Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2019 09:15 Í mars á þessu ári skrifaði undirrituð grein á eyjar.net sem endaði á orðunum: „Er biðlund Vestmannaeyinga ótæmandi auðlind? Með mannanna verkum er nú verið að skerða tækifæri ferðaþjónustunnar og lífsgæði íbúa. Það er fullkomlega ólíðandi að samfélaginu okkar séu sýnd þau skilaboð að við getum bara beðið." Þessi orð eiga því ver og miður jafn vel við í dag og þá. Miklir hagsmunir í húfi Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Hefði nýja ferjan hafið siglingar frá fyrsta degi hefði á þessu tímabili verið hægt að ferja 11.000 fleiri farþega og hátt í 6.000 fleiri bíla miðað við hámarksflutningsgetu en ferjan ber um 23 fleiri farþega í hverri ferð og 10-12 fleiri bíla. Þessar tölur skipta ekki bara ferðaþjónustufyrirtæki í Vestmannaeyjum miklu máli, eða þá sem vilja sækja okkur heim, heldur skiptir þetta stórkostlegu máli fyrir lífsgæði heimamanna að þurfa ekki að sitja á biðlistum í von og óvon um að geta farið ferða sinni að heiman og heim. Hver ber ábyrgð á að upplýsa upplýsingafulltrúann? Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar er því miður ekki betur upplýstur en svo að á orðum hans má skilja að gamla ferjan geti bara vel sinnt þessu áfram og það liggi nú ekki svo rosalega á þessu. Ég hef verulegar áhyggjur ef þetta er sá skilningur og þau skilaboð sem fulltrúar Vegagerðarinnar hafa upplifað í gegnum samskipti sín við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum. Hver dagur skiptir samfélagið okkar gríðarlegu máli og þýðir að c.a. 170 færri bílar og 320 færri einstaklingar komast með ferjunni á degi hverjum en ella.Enn og aftur fáum við að bíða Smíði ferjunnar var slegið á frest í hruninu og við þurftum að bíða í hátt í áratug eftir að fá afhenta ferju sem væri sérhönnuð til siglinga til Landeyjahafnar. Afhendingunni sem var áætluð fyrir síðustu áramót var svo seinkað þar til í vor og loks þegar ferjan var tilbúin tóku við langar samningaviðræður við smíðastöðina sem reyndu verulega á þolrif Vestmannaeyinga. Þegar ferjan kom loks heim var því blásið til stórhátíðar í Vestmannaeyjum en sá fögnuður virðist sannarlega hafa verið ótímabær. Fjárfesting á fimmta milljarð í frosti Þessar aðstæður eru með öllu óásættanlegar, ekki bara fyrir Vestmannaeyinga heldur landsmenn alla. Búið er að fjárfesta fyrir milljarða af almannafé í samgöngubót sem ekki er hægt að nýta af því að aðstæður hér heima fyrir eru skyndilega að koma fulltrúum Vegagerðarinnar í opna skjöldu. Aðstæður sem öllum hlutaðeigandi ættu að hafa verið kunnar og lágu fyrir við undirskrift nýsmíðarinnar eru nú eina hindrunin við siglingar nýju ferjunnar. Það er ekki bara grátlegt, það er fullkomlega óboðlegt. Seinkun á framkvæmdum í Landeyjahöfn Að sama skapi hefur framkvæmdum í Landeyjahöfn sem tryggja eiga aukna nýtingu hafnarinnar verið slegið á frest án þess að fyrir liggi framkvæmdaáætlun um hvernig standa eigi að dýpkun hafnarinnar á vetrarmánuðum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar sem meirihlutinn tók undir sem fólst í að slík áætlun þyrfti að liggja fyrir og að tryggja þurfi nægt dýpi við Landeyjarhöfn allt árið um kring til að hámarka nýtingu ferjunnar og til að höfnin geti orðið sú heilsárshöfn sem henni er ætlað að verða. Starfsfólk Herjólfs staðið sig vel Ég vil að endingu nýta tækifærið og þakka öflugu starfsfólki Herjólfs ohf. sem stendur sig vel undir erfiðum kringumstæðum, þjónustustigið hefur farið stigvaxandi og fljótt brugðist við þegar nauðsyn krefur líkt og markmiðið var með yfirtöku rekstursins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Herjólfur Vestmannaeyjar Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í mars á þessu ári skrifaði undirrituð grein á eyjar.net sem endaði á orðunum: „Er biðlund Vestmannaeyinga ótæmandi auðlind? Með mannanna verkum er nú verið að skerða tækifæri ferðaþjónustunnar og lífsgæði íbúa. Það er fullkomlega ólíðandi að samfélaginu okkar séu sýnd þau skilaboð að við getum bara beðið." Þessi orð eiga því ver og miður jafn vel við í dag og þá. Miklir hagsmunir í húfi Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Hefði nýja ferjan hafið siglingar frá fyrsta degi hefði á þessu tímabili verið hægt að ferja 11.000 fleiri farþega og hátt í 6.000 fleiri bíla miðað við hámarksflutningsgetu en ferjan ber um 23 fleiri farþega í hverri ferð og 10-12 fleiri bíla. Þessar tölur skipta ekki bara ferðaþjónustufyrirtæki í Vestmannaeyjum miklu máli, eða þá sem vilja sækja okkur heim, heldur skiptir þetta stórkostlegu máli fyrir lífsgæði heimamanna að þurfa ekki að sitja á biðlistum í von og óvon um að geta farið ferða sinni að heiman og heim. Hver ber ábyrgð á að upplýsa upplýsingafulltrúann? Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar er því miður ekki betur upplýstur en svo að á orðum hans má skilja að gamla ferjan geti bara vel sinnt þessu áfram og það liggi nú ekki svo rosalega á þessu. Ég hef verulegar áhyggjur ef þetta er sá skilningur og þau skilaboð sem fulltrúar Vegagerðarinnar hafa upplifað í gegnum samskipti sín við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum. Hver dagur skiptir samfélagið okkar gríðarlegu máli og þýðir að c.a. 170 færri bílar og 320 færri einstaklingar komast með ferjunni á degi hverjum en ella.Enn og aftur fáum við að bíða Smíði ferjunnar var slegið á frest í hruninu og við þurftum að bíða í hátt í áratug eftir að fá afhenta ferju sem væri sérhönnuð til siglinga til Landeyjahafnar. Afhendingunni sem var áætluð fyrir síðustu áramót var svo seinkað þar til í vor og loks þegar ferjan var tilbúin tóku við langar samningaviðræður við smíðastöðina sem reyndu verulega á þolrif Vestmannaeyinga. Þegar ferjan kom loks heim var því blásið til stórhátíðar í Vestmannaeyjum en sá fögnuður virðist sannarlega hafa verið ótímabær. Fjárfesting á fimmta milljarð í frosti Þessar aðstæður eru með öllu óásættanlegar, ekki bara fyrir Vestmannaeyinga heldur landsmenn alla. Búið er að fjárfesta fyrir milljarða af almannafé í samgöngubót sem ekki er hægt að nýta af því að aðstæður hér heima fyrir eru skyndilega að koma fulltrúum Vegagerðarinnar í opna skjöldu. Aðstæður sem öllum hlutaðeigandi ættu að hafa verið kunnar og lágu fyrir við undirskrift nýsmíðarinnar eru nú eina hindrunin við siglingar nýju ferjunnar. Það er ekki bara grátlegt, það er fullkomlega óboðlegt. Seinkun á framkvæmdum í Landeyjahöfn Að sama skapi hefur framkvæmdum í Landeyjahöfn sem tryggja eiga aukna nýtingu hafnarinnar verið slegið á frest án þess að fyrir liggi framkvæmdaáætlun um hvernig standa eigi að dýpkun hafnarinnar á vetrarmánuðum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar sem meirihlutinn tók undir sem fólst í að slík áætlun þyrfti að liggja fyrir og að tryggja þurfi nægt dýpi við Landeyjarhöfn allt árið um kring til að hámarka nýtingu ferjunnar og til að höfnin geti orðið sú heilsárshöfn sem henni er ætlað að verða. Starfsfólk Herjólfs staðið sig vel Ég vil að endingu nýta tækifærið og þakka öflugu starfsfólki Herjólfs ohf. sem stendur sig vel undir erfiðum kringumstæðum, þjónustustigið hefur farið stigvaxandi og fljótt brugðist við þegar nauðsyn krefur líkt og markmiðið var með yfirtöku rekstursins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun