Nýr Sólvangur opnaður við hátíðlega athöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 18:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, við opnunina í dag. Mynd/Aðsend Nýtt sextíu rýma hjúkrunarheimili í Hafnarfirði, sem leysir gamla Sólvang af hólmi, var formlega opnað í dag. Ráðgert er að fyrstu íbúarnir flytji inn í byrjun ágúst. Gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Þetta er stór dagur fyrir Hafnfirðinga og nærsveitunga og gleðidagur fyrir okkur öll sem brennum fyrir bættri þjónustu og aðbúnaði fyrir aldraða,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við opnun heimilisins í dag. Nýi Sólvangur er byggður samkvæmt svokallaðri leiguleið sem felur í sér að Hafnarfjarðarbær hefur annast framkvæmdina að öllu leyti. Fjármögnun framkvæmdanna byggist á samningi milli ríkisins og bæjarfélagsins um greiðslur til fjörutíu ára. Sóltún öldrunarþjónusta ehf. mun annast rekstur nýja hjúkrunarheimilisins samkvæmt niðurstöðu útboðs sem Sjúkratryggingar Íslands efndu til. Sóltún mun einnig sjá um rekstur 14 dagdvalarrýma sem rekin eru í húsnæði gamla Sólvangs. Í tilkynningu er einnig fjallað um að enn sé mikiLL skortur á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til þess að fyrirhuguð opnun hjúkrunarheimilis með 99 hjúkrunaríbúðum við Sléttuveg í Fossvogi verði breyting til hins betra í því samhengi. „Áður en ráðist verður í gagngerar endurbætur á gamla Sólvangi hefur því verið ákveðið að fela Sóltúni ehf. að reka þar tímabundið 38 hjúkrunarrými fram að opnun heimilisins við Sléttuveg,“ segir í tilkynningu.Ný dvalarrými fyrir fólk með heilabilun Í dag veitti ráðherra Hafnarfjarðarbæ jafnframt rekstrarheimild fyrir tólf nýjum dagdvalarrýmum fyrir fólk með heilabilun. Hafnarfjarðarbær mun útvega húsnæði fyrir reksturinn og ábyrgjast að þjónusta við notendur verði veitt á faglegum grunni í samræmi við þarfir fólks með alzheimer og aðra minnissjúkdóma, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Leitað verður eftir samvinnu við Alzheimersamtökin sem faglegum bakhjarli þjónustunnar. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína við opnun nýja hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði síðdegis í dag. Ráðherra segist afar ánægð með að hafa getað orðið við ósk bæjarfélagsins um að auka þessa mikilvægu þjónustu, því þörfin sé brýn. „Bætt heilbrigðisþjónusta við aldraða samhliða stórsókn í fjölgun hjúkrunar- og dagdvalarrýma er áherslumál sem ég hef sett í sérstakan forgang. Vinna við stefnumótun í málefnum fólks með heilabilun er komin vel á veg og það er alveg ljóst að fjölgun sérhæfðra dagdvalarrýma fyrir fólk með alzheimer og aðra minnissjúkdóma felur í sér mikla bót fyrir þennan sjúklingahóp og aðstandendur þeirra,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í Hafnarfirði hefur verið rekin sértæk dagdvöl fyrir fólk með heilabilun frá árinu 2006 í Drafnarhúsi. Hafnarfjararbær hefur lagt til húsnæði en Alzheimersamtökin hafa séð um reksturinn. Drög að stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda 24. júní síðastliðinn og rennur umsagnarfrestur út 1. september næstkomandi. Hafnarfjörður Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Nýtt sextíu rýma hjúkrunarheimili í Hafnarfirði, sem leysir gamla Sólvang af hólmi, var formlega opnað í dag. Ráðgert er að fyrstu íbúarnir flytji inn í byrjun ágúst. Gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Þetta er stór dagur fyrir Hafnfirðinga og nærsveitunga og gleðidagur fyrir okkur öll sem brennum fyrir bættri þjónustu og aðbúnaði fyrir aldraða,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við opnun heimilisins í dag. Nýi Sólvangur er byggður samkvæmt svokallaðri leiguleið sem felur í sér að Hafnarfjarðarbær hefur annast framkvæmdina að öllu leyti. Fjármögnun framkvæmdanna byggist á samningi milli ríkisins og bæjarfélagsins um greiðslur til fjörutíu ára. Sóltún öldrunarþjónusta ehf. mun annast rekstur nýja hjúkrunarheimilisins samkvæmt niðurstöðu útboðs sem Sjúkratryggingar Íslands efndu til. Sóltún mun einnig sjá um rekstur 14 dagdvalarrýma sem rekin eru í húsnæði gamla Sólvangs. Í tilkynningu er einnig fjallað um að enn sé mikiLL skortur á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til þess að fyrirhuguð opnun hjúkrunarheimilis með 99 hjúkrunaríbúðum við Sléttuveg í Fossvogi verði breyting til hins betra í því samhengi. „Áður en ráðist verður í gagngerar endurbætur á gamla Sólvangi hefur því verið ákveðið að fela Sóltúni ehf. að reka þar tímabundið 38 hjúkrunarrými fram að opnun heimilisins við Sléttuveg,“ segir í tilkynningu.Ný dvalarrými fyrir fólk með heilabilun Í dag veitti ráðherra Hafnarfjarðarbæ jafnframt rekstrarheimild fyrir tólf nýjum dagdvalarrýmum fyrir fólk með heilabilun. Hafnarfjarðarbær mun útvega húsnæði fyrir reksturinn og ábyrgjast að þjónusta við notendur verði veitt á faglegum grunni í samræmi við þarfir fólks með alzheimer og aðra minnissjúkdóma, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Leitað verður eftir samvinnu við Alzheimersamtökin sem faglegum bakhjarli þjónustunnar. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína við opnun nýja hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði síðdegis í dag. Ráðherra segist afar ánægð með að hafa getað orðið við ósk bæjarfélagsins um að auka þessa mikilvægu þjónustu, því þörfin sé brýn. „Bætt heilbrigðisþjónusta við aldraða samhliða stórsókn í fjölgun hjúkrunar- og dagdvalarrýma er áherslumál sem ég hef sett í sérstakan forgang. Vinna við stefnumótun í málefnum fólks með heilabilun er komin vel á veg og það er alveg ljóst að fjölgun sérhæfðra dagdvalarrýma fyrir fólk með alzheimer og aðra minnissjúkdóma felur í sér mikla bót fyrir þennan sjúklingahóp og aðstandendur þeirra,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í Hafnarfirði hefur verið rekin sértæk dagdvöl fyrir fólk með heilabilun frá árinu 2006 í Drafnarhúsi. Hafnarfjararbær hefur lagt til húsnæði en Alzheimersamtökin hafa séð um reksturinn. Drög að stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda 24. júní síðastliðinn og rennur umsagnarfrestur út 1. september næstkomandi.
Hafnarfjörður Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira