Standa vörð um Huawei-bann Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Mitt Romney þingmaður. Nordicphotos/AFP Nordicphotos/AFP Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. Þá myndi frumvarpið einnig koma í veg fyrir að viðskiptamálaráðuneytið fjarlægði Huawei af svokölluðum svörtum lista en bannað er að stunda viðskipti með bandaríska tækni, vörur eða þjónustu við fyrirtæki á listanum. Trump setti bannið á fyrr á árinu eftir langa umræðu og fjölda ásakana bandarískra þjóðaröryggisstofnana um að Huawei stundaði njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Því hefur fyrirtækið alla tíð neitað. Undanfarnar vikur hefur Trump ýjað að því að banninu yrði hugsanlega aflétt ef Kína og Bandaríkin samþykkja nýjan viðskiptasamning. „Við þurfum að standa saman gegn þeirri ógn sem steðjar að bandarísku þjóðaröryggi, hugverkum og tækni vegna Kína. Frumvarpið okkar mun meina bandarískum fyrirtækjum að stunda viðskipti við Huawei svo lengi sem fyrirtækið telst ógn við þjóðaröryggi,“ sagði Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney. Tim Cotton, samflokksmaður Romneys, sagði Huawei síður en svo hefðbundinn viðskiptafélaga. „Það er leppur fyrir kínverska Kommúnistaflokkinn. Frumvarpið okkar styður við ákvörðun forsetans um að setja Huawei á svarta listann. Bandarísk fyrirtæki ættu ekki að selja óvinum okkar verkfæri til þess að njósna um bandarískan almenning.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Tengdar fréttir Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Tæknirisinn Huawei fær að koma inn úr kuldanum Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun. 31. maí 2019 07:00 Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. Þá myndi frumvarpið einnig koma í veg fyrir að viðskiptamálaráðuneytið fjarlægði Huawei af svokölluðum svörtum lista en bannað er að stunda viðskipti með bandaríska tækni, vörur eða þjónustu við fyrirtæki á listanum. Trump setti bannið á fyrr á árinu eftir langa umræðu og fjölda ásakana bandarískra þjóðaröryggisstofnana um að Huawei stundaði njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Því hefur fyrirtækið alla tíð neitað. Undanfarnar vikur hefur Trump ýjað að því að banninu yrði hugsanlega aflétt ef Kína og Bandaríkin samþykkja nýjan viðskiptasamning. „Við þurfum að standa saman gegn þeirri ógn sem steðjar að bandarísku þjóðaröryggi, hugverkum og tækni vegna Kína. Frumvarpið okkar mun meina bandarískum fyrirtækjum að stunda viðskipti við Huawei svo lengi sem fyrirtækið telst ógn við þjóðaröryggi,“ sagði Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney. Tim Cotton, samflokksmaður Romneys, sagði Huawei síður en svo hefðbundinn viðskiptafélaga. „Það er leppur fyrir kínverska Kommúnistaflokkinn. Frumvarpið okkar styður við ákvörðun forsetans um að setja Huawei á svarta listann. Bandarísk fyrirtæki ættu ekki að selja óvinum okkar verkfæri til þess að njósna um bandarískan almenning.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Tengdar fréttir Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Tæknirisinn Huawei fær að koma inn úr kuldanum Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun. 31. maí 2019 07:00 Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15
Tæknirisinn Huawei fær að koma inn úr kuldanum Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun. 31. maí 2019 07:00
Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45