Tarantino ætlar ennþá að hætta eftir tíundu mynd sína Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2019 15:59 Tarantino ásamt aðalleikurum Once Upon a a Time in Hollywood. Getty/Kevork Djansezian Leikstjórinn Quentin Tarantino er enn á þeirri skoðun að hann muni setjast í helgan stein frá kvikmyndagerð eftir að hann hefur lokið leikstjórn á tíundu myndinni sinni. Nú kemur bráðlega út myndin Once Upon a Time in Hollywood sem er níunda myndin sem Tarantino skrifar og leikstýrir. Nú stendur yfir kynningarferðalag myndarinnar sem skartar Brad Pitt, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio í aðalhlutverkum. Í viðtali við ástralska GQ sagði Tarantino að afstaða hans væri ekki breytt. „Ég held að ég sé kominn á endastöð hvað varðar kvikmyndir, sagði Tarantino. „Ég get ímyndað mér að ég haldi áfram að nota sköpunargáfuna í leikhús en ég hef gefið kvikmyndunum allt sem ég get.“Orðrómar hafa verið uppi um að næsta verkefni Tarantino eftir Once Upon a Time in Hollywood verði hans útgáfa af Star Trek. Tarantino er sagður hafa skrifað handrit að myndinni og sannfært JJ Abrams sem leikstýrt hefur nýjustu myndunum um að leyfa sér að gera Star Trek mynd sem yrði bönnuð börnum. Kvikmyndaverið Paramount hefur ekki veitt Tarantino opinbert grænt ljós á að hefja verkefnið og þá er óvíst hvort hann myndi taka að sér leikstjórn.Verði af Star Trek í leikstjórn Tarantino er það þó ljóst að myndin yrði svanasöngur hans í kvikmyndagerð, aðdáendum hans til mikillar mæðu. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort í orðum Tarantino um tíu myndir felist það að hann leikstýri 10 mismunandi verkefnum og því gæti hann leikstýrt fleiri en einni Star Trek mynd. Við því hefur Tarantino þó sagt að tíu myndir séu tíu myndir. Hollywood Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikstjórinn Quentin Tarantino er enn á þeirri skoðun að hann muni setjast í helgan stein frá kvikmyndagerð eftir að hann hefur lokið leikstjórn á tíundu myndinni sinni. Nú kemur bráðlega út myndin Once Upon a Time in Hollywood sem er níunda myndin sem Tarantino skrifar og leikstýrir. Nú stendur yfir kynningarferðalag myndarinnar sem skartar Brad Pitt, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio í aðalhlutverkum. Í viðtali við ástralska GQ sagði Tarantino að afstaða hans væri ekki breytt. „Ég held að ég sé kominn á endastöð hvað varðar kvikmyndir, sagði Tarantino. „Ég get ímyndað mér að ég haldi áfram að nota sköpunargáfuna í leikhús en ég hef gefið kvikmyndunum allt sem ég get.“Orðrómar hafa verið uppi um að næsta verkefni Tarantino eftir Once Upon a Time in Hollywood verði hans útgáfa af Star Trek. Tarantino er sagður hafa skrifað handrit að myndinni og sannfært JJ Abrams sem leikstýrt hefur nýjustu myndunum um að leyfa sér að gera Star Trek mynd sem yrði bönnuð börnum. Kvikmyndaverið Paramount hefur ekki veitt Tarantino opinbert grænt ljós á að hefja verkefnið og þá er óvíst hvort hann myndi taka að sér leikstjórn.Verði af Star Trek í leikstjórn Tarantino er það þó ljóst að myndin yrði svanasöngur hans í kvikmyndagerð, aðdáendum hans til mikillar mæðu. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort í orðum Tarantino um tíu myndir felist það að hann leikstýri 10 mismunandi verkefnum og því gæti hann leikstýrt fleiri en einni Star Trek mynd. Við því hefur Tarantino þó sagt að tíu myndir séu tíu myndir.
Hollywood Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira