Reif upp parket í leit að rót veikindanna Ari Brynjólfsson skrifar 18. júlí 2019 06:00 Þórdís Jóhannsdóttir Wathne glímdi við slæm veikindi síðasta vetur, þar á meðal höfuðverk, verki og mikið orkuleysi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta gæti hafa verið dýnan, það eru þó bara getgátur,“ segir Þórdís Jóhannsdóttir Wathne. Hún var veik stóran hluta úr vetri. Glímdi hún við mikinn höfuðverk, verki í líkamanum, og mikið orkuleysi. „Ég var byrjuð að finna vel fyrir þessu í fyrra og í raun get ég rakið þetta mun lengra en þá tengdi ég þetta við eitthvað annað, ég var ólétt, með barn á brjósti o.s.frv. Það var svo í nóvember í fyrra að ég var orðin virkilega veik. Ég fór í endalausar læknisheimsóknir. Það voru allir af vilja gerðir, ég hitti marga frábæra lækna en þeir fundu ekki orsökina,“ segir Þórdís. „Ég var tilbúin að reyna allt og prófaði ýmislegt.“ Þórdís fór í ýmsar rannsóknir, hjartalínurit, myndatökur, blóðprufur og tekin voru ítarleg myglusýni á heimili hennar. Eina sem kom út úr þessu var að hún var greind með of lágan hvíldarpúls en í raun ekkert sem hægt var að gera í því eða vitað hvað olli því. Þórdís er verkfræðingur að mennt og notaði skipulagðar aðferðir til að komast að því hvað væri að. „Ég notaði Excel, útilokaði eitt í einu og skráði niður.“ Einkennin minntu um margt á myglu og var gerð mikil leit að myglu í húsnæðinu, var meðal annars rifið upp parket í svefnherberginu og skoðað inn í veggi. Rúmdýnan gaf ekki augljós myglueinkenni. Það var svo í apríl sl. að hún rakst fyrir tilviljun á greinar um eiturefni í dýnum og fór að kynna sér málið frekar. „Stuttu síðar fór ég til Danmerkur í tíu daga. Ég ætlaði að hlaupa þar mitt fyrsta maraþon sem var auðvitað töluvert brjálæðislegt miðað við heilsuleysið. Strax og ég kom út var ég orðin hress. Ég var búin að gleyma því hvað lífið gat verið gott verkjalaust. Ég hljóp hlaupið og var stálslegin á eftir.“ Þegar hún kom til baka til Íslands ákvað hún að fara ekki inn á heimilið í nokkra daga og áfram var heilsan í lagi. Þegar hún kom svo inn á heimilið aftur liðu einungis örfáar klukkustundir þar til hún varð veik. „Við tókum dýnuna út af heimilinu og fengum okkur dýnu úr náttúrulegum efnum, algjörlega lausa við kemísk efni. Við loftuðum út og fengum lánað iðnaðar-lofthreinsitæki. Heilsan kom strax á ný og hefur verið mjög góð síðan.“ Þórdís segir að dýnan sem um ræðir hafi verið um átta ára gömul og gerð úr memory foam þrýstijöfnunarsvampi. Fékk hún sérstakt mælitæki sem nemur óæskileg efni í loftinu eða svokölluð lífræn rokgjörn efni, VOC. „Ég er enn með mælitækið og heimili mitt er orðið mjög fínt núna. En tækið nemur hækkun í því herbergi sem ég sef í. Engin hækkun verður hins vegar í þeim herbergjum sem ekki er sofið í. Það eru því tilgátur um hvort líkami minn sé enn að losa sig við þessi efni með svita á nóttunni.“ Þórdís vill ekki fullyrða að dýnan hafi verið sökudólgurinn. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að dýnan sé svarti sauðurinn en ég get ekki fullyrt það.“ Umhverfisstofnun staðfesti að mál tengd dýnum hafi ratað inn á borð til þeirra, þar á bæ vildi þó enginn gefa kost á viðtali. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira
„Þetta gæti hafa verið dýnan, það eru þó bara getgátur,“ segir Þórdís Jóhannsdóttir Wathne. Hún var veik stóran hluta úr vetri. Glímdi hún við mikinn höfuðverk, verki í líkamanum, og mikið orkuleysi. „Ég var byrjuð að finna vel fyrir þessu í fyrra og í raun get ég rakið þetta mun lengra en þá tengdi ég þetta við eitthvað annað, ég var ólétt, með barn á brjósti o.s.frv. Það var svo í nóvember í fyrra að ég var orðin virkilega veik. Ég fór í endalausar læknisheimsóknir. Það voru allir af vilja gerðir, ég hitti marga frábæra lækna en þeir fundu ekki orsökina,“ segir Þórdís. „Ég var tilbúin að reyna allt og prófaði ýmislegt.“ Þórdís fór í ýmsar rannsóknir, hjartalínurit, myndatökur, blóðprufur og tekin voru ítarleg myglusýni á heimili hennar. Eina sem kom út úr þessu var að hún var greind með of lágan hvíldarpúls en í raun ekkert sem hægt var að gera í því eða vitað hvað olli því. Þórdís er verkfræðingur að mennt og notaði skipulagðar aðferðir til að komast að því hvað væri að. „Ég notaði Excel, útilokaði eitt í einu og skráði niður.“ Einkennin minntu um margt á myglu og var gerð mikil leit að myglu í húsnæðinu, var meðal annars rifið upp parket í svefnherberginu og skoðað inn í veggi. Rúmdýnan gaf ekki augljós myglueinkenni. Það var svo í apríl sl. að hún rakst fyrir tilviljun á greinar um eiturefni í dýnum og fór að kynna sér málið frekar. „Stuttu síðar fór ég til Danmerkur í tíu daga. Ég ætlaði að hlaupa þar mitt fyrsta maraþon sem var auðvitað töluvert brjálæðislegt miðað við heilsuleysið. Strax og ég kom út var ég orðin hress. Ég var búin að gleyma því hvað lífið gat verið gott verkjalaust. Ég hljóp hlaupið og var stálslegin á eftir.“ Þegar hún kom til baka til Íslands ákvað hún að fara ekki inn á heimilið í nokkra daga og áfram var heilsan í lagi. Þegar hún kom svo inn á heimilið aftur liðu einungis örfáar klukkustundir þar til hún varð veik. „Við tókum dýnuna út af heimilinu og fengum okkur dýnu úr náttúrulegum efnum, algjörlega lausa við kemísk efni. Við loftuðum út og fengum lánað iðnaðar-lofthreinsitæki. Heilsan kom strax á ný og hefur verið mjög góð síðan.“ Þórdís segir að dýnan sem um ræðir hafi verið um átta ára gömul og gerð úr memory foam þrýstijöfnunarsvampi. Fékk hún sérstakt mælitæki sem nemur óæskileg efni í loftinu eða svokölluð lífræn rokgjörn efni, VOC. „Ég er enn með mælitækið og heimili mitt er orðið mjög fínt núna. En tækið nemur hækkun í því herbergi sem ég sef í. Engin hækkun verður hins vegar í þeim herbergjum sem ekki er sofið í. Það eru því tilgátur um hvort líkami minn sé enn að losa sig við þessi efni með svita á nóttunni.“ Þórdís vill ekki fullyrða að dýnan hafi verið sökudólgurinn. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að dýnan sé svarti sauðurinn en ég get ekki fullyrt það.“ Umhverfisstofnun staðfesti að mál tengd dýnum hafi ratað inn á borð til þeirra, þar á bæ vildi þó enginn gefa kost á viðtali.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira