Fannst heilbrigðiskerfið vilja hylma yfir mistökin í málinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. júlí 2019 06:15 Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður Börn Guðmundar Más Bjarnasonar upplifðu reiði og vantraust í garð kerfisins eftir andlát föður síns á Landspítalanum. Stöðugur fréttaflutningur af máli hjúkrunarfræðingsins magnaði upp sorgina. Finnst enginn vilja gangast við ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts föður þeirra. Héraðsdómur dæmdi þeim bætur í apríl. „Það var röð mistaka sem leiddi til dauða Guðmundar, eins og oft þegar slys verða. Að mínu viti skipti þar miklu álag og undirmönnun hjá Landspítalanum, sem leiddi til þess að verkferlum var ekki fylgt. Afleiðing þess var andlát föður skjólstæðinga minna,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður systkina sem nýlega voru dæmdar bætur úr hendi ríkisins vegna andláts föður þeirra. Þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á refsiverða háttsemi starfsmanna Landspítalans og bæði spítalinn og hjúkrunarfræðingur sem annaðist manninn hafi verið sýknuð í refsimáli sem höfðað var eftir atvikið, er það niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur að alvarleg mistök hafi verið gerð við umönnun mannsins sem ríkið beri bótaábyrgð á. Systkinin byggðu bótarétt sinn á meginreglu skaðabótaréttarins um vinnuveitendaábyrgð og töldu ríkið bera ábyrgð á alvarlegum mistökum starfsmanna sinna jafnvel þótt ekki liggi fyrir hvaða starfsmanni urðu á mistökin. Þetta eigi við hvort heldur sem mistökin urðu hjá einum starfsmanni eða afleiðing uppsafnaðra mistaka ótilgreindra starfsmanna stefnda; nafnlaus og uppsöfnuð mistök. Í dómi héraðsdóms er fallist á með þeim að ríkið beri bótaábyrgð vegna atviksins. Í forsendum dómsins segir meðal annars að þótt vakt á spítalanum hafi verið fullmönnuð umrætt sinn hafi verið alvanalegt að hjúkrunarfræðingar aðstoðuðu hver annan enda þyrfti stundum tvo til að snúa sjúklingum og rannsóknir kölluðu gjarnan á viðveru tveggja starfsmanna. Staðan gat því verið sú að hjúkrunarfræðingar gætu ekki vakað óslitið yfir sínum sjúklingi. Þegar litið sé til þess að starfsmenn hafi því þurft að reiða sig á eftirlitstæki þegar vikið var frá sjúklingum hafi starfsmenn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að hafa sívakann ekki þannig stilltan að hann gæfi frá sér hljóðmerki. Svo segir: „Dómurinn fellst því á að stefndi beri bótaábyrgð vegna stórfelldra mistaka sem einhverjum starfsmanni Landspítalans urðu á við umönnun föður stefnenda.“ Í dóminum er vikið að sorgarferli barna mannsins og áfalli sem margfaldaðist þegar í ljós kom að andlát föður þeirra orsakaðist af mistökum við umönnun hans. Er því lýst hvernig systkinin hafi upplifað bæði reiði og vantraust í garð heilbrigðiskerfisins vegna atburðarins. Stöðugur fréttaflutningur af málinu hafi magnað sorg þeirra og reiði í garð kerfisins enda hafi þau upplifað framburð heilbrigðisstarfsfólks á þann hátt að verið væri að hylma yfir mistök þess. Enginn hafi verið reiðubúinn að gangast við ábyrgð á mistökunum sem hafi einnig verið þeim mjög þungbært. Voru hverju þeirra dæmdar 1.000.000 kr. í miskabætur auk málskostnaðar. Dómurinn var kveðinn upp í apríl og hefur íslenska ríkið ákveðið að una dóminum og verður honum ekki áfrýjað.vísir/vilhelm Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Börn Guðmundar Más Bjarnasonar upplifðu reiði og vantraust í garð kerfisins eftir andlát föður síns á Landspítalanum. Stöðugur fréttaflutningur af máli hjúkrunarfræðingsins magnaði upp sorgina. Finnst enginn vilja gangast við ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts föður þeirra. Héraðsdómur dæmdi þeim bætur í apríl. „Það var röð mistaka sem leiddi til dauða Guðmundar, eins og oft þegar slys verða. Að mínu viti skipti þar miklu álag og undirmönnun hjá Landspítalanum, sem leiddi til þess að verkferlum var ekki fylgt. Afleiðing þess var andlát föður skjólstæðinga minna,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður systkina sem nýlega voru dæmdar bætur úr hendi ríkisins vegna andláts föður þeirra. Þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á refsiverða háttsemi starfsmanna Landspítalans og bæði spítalinn og hjúkrunarfræðingur sem annaðist manninn hafi verið sýknuð í refsimáli sem höfðað var eftir atvikið, er það niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur að alvarleg mistök hafi verið gerð við umönnun mannsins sem ríkið beri bótaábyrgð á. Systkinin byggðu bótarétt sinn á meginreglu skaðabótaréttarins um vinnuveitendaábyrgð og töldu ríkið bera ábyrgð á alvarlegum mistökum starfsmanna sinna jafnvel þótt ekki liggi fyrir hvaða starfsmanni urðu á mistökin. Þetta eigi við hvort heldur sem mistökin urðu hjá einum starfsmanni eða afleiðing uppsafnaðra mistaka ótilgreindra starfsmanna stefnda; nafnlaus og uppsöfnuð mistök. Í dómi héraðsdóms er fallist á með þeim að ríkið beri bótaábyrgð vegna atviksins. Í forsendum dómsins segir meðal annars að þótt vakt á spítalanum hafi verið fullmönnuð umrætt sinn hafi verið alvanalegt að hjúkrunarfræðingar aðstoðuðu hver annan enda þyrfti stundum tvo til að snúa sjúklingum og rannsóknir kölluðu gjarnan á viðveru tveggja starfsmanna. Staðan gat því verið sú að hjúkrunarfræðingar gætu ekki vakað óslitið yfir sínum sjúklingi. Þegar litið sé til þess að starfsmenn hafi því þurft að reiða sig á eftirlitstæki þegar vikið var frá sjúklingum hafi starfsmenn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að hafa sívakann ekki þannig stilltan að hann gæfi frá sér hljóðmerki. Svo segir: „Dómurinn fellst því á að stefndi beri bótaábyrgð vegna stórfelldra mistaka sem einhverjum starfsmanni Landspítalans urðu á við umönnun föður stefnenda.“ Í dóminum er vikið að sorgarferli barna mannsins og áfalli sem margfaldaðist þegar í ljós kom að andlát föður þeirra orsakaðist af mistökum við umönnun hans. Er því lýst hvernig systkinin hafi upplifað bæði reiði og vantraust í garð heilbrigðiskerfisins vegna atburðarins. Stöðugur fréttaflutningur af málinu hafi magnað sorg þeirra og reiði í garð kerfisins enda hafi þau upplifað framburð heilbrigðisstarfsfólks á þann hátt að verið væri að hylma yfir mistök þess. Enginn hafi verið reiðubúinn að gangast við ábyrgð á mistökunum sem hafi einnig verið þeim mjög þungbært. Voru hverju þeirra dæmdar 1.000.000 kr. í miskabætur auk málskostnaðar. Dómurinn var kveðinn upp í apríl og hefur íslenska ríkið ákveðið að una dóminum og verður honum ekki áfrýjað.vísir/vilhelm
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent