Félagsmálapakkar hinna nýju Bolli Héðinsson skrifar 19. júlí 2019 07:00 Þetta hófst allt með frönsku byltingunni. Þeir samræmdu mál og vog. Hundrað árum síðar byrjuðu Evrópubúar að níðast á Íslendingum og hafa hert sóknina síðan. Fyrsta ásælnin var þegar Íslendingum var bannað að mæla lengdir í föðmum en urðu að gera það í metrum, síðan mátti skippundið víkja fyrir kílóinu. Allt saman frekleg íhlutun í íslensk innanríkismál, samsæri gegn þjóðlegum gildum og ófyrirleitin ásælni Evrópu gagnvart hinum óspjölluðu Íslendingum. Að öllu gamni slepptu þá er það einmitt þetta sem Evrópusamstarfið gengur út á, samræma sem flesta hluti svo auðvelda megi samskipti milli landa. Það er auðvelt að mála skrattann á vegginn fyrir þessa viðleitni ESB en eftir því sem heimurinn verður flóknari þarf að samræma fleiri atriði svo þeir sem vilja eiga viðskipti í Húnavatnssýslu og Andalúsíu viti að á báðum stöðum gilda sömu reglur um hvaðeina sem átt er viðskipti með, hvort sem það eru agúrkur eða rafmagn.„Bara ef það hentar mér“ Í félagsskap sem maður ætlast til mikils af, hvort sem það er íþróttafélag eða þjóðasamband, er ömurlegt að þar skuli vera félagsmenn sem fallast á hluti í dag, mæta svo í næsta mánuði og segjast alls ekki fallast á hlutina eins og þeir höfðu lofað mánuði áður! Eiga orð ekki standa? Vill ESB halda úti EES-samstarfinu með svona félagsmenn innanborðs? Íslensk stjórnvöld settu hrátt kjöt ekki fyrir sig árið 2006 eða orkupakka árið 2014 þegar „pakkarnir“ urðu til. Þeir sem sátu á valdastólunum þá koma núna og segja „allt í plati“. Er stefna þeirra að Ísland gangi úr EES? Þar sem Íslendingar hafa aðeins aukaaðild að ESB var bent á það við inngönguna í EES að það væri veikleiki að koma ekki strax að mótun og afgreiðslu mála sem þessara með afgerandi hætti. Sennilega sýnir gangur þessara mála nú betur en nokkuð annað fram á nauðsyn fullrar aðildar Íslands að ESB til að vera fullgildir aðilar á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir sem þessar eru teknar.Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Evrópusambandið Þriðji orkupakkinn Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þetta hófst allt með frönsku byltingunni. Þeir samræmdu mál og vog. Hundrað árum síðar byrjuðu Evrópubúar að níðast á Íslendingum og hafa hert sóknina síðan. Fyrsta ásælnin var þegar Íslendingum var bannað að mæla lengdir í föðmum en urðu að gera það í metrum, síðan mátti skippundið víkja fyrir kílóinu. Allt saman frekleg íhlutun í íslensk innanríkismál, samsæri gegn þjóðlegum gildum og ófyrirleitin ásælni Evrópu gagnvart hinum óspjölluðu Íslendingum. Að öllu gamni slepptu þá er það einmitt þetta sem Evrópusamstarfið gengur út á, samræma sem flesta hluti svo auðvelda megi samskipti milli landa. Það er auðvelt að mála skrattann á vegginn fyrir þessa viðleitni ESB en eftir því sem heimurinn verður flóknari þarf að samræma fleiri atriði svo þeir sem vilja eiga viðskipti í Húnavatnssýslu og Andalúsíu viti að á báðum stöðum gilda sömu reglur um hvaðeina sem átt er viðskipti með, hvort sem það eru agúrkur eða rafmagn.„Bara ef það hentar mér“ Í félagsskap sem maður ætlast til mikils af, hvort sem það er íþróttafélag eða þjóðasamband, er ömurlegt að þar skuli vera félagsmenn sem fallast á hluti í dag, mæta svo í næsta mánuði og segjast alls ekki fallast á hlutina eins og þeir höfðu lofað mánuði áður! Eiga orð ekki standa? Vill ESB halda úti EES-samstarfinu með svona félagsmenn innanborðs? Íslensk stjórnvöld settu hrátt kjöt ekki fyrir sig árið 2006 eða orkupakka árið 2014 þegar „pakkarnir“ urðu til. Þeir sem sátu á valdastólunum þá koma núna og segja „allt í plati“. Er stefna þeirra að Ísland gangi úr EES? Þar sem Íslendingar hafa aðeins aukaaðild að ESB var bent á það við inngönguna í EES að það væri veikleiki að koma ekki strax að mótun og afgreiðslu mála sem þessara með afgerandi hætti. Sennilega sýnir gangur þessara mála nú betur en nokkuð annað fram á nauðsyn fullrar aðildar Íslands að ESB til að vera fullgildir aðilar á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir sem þessar eru teknar.Höfundur er hagfræðingur
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar