Arftaki Merkel tekur við varnarmálaráðuneytinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 14:57 Nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, Annegret Kramp-Karrenbauer, ásamt forvera sínum í starfi, Ursulu von der Leyen. Vísir/Getty Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, stjórnarflokks Angelu Merkel, hefur verið útnefnd nýr varnarmálaráðherra Þýskalands eftir að forveri hennar í embættinu, Ursula von der Leyen var staðfest til embættis forseta framkvæmdastjórar Evrópusambandsins. Kramp-Karrenbauer tók formlega við embættinu í dag, degi eftir að útnefning von der Leyen var staðfest. Hún kemur svo til með að sverja embættiseið sinn í Sambandsþinginu í næstu viku. Guardian greinir frá þessu. Kramp-Karrenbauer var kjörin til embættis formanns Kristilegra demókrata með naumum meirihluta á síðasta ári, en þá gegndi hún engu hlutverki innan ríkisstjórnar Angelu Merkel. Það var meðal þess sem margir andstæðingar hennar bentu á í aðdraganda formannskjörsins í fyrra. Formannsins bíður ærið verkefni en staða varnarmálaráðherra í Þýskalandi er varhugaverð í augum margra stjórnmálamanna í landinu. Hefur staðan stundum verið kölluð „útkastsætið,“ þar sem margir sem margir sem gegnt hafa embættinu hafa ekki beðið þess bætur, í pólitískum skilningi. Nærtækasta dæmið er síðasti varnarmálaráðherra, von der Leyen. Á árum áður var hún talin líklegur kostur til þess að hreppa kanslarasætið en eftir fimm ára veru í varnarmálaráðuneytinu varð hún meðal óvinsælustu stjórnmálamanna Þýskalands. Óvinsældir þeirra sem gegna embættinu eru oft raktar til þess að þýski herinn hefur ekki úr miklu fjármagni að moða, og er hann því oft gagnrýndur fyrir að sjá hermönnum fyrir óviðunandi eða hreinlega biluðum búnaði. Ráðherraembættið verður því mikil prófraun fyrir Kramp-Karrenbauer, sem af mörgum er talin geta orðið arftaki Merkels í annað sinn, þegar sú síðarnefnda lætur af embætti kanslara árið 2021, hljóti Kristilegir demókratar náð fyrir augum kjósenda þegar kemur að því að koma kjörseðlinum í kassann. Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, stjórnarflokks Angelu Merkel, hefur verið útnefnd nýr varnarmálaráðherra Þýskalands eftir að forveri hennar í embættinu, Ursula von der Leyen var staðfest til embættis forseta framkvæmdastjórar Evrópusambandsins. Kramp-Karrenbauer tók formlega við embættinu í dag, degi eftir að útnefning von der Leyen var staðfest. Hún kemur svo til með að sverja embættiseið sinn í Sambandsþinginu í næstu viku. Guardian greinir frá þessu. Kramp-Karrenbauer var kjörin til embættis formanns Kristilegra demókrata með naumum meirihluta á síðasta ári, en þá gegndi hún engu hlutverki innan ríkisstjórnar Angelu Merkel. Það var meðal þess sem margir andstæðingar hennar bentu á í aðdraganda formannskjörsins í fyrra. Formannsins bíður ærið verkefni en staða varnarmálaráðherra í Þýskalandi er varhugaverð í augum margra stjórnmálamanna í landinu. Hefur staðan stundum verið kölluð „útkastsætið,“ þar sem margir sem margir sem gegnt hafa embættinu hafa ekki beðið þess bætur, í pólitískum skilningi. Nærtækasta dæmið er síðasti varnarmálaráðherra, von der Leyen. Á árum áður var hún talin líklegur kostur til þess að hreppa kanslarasætið en eftir fimm ára veru í varnarmálaráðuneytinu varð hún meðal óvinsælustu stjórnmálamanna Þýskalands. Óvinsældir þeirra sem gegna embættinu eru oft raktar til þess að þýski herinn hefur ekki úr miklu fjármagni að moða, og er hann því oft gagnrýndur fyrir að sjá hermönnum fyrir óviðunandi eða hreinlega biluðum búnaði. Ráðherraembættið verður því mikil prófraun fyrir Kramp-Karrenbauer, sem af mörgum er talin geta orðið arftaki Merkels í annað sinn, þegar sú síðarnefnda lætur af embætti kanslara árið 2021, hljóti Kristilegir demókratar náð fyrir augum kjósenda þegar kemur að því að koma kjörseðlinum í kassann.
Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00
Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08
Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32