Game of Thrones-stjarna tilnefndi sjálfa sig til Emmy-tilnefningar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2019 10:55 Gwendoline Christie fór með hlutverk Brienne of Tarth í þáttunum vinsælu. Vísir/AP Fantasíuþættirnir Game of Thrones ættu að vera flestum kunnir. Þættirnir hrepptu nýlega 32 tilnefningar til Emmy-verðlauna, sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur í sjónvarpsbransanum. Aldrei hafa neinir þættir hreppt jafn margar tilnefningar á einu ári. Hér að neðan er að finna einstaklega væga spennuspilla (e. spoilers) úr þáttunum. HBO, framleiðslufyrirtæki þáttanna, sendi nöfnin á meirihluta aðalleikarahóps þáttanna til nefndarinnar sem sér um að tilnefna til verðlaunanna. Þó voru ekki allir leikaranna með í hópnum, en eins og þeir sem fylgst hafa með Game of Thrones vita er leikarahópurinn gríðarstór. Meðal þeirra sem HBO sendi ekki inn til nefndarinnar var leikkonan Gwendoline Christie, sem fór með hlutverk riddarans Ser Brienne of Tarth. Christie dó þó ekki ráðalaus. Henni hefur greinilega fundist að leikur sinn í áttundu og jafnframt síðustu þáttaröð Game of Thrones hafi verðskuldað viðurkenningu, og sendi því nafn sitt sjálf inn til umhugsunar hjá nefndinni. Og viti menn, Gwendoline Christie var tilnefnd til Emmy-verðlauna í flokki leikkvenna í aukahlutverki dramaþátta. Ásamt Christie eru fimm aðrar leikkonur tilnefndar í flokknum. Þar af eru þrjár samstarfskonur hennar úr Game of Thrones. Tilnefndar eru þær Lena Headey, Sophie Turner, Maisie Williams (allar úr Game of Thrones), Julia Garnes (Ozark) og Fiona Shwa (Killing Eve). Emmy-verðlaunahátíðin verður haldin hátíðleg 22. september næstkomandi. Bíó og sjónvarp Emmy Game of Thrones Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Fantasíuþættirnir Game of Thrones ættu að vera flestum kunnir. Þættirnir hrepptu nýlega 32 tilnefningar til Emmy-verðlauna, sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur í sjónvarpsbransanum. Aldrei hafa neinir þættir hreppt jafn margar tilnefningar á einu ári. Hér að neðan er að finna einstaklega væga spennuspilla (e. spoilers) úr þáttunum. HBO, framleiðslufyrirtæki þáttanna, sendi nöfnin á meirihluta aðalleikarahóps þáttanna til nefndarinnar sem sér um að tilnefna til verðlaunanna. Þó voru ekki allir leikaranna með í hópnum, en eins og þeir sem fylgst hafa með Game of Thrones vita er leikarahópurinn gríðarstór. Meðal þeirra sem HBO sendi ekki inn til nefndarinnar var leikkonan Gwendoline Christie, sem fór með hlutverk riddarans Ser Brienne of Tarth. Christie dó þó ekki ráðalaus. Henni hefur greinilega fundist að leikur sinn í áttundu og jafnframt síðustu þáttaröð Game of Thrones hafi verðskuldað viðurkenningu, og sendi því nafn sitt sjálf inn til umhugsunar hjá nefndinni. Og viti menn, Gwendoline Christie var tilnefnd til Emmy-verðlauna í flokki leikkvenna í aukahlutverki dramaþátta. Ásamt Christie eru fimm aðrar leikkonur tilnefndar í flokknum. Þar af eru þrjár samstarfskonur hennar úr Game of Thrones. Tilnefndar eru þær Lena Headey, Sophie Turner, Maisie Williams (allar úr Game of Thrones), Julia Garnes (Ozark) og Fiona Shwa (Killing Eve). Emmy-verðlaunahátíðin verður haldin hátíðleg 22. september næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Emmy Game of Thrones Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein