Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2019 15:56 Kolaorkuver eru verstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminu. Víða er enn verið að reisa ný kolaver. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim orkuverum, verksmiðjum, byggingum og bílum sem nú eru í notkun er nægilega mikil til að hnattræn hlýnun verði meiri en þær 1,5 gráður sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Með þeim áætlun sem liggja fyrir um frekari kolaorkuver og innviði á losunin eftir að stóraukast. Niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Nature er að haldi menn áfram að nýta kolefnislosandi innviði sem þegar eru til staðar út líftíma þeirra eigi losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun eftir að nema meira en 650 milljörðum tonna. Það er langt umfram það magn kolefnis sem vísindamenn telja að þurfi til að valda hlýnun upp á 1,5 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Þegar litið er til þeirra áforma sem eru uppi um frekari kolaorkuver og annan losandi iðnað gæti losunin aukist um tvö hundruð milljarða tonna til viðbótar. Washington Post segir að framkvæmdir við sum þessara verkefna séu þegar hafnar.Kolefnisbókhaldið gæti sprungið á næstu 10-14 árum Í Parísarsamkomulaginu hétu nær öll ríki heims því að draga úr losun með það að markmiði að halda hlýnun á þessari öld innan við tvær gráður. Fyrir tilstilli Kyrrahafseyríkja sem eru að sökkva í sæ var samþykkt að stefna einnig að því að takmarka hlýnunina við 1,5 gráður. „Kolefnisbókhald upp á 1,5°C leyfir enga frekari losandi innviði og krefst verulegra breytinga á líftíma eða rekstri orkuinnviða sem þegar eru til staðar,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar sem vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kína stóðu að. Hugtakið kolefnisbókhald hefur verið notað yfir hversu mikil hlýnun hlýst af losun gróðurhúsalofttegunda. Mat á því hversu mikið menn geta losað til viðbótar áður en farið verður fram yfir markmið Parísarsamkomulagsins hafa verið nokkuð á reiki. Kenningar eru um að ef mannkynið losar á bilinu 420 til 580 milljarða tonna af koltvísýringi verði um 50-66% líkur á að hnattræn hlýnun haldist innan við 1,5 gráður. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum, um 41 milljarður tonna á ári, yrði kolefnisbókhaldið fyrir 1,5 gráður sprungið eftir tíu til fjórtán ár. Verði losunin áfram óbreytt kláraðist kolefnisbókhaldið fyrir tveggja gráðu hlýnun á 28-36 árum. Losun á heimsvísu er aftur á móti að aukast eftir að hún hafði staðið í stað í örfá ár. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 70% Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 29. maí 2019og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri. 26. júní 2019 11:58 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim orkuverum, verksmiðjum, byggingum og bílum sem nú eru í notkun er nægilega mikil til að hnattræn hlýnun verði meiri en þær 1,5 gráður sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Með þeim áætlun sem liggja fyrir um frekari kolaorkuver og innviði á losunin eftir að stóraukast. Niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Nature er að haldi menn áfram að nýta kolefnislosandi innviði sem þegar eru til staðar út líftíma þeirra eigi losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun eftir að nema meira en 650 milljörðum tonna. Það er langt umfram það magn kolefnis sem vísindamenn telja að þurfi til að valda hlýnun upp á 1,5 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Þegar litið er til þeirra áforma sem eru uppi um frekari kolaorkuver og annan losandi iðnað gæti losunin aukist um tvö hundruð milljarða tonna til viðbótar. Washington Post segir að framkvæmdir við sum þessara verkefna séu þegar hafnar.Kolefnisbókhaldið gæti sprungið á næstu 10-14 árum Í Parísarsamkomulaginu hétu nær öll ríki heims því að draga úr losun með það að markmiði að halda hlýnun á þessari öld innan við tvær gráður. Fyrir tilstilli Kyrrahafseyríkja sem eru að sökkva í sæ var samþykkt að stefna einnig að því að takmarka hlýnunina við 1,5 gráður. „Kolefnisbókhald upp á 1,5°C leyfir enga frekari losandi innviði og krefst verulegra breytinga á líftíma eða rekstri orkuinnviða sem þegar eru til staðar,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar sem vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kína stóðu að. Hugtakið kolefnisbókhald hefur verið notað yfir hversu mikil hlýnun hlýst af losun gróðurhúsalofttegunda. Mat á því hversu mikið menn geta losað til viðbótar áður en farið verður fram yfir markmið Parísarsamkomulagsins hafa verið nokkuð á reiki. Kenningar eru um að ef mannkynið losar á bilinu 420 til 580 milljarða tonna af koltvísýringi verði um 50-66% líkur á að hnattræn hlýnun haldist innan við 1,5 gráður. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum, um 41 milljarður tonna á ári, yrði kolefnisbókhaldið fyrir 1,5 gráður sprungið eftir tíu til fjórtán ár. Verði losunin áfram óbreytt kláraðist kolefnisbókhaldið fyrir tveggja gráðu hlýnun á 28-36 árum. Losun á heimsvísu er aftur á móti að aukast eftir að hún hafði staðið í stað í örfá ár.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 70% Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 29. maí 2019og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri. 26. júní 2019 11:58 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
70% Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 29. maí 2019og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri. 26. júní 2019 11:58
Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40
Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18