Hefur talað fyrir aukinni hernaðarsamvinnu og sambandsríkinu ESB Eiður Þór Árnason skrifar 2. júlí 2019 22:30 Von der Leyen er náinn bandamaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Vísir/AP Ursula von der Leyen, sem var í dag tilnefnd sem nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð vera ötul talskona nánari Evrópusamvinnu. Hún situr nú sem varnarmálaráðherra Þýskalands og hefur átt sæti í öllum ríkisstjórnum Angelu Merkel Þýskalandskanslara þau rúmu 13 ár sem hún hefur verið við völd. Von der Leyen hefur lengi verið áberandi innan Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, og var á tímabili talin vera mögulegur arftaki Merkel. Von der Leyen fæddist í Brussel og yrði fyrsta konan til að gegna embættinu, verði tilnefning hennar samþykkt á Evrópuþinginu. Hún lærði hagfræði við London School of Economics en skipti síðar yfir í læknisfræði og útskrifaðist sem læknir frá Hannover. Eftir að ljóst varð að Bretland væri á leið út úr Evrópusambandinu, talaði Von der Leyen fyrir því að útgangan gæti verið kjörið tækifæri til að auka hernaðarsamvinnu innan sambandsins. Undir hennar stjórn sem varnarmálaráðherra hafa hernaðarútgjöld Þýskalands aukist og færst nær kröfu Bandaríkjamanna um að aðildarríki NATO verji tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Einnig vakti hún athygli fyrir ummæli sín árið 2011 þegar evrukrísan stóð enn sem hæst. Þá lét Von der Leye hafa eftir sér í viðtali við þýska miðilinn Der Spiegel að hún vildi sjá Evrópusambandsríkin stefna í átt að „Bandaríkjum Evrópu,“ að fyrirmynd sambandsríkja á borð við Sviss, Þýskalands eða Bandaríkjanna. Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Fyrsta konan til að vera tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar ESB Samþykki Evrópuþingið tilnefninguna verður von der Leyen fyrsta konan til þess að gegna embættinu. 2. júlí 2019 18:14 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Ursula von der Leyen, sem var í dag tilnefnd sem nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð vera ötul talskona nánari Evrópusamvinnu. Hún situr nú sem varnarmálaráðherra Þýskalands og hefur átt sæti í öllum ríkisstjórnum Angelu Merkel Þýskalandskanslara þau rúmu 13 ár sem hún hefur verið við völd. Von der Leyen hefur lengi verið áberandi innan Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, og var á tímabili talin vera mögulegur arftaki Merkel. Von der Leyen fæddist í Brussel og yrði fyrsta konan til að gegna embættinu, verði tilnefning hennar samþykkt á Evrópuþinginu. Hún lærði hagfræði við London School of Economics en skipti síðar yfir í læknisfræði og útskrifaðist sem læknir frá Hannover. Eftir að ljóst varð að Bretland væri á leið út úr Evrópusambandinu, talaði Von der Leyen fyrir því að útgangan gæti verið kjörið tækifæri til að auka hernaðarsamvinnu innan sambandsins. Undir hennar stjórn sem varnarmálaráðherra hafa hernaðarútgjöld Þýskalands aukist og færst nær kröfu Bandaríkjamanna um að aðildarríki NATO verji tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Einnig vakti hún athygli fyrir ummæli sín árið 2011 þegar evrukrísan stóð enn sem hæst. Þá lét Von der Leye hafa eftir sér í viðtali við þýska miðilinn Der Spiegel að hún vildi sjá Evrópusambandsríkin stefna í átt að „Bandaríkjum Evrópu,“ að fyrirmynd sambandsríkja á borð við Sviss, Þýskalands eða Bandaríkjanna.
Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Fyrsta konan til að vera tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar ESB Samþykki Evrópuþingið tilnefninguna verður von der Leyen fyrsta konan til þess að gegna embættinu. 2. júlí 2019 18:14 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13
Fyrsta konan til að vera tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar ESB Samþykki Evrópuþingið tilnefninguna verður von der Leyen fyrsta konan til þess að gegna embættinu. 2. júlí 2019 18:14
Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15