Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 10:45 Þorspbúar í Assam-ríki á Indlandi róa í leit að skjóli. Vísir/EPA Fleiri en hundrað manns hafa látist og fjórar milljónir hafa þurft að flýja heimili sín í miklum flóðum á Indlandi, í Nepal og Bangladess. Búist er við því að þeim látnu og þeim sem þurfa að yfirgefa heimili sín eigi eftir að fjölga eftir því sem monsúnrigningar halda áfram í heimshlutanum. Árstíðabundnu monsúnrigningarnar eru nýhafnar og er gert ráð fyrir að þær eigi aðeins eftir að færast í aukana á næstu vikum. Að minnsta kosti 800 manns fórust í flóðum í monsúnrigningunum árið 2017. Flestir hafa þurft að flýja Assam- og Bihar-ríki á Indlandi. Í Assam hafa um 4,3 milljónir manna flúið heimili sín undanfarna tíu daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðan landamæranna í Nepal hafa 64 farist og 31 er saknað. Margir þeirra látnu fórust í aurskriðum sem hrifu með sér hús. Í Bangladess hafa um 190.000 manns neyðst til að yfirgefa heimili sín. Sumarmonsúnrigningar standa yfirleitt frá því í júní og fram í september í Asíu. Þegar sumarið byrjar og meginlandið tekur að hitna meira en hafið í kring myndast lágþrýstisvæði yfir landinu sem sogar til sín rakt loft af Indlandshafi. Afleiðingin verður árstíðarbundin úrhellisúrkoma á Indlandi og Suðaustur-Asíu. Mörg ríki reiða sig á úrkomuna en henni fylgir þó einnig eyðilegging og mannfall. Vísbendingar eru um að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert monsúnrigningar enn ákafari en ella þar sem hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Bangladess Indland Nepal Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Fleiri en hundrað manns hafa látist og fjórar milljónir hafa þurft að flýja heimili sín í miklum flóðum á Indlandi, í Nepal og Bangladess. Búist er við því að þeim látnu og þeim sem þurfa að yfirgefa heimili sín eigi eftir að fjölga eftir því sem monsúnrigningar halda áfram í heimshlutanum. Árstíðabundnu monsúnrigningarnar eru nýhafnar og er gert ráð fyrir að þær eigi aðeins eftir að færast í aukana á næstu vikum. Að minnsta kosti 800 manns fórust í flóðum í monsúnrigningunum árið 2017. Flestir hafa þurft að flýja Assam- og Bihar-ríki á Indlandi. Í Assam hafa um 4,3 milljónir manna flúið heimili sín undanfarna tíu daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðan landamæranna í Nepal hafa 64 farist og 31 er saknað. Margir þeirra látnu fórust í aurskriðum sem hrifu með sér hús. Í Bangladess hafa um 190.000 manns neyðst til að yfirgefa heimili sín. Sumarmonsúnrigningar standa yfirleitt frá því í júní og fram í september í Asíu. Þegar sumarið byrjar og meginlandið tekur að hitna meira en hafið í kring myndast lágþrýstisvæði yfir landinu sem sogar til sín rakt loft af Indlandshafi. Afleiðingin verður árstíðarbundin úrhellisúrkoma á Indlandi og Suðaustur-Asíu. Mörg ríki reiða sig á úrkomuna en henni fylgir þó einnig eyðilegging og mannfall. Vísbendingar eru um að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert monsúnrigningar enn ákafari en ella þar sem hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara.
Bangladess Indland Nepal Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira