Mikilvægt að skima fyrir kynsjúkdómum í fangelsum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júlí 2019 19:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Til stendur að hefja skimanir fyrir kynsjúkdómum meðal fanga til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma í fangelsum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé með fólki í áhættuhópum. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Í nýjasta tölublaði Farsóttafrétta sem embætti Landlæknir gaf út í dag er vakin athygli á því að tíðni nokkurra kynsjúkdóma hefur aukist nokkuð á liðnum árum. Í fyrra greindust 105 með lekanda samanborið við um 38 fyrir fimm árum. Þá hefur tíðni sárasóttar aukist nokkuð. Tíðni klamyndíu hefur hins vegar dregist lítillega saman og telur sóttvarnarlæknir að það megi mögulega rekja til þess að smokkasjálfsölum var nýverið komið upp í framhaldsskólum. Unnið er nú að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma. Sóttvarnalæknir telur bætt aðgengi að smokkum mikilvægan þátt. „Við erum að horfa til þess að auka útbreðislu á smokkum jafnvel í grunnskólum. Það eru ekki allir sammála því en verkefnið er mjög brýnt held ég," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Einnig þurfi að gæta að því að fólk í áhættuhópum eigi auðvelt aðgengi að smokkum. Þetta eigi til dæmis við innan fangelsa. Þá þurfi að tryggja skimanir hjá átthættuhópum. „Það er í farvatninu að sóttvarnarlæknir muni útbúa leiðbeiningar varðandi skimanir á föngum. Bæði skimanir fyrir kynsjúkdómum og lifrabólgu C til þess að finna þessa sjúkdóma sem fyrst þannig að þeir breiðist ekki út," segir Þórólfur. Annar liður í aðgerðaætluninni er aukin kynfræðsla. „Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að allir þessi kynsjúkdómar eru til komnir vegna þess að fólk gætir ekki að sér í kynlífi, notar ekki smokka og svo framvegis. Þannig að aukin fræðsla er lykilatriði og við höfum nálgast skólana með það og við þurfum einnig að nálgast heilbrigðisstarfsfólk með það," segir Þórólfur. Fangelsismál Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Til stendur að hefja skimanir fyrir kynsjúkdómum meðal fanga til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma í fangelsum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé með fólki í áhættuhópum. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Í nýjasta tölublaði Farsóttafrétta sem embætti Landlæknir gaf út í dag er vakin athygli á því að tíðni nokkurra kynsjúkdóma hefur aukist nokkuð á liðnum árum. Í fyrra greindust 105 með lekanda samanborið við um 38 fyrir fimm árum. Þá hefur tíðni sárasóttar aukist nokkuð. Tíðni klamyndíu hefur hins vegar dregist lítillega saman og telur sóttvarnarlæknir að það megi mögulega rekja til þess að smokkasjálfsölum var nýverið komið upp í framhaldsskólum. Unnið er nú að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma. Sóttvarnalæknir telur bætt aðgengi að smokkum mikilvægan þátt. „Við erum að horfa til þess að auka útbreðislu á smokkum jafnvel í grunnskólum. Það eru ekki allir sammála því en verkefnið er mjög brýnt held ég," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Einnig þurfi að gæta að því að fólk í áhættuhópum eigi auðvelt aðgengi að smokkum. Þetta eigi til dæmis við innan fangelsa. Þá þurfi að tryggja skimanir hjá átthættuhópum. „Það er í farvatninu að sóttvarnarlæknir muni útbúa leiðbeiningar varðandi skimanir á föngum. Bæði skimanir fyrir kynsjúkdómum og lifrabólgu C til þess að finna þessa sjúkdóma sem fyrst þannig að þeir breiðist ekki út," segir Þórólfur. Annar liður í aðgerðaætluninni er aukin kynfræðsla. „Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að allir þessi kynsjúkdómar eru til komnir vegna þess að fólk gætir ekki að sér í kynlífi, notar ekki smokka og svo framvegis. Þannig að aukin fræðsla er lykilatriði og við höfum nálgast skólana með það og við þurfum einnig að nálgast heilbrigðisstarfsfólk með það," segir Þórólfur.
Fangelsismál Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent