2019 16:17 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. 7. júlí 2019 08:34
Útgönguspá bendir til þess að stjórnarandstaðan nái völdum í Grikklandi Syriza-flokkurinn hefur verið við völd frá árinu 2015 með Tsipras í broddi fylkingar en Nýi lýðveldisflokkur Kyriakos Mitsotakis vonast nú til þess að ná kjöri og binda enda á stjórnartíð Tsipras. 7. júlí 2019 16:17