Við eigum brjóstin okkar Anna-Bryndís Zingsheim skrifar 7. júlí 2019 11:00 Af hverju má ég ekki? Þessari spurningu velti ég fyrir mér rétt áður en hot yoga tíminn minn byrjar. Því karlmennirnir í kringum mig fara úr bolunum, og ekkert sýnist sjálfsagðara. Í grunninn, þá sé ég enga ástæða af hverju ég mætti ekki heldur láta bringuna mína sjást. Ef við lítum fram hjá menningu, siðferði, og venjum þá er þar engin ástæða. Það er nefnilega þannig, að ég á varla neinn topp né langar mig til að kaupa mér fleiri. Oft gleymi ég toppnum á morgnanna eftir að ég byrja að hjóla í vinnuna, verð síðan að snúa aftur og ná í hann fyrir yoga tímann. Ekkert rosalega mikið vesen, en vesen þó. En það sem er raunverulega á bak við þessari hugsun er allt annað. Það er sagan hvernig ég lærði að elska brjóstin mín. Á unglingsárunum mínum í Þýskalandi átti ég mjög erfitt að samþykkja líkama minn. Og þá sérstaklega þegar það kom að litlu brjóstunum mínum, sem hafa ekki stækkað síðan þá (og hafa svo sem aldrei). Ég eyddi óratíma að leita eftir bestu ráðum við hvernig ég skyldi nú fara að því að stækka blessuðu brjóstin. Hvílík tíma- og orkusóun. Síðan flutti ég til Íslands. Án alls gríns, þá fékk ég í fyrsta skipti á ævinni að sjá heilt úrval af allskonar brjóstum, og það í búningsklefanum í sundi. Einu brjóstin sem ég hafði fengið að sjá áður voru úr bíómyndum, því búningsklefar í Þýskalandi eru einstaklingsklefar. Alls staðar var verið að fela brjóst, því alls staðar annars staðar var verið að gera þau að bönnuðum hlut. Eitthvað sem er kynferðislegt og á einungis heima í svefnherberginu eða í erótískum senum. En brjóst eru hversdagsleg, venjuleg, öðruvísi, stór, lítil, og öll falleg á sinn hátt því þau hafa sinn tilgang. Eftir að ég áttaði mig á því, byrjaði ég að elska brjóstin mín. Og ég verð að segja, það er ótrúleg tilfinning. Ég vildi að allar konur gætu fengið að upplifa þetta.En ég ákveð að ég ætli að gera þetta. Ég ætla að mæta í hot yoga tíma, fara úr bolnum og láta eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þegar tíminn nálgast verð ég hræddari og hræddari. Ekki af því að einhver gæti farið að þræta við mig um að gjöra svo vel og vera ekki svona athyglissjúk. Ekki af því að einhverjum öðrum gæti finnst þetta óþægilegt (fyrirgefið ef brjóstin mín eru svona ógnvekjandi). Það var af því að útkoman úr þessari litlu tilraun minni gæti farið í þveröfuga átt.Því það yrði mögulega sett bann á að koma ber að ofan í salinn, bæði fyrir konur og karla. Til eru fjölmörg dæmi um að róttækar aðgerðir sem þessa hafa haft það í för með sér að hræða andstæðinga enn meira fyrir breytingum (t.a.m. LGBT+ hreyfingar í Brasilíu). En þetta á ekki að vera aðgerð einungis fyrir sjálfan mig, heldur ætti þetta að vera fyrir okkur. Svo ég hætti við. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru til mikilvægari málefni í heiminum, en augun mín táruðust þó þegar ég sat í yoga tímanum í bol, í kringum mennina sem máttu þetta. Einn daginn vonandi, hugsaði ég.Spurningin mikla og mórallinn úr þessari frásögn er einfaldlega: Af hverju mega brjóst kvenna ekki einfaldlega vera mjólkurkirtlar, fita, húð og geirvörtur? Af hverju þurfa brjóst kvenna að vera skilgreind sem kynferðislegir hlutir? Ég, allavega, vil geta ákveðið það sjálf. Takk fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein #FreeTheNipple Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Af hverju má ég ekki? Þessari spurningu velti ég fyrir mér rétt áður en hot yoga tíminn minn byrjar. Því karlmennirnir í kringum mig fara úr bolunum, og ekkert sýnist sjálfsagðara. Í grunninn, þá sé ég enga ástæða af hverju ég mætti ekki heldur láta bringuna mína sjást. Ef við lítum fram hjá menningu, siðferði, og venjum þá er þar engin ástæða. Það er nefnilega þannig, að ég á varla neinn topp né langar mig til að kaupa mér fleiri. Oft gleymi ég toppnum á morgnanna eftir að ég byrja að hjóla í vinnuna, verð síðan að snúa aftur og ná í hann fyrir yoga tímann. Ekkert rosalega mikið vesen, en vesen þó. En það sem er raunverulega á bak við þessari hugsun er allt annað. Það er sagan hvernig ég lærði að elska brjóstin mín. Á unglingsárunum mínum í Þýskalandi átti ég mjög erfitt að samþykkja líkama minn. Og þá sérstaklega þegar það kom að litlu brjóstunum mínum, sem hafa ekki stækkað síðan þá (og hafa svo sem aldrei). Ég eyddi óratíma að leita eftir bestu ráðum við hvernig ég skyldi nú fara að því að stækka blessuðu brjóstin. Hvílík tíma- og orkusóun. Síðan flutti ég til Íslands. Án alls gríns, þá fékk ég í fyrsta skipti á ævinni að sjá heilt úrval af allskonar brjóstum, og það í búningsklefanum í sundi. Einu brjóstin sem ég hafði fengið að sjá áður voru úr bíómyndum, því búningsklefar í Þýskalandi eru einstaklingsklefar. Alls staðar var verið að fela brjóst, því alls staðar annars staðar var verið að gera þau að bönnuðum hlut. Eitthvað sem er kynferðislegt og á einungis heima í svefnherberginu eða í erótískum senum. En brjóst eru hversdagsleg, venjuleg, öðruvísi, stór, lítil, og öll falleg á sinn hátt því þau hafa sinn tilgang. Eftir að ég áttaði mig á því, byrjaði ég að elska brjóstin mín. Og ég verð að segja, það er ótrúleg tilfinning. Ég vildi að allar konur gætu fengið að upplifa þetta.En ég ákveð að ég ætli að gera þetta. Ég ætla að mæta í hot yoga tíma, fara úr bolnum og láta eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þegar tíminn nálgast verð ég hræddari og hræddari. Ekki af því að einhver gæti farið að þræta við mig um að gjöra svo vel og vera ekki svona athyglissjúk. Ekki af því að einhverjum öðrum gæti finnst þetta óþægilegt (fyrirgefið ef brjóstin mín eru svona ógnvekjandi). Það var af því að útkoman úr þessari litlu tilraun minni gæti farið í þveröfuga átt.Því það yrði mögulega sett bann á að koma ber að ofan í salinn, bæði fyrir konur og karla. Til eru fjölmörg dæmi um að róttækar aðgerðir sem þessa hafa haft það í för með sér að hræða andstæðinga enn meira fyrir breytingum (t.a.m. LGBT+ hreyfingar í Brasilíu). En þetta á ekki að vera aðgerð einungis fyrir sjálfan mig, heldur ætti þetta að vera fyrir okkur. Svo ég hætti við. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru til mikilvægari málefni í heiminum, en augun mín táruðust þó þegar ég sat í yoga tímanum í bol, í kringum mennina sem máttu þetta. Einn daginn vonandi, hugsaði ég.Spurningin mikla og mórallinn úr þessari frásögn er einfaldlega: Af hverju mega brjóst kvenna ekki einfaldlega vera mjólkurkirtlar, fita, húð og geirvörtur? Af hverju þurfa brjóst kvenna að vera skilgreind sem kynferðislegir hlutir? Ég, allavega, vil geta ákveðið það sjálf. Takk fyrir.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar