Eldum rétt taldi sig breyta rétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2019 12:15 Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt. fréttablaðið/Stefán Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. Stéttarfélagið Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt og MIV vegna fjögurra rúmenskra verkamanna. Mál Eflingar og verkamannanna gegn Eldum rétt og MIV hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en Eldum rétt er stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrgð, sem gerir fyrirtækið ábyrgt fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Í tilkynningu frá Eflingu segir jafnframt að nokkur fyrirtæki hafi keypt vinnuafl frá Mönnum í vinnu. Lögmannsstofan Réttur hafi að beiðni Eflingar farið fram á að þau ábyrgist kaup og kjör starfsmanna sem Menn í vinnu höfðu brotið á. Öll fyrirtækin hafi gengist við því, nema Eldum rétt sem keypti vinnuafl af starfsmannaleigunni í janúar.Fengu upplýsingar um að allt væri í lagi Kristófer Júlíus Leifsson framkvæmdastjóri Eldum rétt segir að þegar fyrirtækið hafi ráðið starfsfólk frá Mönnum í vinnu hafi Vinnumálastofnun þegar gefið grænt ljós á starfsemi starfsmannaleigunnar. „Það eru þær upplýsingar sem við höfum í höndunum. Að það sé búið að fara í úttekt á þessu fyrirtæki og það sé allt í lagi.“Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Efling segir að því fylgi augljós áhætta að flytja inn vinnuafl í gegnum starfsmannaleigur.Vísir/vilhelmÍ yfirlýsingu sem Eldum rétt sendi frá sér nú skömmu fyrir hádegi segir að ágreiningurinn snúi aðallega að því hvort starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum starfsmanna fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað, einkum vegna húsnæðis síma, líkamsræktar og ferðalaga. Umræddir starfsmenn hafi unnið hjá Eldum rétt í gegnum Menn í vinnu í samtals fjóra daga á tvegja til fjögurra vikna tímabili í janúar og febrúar. Ekki sé deilt um að starfsmennirnir nutu allra lágmarkskjara á þeim tíma. Ábyrgð Eldum rétt nái samkvæmt lögum ekki til þess að greiða fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað fyrir starfsmennina. Vilja axla ábyrgð Kristófer segir að ef starfsmennirnir hafi ekki fengið greidd fyrir fram greidd laun þurfi að sjálfsögðu að fara yfir það. Hann ítrekar hins vegar að starfsmennirnir hafi aðeins unnið hjá fyrirtækinu í fjóra daga en reikningurinn frá Eflingu geri ráð fyrir miklu hærri upphæð en sem því nemur. „Við hörmum það ef það er búið að vera að beita þetta starfsfólk einhvers konar nauðung og við viljum svo sannarlega koma til móts við og ganga frá öllu sem þarf að ganga frá gagnvart þessu fólki, það er enginn vafi á því,“ segir Kristófer. „Við viljum axla ábyrgð og við viljum greiða þessa keðjuábyrgð en við viljum að hún sé greidd á réttum forsendum.“ Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Forkólfum í verkalýðshreyfingunni stefnt vegna ummæla um Menn í vinnu Lögmaður starfsmannaleigunnar segir hin harkalegu ummæli algerlega tilhæfulaus. 28. febrúar 2019 16:45 Margt í starfsháttum starfsmannaleigu kalli á lögreglurannsókn Lögmaður segir margt við starfshætti starfsmannaleigunnar Menn í vinnu kalla á lögreglurannsókn. Meðal annars þurfi að skoða persónulega ábyrgð stjórnenda leigunnar vegna vangoldinna launa. 25. apríl 2019 19:15 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. Stéttarfélagið Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt og MIV vegna fjögurra rúmenskra verkamanna. Mál Eflingar og verkamannanna gegn Eldum rétt og MIV hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en Eldum rétt er stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrgð, sem gerir fyrirtækið ábyrgt fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Í tilkynningu frá Eflingu segir jafnframt að nokkur fyrirtæki hafi keypt vinnuafl frá Mönnum í vinnu. Lögmannsstofan Réttur hafi að beiðni Eflingar farið fram á að þau ábyrgist kaup og kjör starfsmanna sem Menn í vinnu höfðu brotið á. Öll fyrirtækin hafi gengist við því, nema Eldum rétt sem keypti vinnuafl af starfsmannaleigunni í janúar.Fengu upplýsingar um að allt væri í lagi Kristófer Júlíus Leifsson framkvæmdastjóri Eldum rétt segir að þegar fyrirtækið hafi ráðið starfsfólk frá Mönnum í vinnu hafi Vinnumálastofnun þegar gefið grænt ljós á starfsemi starfsmannaleigunnar. „Það eru þær upplýsingar sem við höfum í höndunum. Að það sé búið að fara í úttekt á þessu fyrirtæki og það sé allt í lagi.“Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Efling segir að því fylgi augljós áhætta að flytja inn vinnuafl í gegnum starfsmannaleigur.Vísir/vilhelmÍ yfirlýsingu sem Eldum rétt sendi frá sér nú skömmu fyrir hádegi segir að ágreiningurinn snúi aðallega að því hvort starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum starfsmanna fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað, einkum vegna húsnæðis síma, líkamsræktar og ferðalaga. Umræddir starfsmenn hafi unnið hjá Eldum rétt í gegnum Menn í vinnu í samtals fjóra daga á tvegja til fjögurra vikna tímabili í janúar og febrúar. Ekki sé deilt um að starfsmennirnir nutu allra lágmarkskjara á þeim tíma. Ábyrgð Eldum rétt nái samkvæmt lögum ekki til þess að greiða fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað fyrir starfsmennina. Vilja axla ábyrgð Kristófer segir að ef starfsmennirnir hafi ekki fengið greidd fyrir fram greidd laun þurfi að sjálfsögðu að fara yfir það. Hann ítrekar hins vegar að starfsmennirnir hafi aðeins unnið hjá fyrirtækinu í fjóra daga en reikningurinn frá Eflingu geri ráð fyrir miklu hærri upphæð en sem því nemur. „Við hörmum það ef það er búið að vera að beita þetta starfsfólk einhvers konar nauðung og við viljum svo sannarlega koma til móts við og ganga frá öllu sem þarf að ganga frá gagnvart þessu fólki, það er enginn vafi á því,“ segir Kristófer. „Við viljum axla ábyrgð og við viljum greiða þessa keðjuábyrgð en við viljum að hún sé greidd á réttum forsendum.“
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Forkólfum í verkalýðshreyfingunni stefnt vegna ummæla um Menn í vinnu Lögmaður starfsmannaleigunnar segir hin harkalegu ummæli algerlega tilhæfulaus. 28. febrúar 2019 16:45 Margt í starfsháttum starfsmannaleigu kalli á lögreglurannsókn Lögmaður segir margt við starfshætti starfsmannaleigunnar Menn í vinnu kalla á lögreglurannsókn. Meðal annars þurfi að skoða persónulega ábyrgð stjórnenda leigunnar vegna vangoldinna launa. 25. apríl 2019 19:15 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26
Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14
Forkólfum í verkalýðshreyfingunni stefnt vegna ummæla um Menn í vinnu Lögmaður starfsmannaleigunnar segir hin harkalegu ummæli algerlega tilhæfulaus. 28. febrúar 2019 16:45
Margt í starfsháttum starfsmannaleigu kalli á lögreglurannsókn Lögmaður segir margt við starfshætti starfsmannaleigunnar Menn í vinnu kalla á lögreglurannsókn. Meðal annars þurfi að skoða persónulega ábyrgð stjórnenda leigunnar vegna vangoldinna launa. 25. apríl 2019 19:15