Hafnað í borginni, samþykkt á Alþingi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. júlí 2019 07:00 Það hlýtur að teljast sérstakt að tillaga sem hafnað er af hörku í borgarstjórn er stuttu síðar komin í lög. Á borgarstjórnarfundi 16. október, 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að heimila akstur bifreiða með stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og að bifreiðum með slíkt stæðiskort verði heimilt að leggja á bílastæðum á göngugötum borgarinnar. Tillögunni var illa tekið af meirihlutanum í borgarstjórn og einkenndust viðbrögð af neikvæðni og útúrsnúningum. Einkum fulltrúar frá Samfylkingunni og Viðreisn kepptust við að draga umræðuna niður á lágt plan.Mannréttindamál Sjálfsagt er að takast á um þetta mál sem önnur með heiðarlegum hætti. En nú þarf ekki að takast á um þetta mál lengur. Löggjafinn hefur haft vit fyrir meirihluta borgarstjórnar enda hér um mannréttindamál að ræða. Á það skal minnt að á vefsíðu Reykjavíkurborgar stendur skýrt og skorinort: „Óheimilt er að mismuna fólki vegna fötlunar. Allir eiga rétt á virkri þátttöku í reykvísku borgarsamfélagi og fatlaðir skulu eiga jafnan aðgang að þjónustu og ófatlaðir.“ Þetta ætlaði meirihlutinn í borgarstjórn einfaldlega að hunsa en hefur engu að síður til skrauts á vefsíðu borgarinnar. Horfa skal til þess að meirihlutinn hefur samþykkt án samráðs við hagsmunasamtök hreyfihamlaðra sem og rekstraraðila að fjölga göngugötum og hafa ákveðið að gera vinsælustu götur miðbæjarins að göngugötum varanlega. Eins skemmtilegar og göngugötur geta verið þá eiga margir sem eru hreyfihamlaðir ekki auðvelt aðgengi að þeim. Það er ekki nema lítill hluti hreyfihamlaðs fólks sem notast við hjólastól eða göngugrind og getur því nýtt sér göngugötur (svo framarlega sem bílastæði eru nálægt). Fyrir stóran hluta hreyfihamlaðs fólks er lokuð göngugata hindrun á aðgengi og þýðir að þeir sem eiga erfitt með gang forðast þær einfaldlega. Það yrði varla á bætandi því að nú þegar er mikill fólks- og fyrirtækjaflótti af þessu svæði.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Félagsmál Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það hlýtur að teljast sérstakt að tillaga sem hafnað er af hörku í borgarstjórn er stuttu síðar komin í lög. Á borgarstjórnarfundi 16. október, 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að heimila akstur bifreiða með stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og að bifreiðum með slíkt stæðiskort verði heimilt að leggja á bílastæðum á göngugötum borgarinnar. Tillögunni var illa tekið af meirihlutanum í borgarstjórn og einkenndust viðbrögð af neikvæðni og útúrsnúningum. Einkum fulltrúar frá Samfylkingunni og Viðreisn kepptust við að draga umræðuna niður á lágt plan.Mannréttindamál Sjálfsagt er að takast á um þetta mál sem önnur með heiðarlegum hætti. En nú þarf ekki að takast á um þetta mál lengur. Löggjafinn hefur haft vit fyrir meirihluta borgarstjórnar enda hér um mannréttindamál að ræða. Á það skal minnt að á vefsíðu Reykjavíkurborgar stendur skýrt og skorinort: „Óheimilt er að mismuna fólki vegna fötlunar. Allir eiga rétt á virkri þátttöku í reykvísku borgarsamfélagi og fatlaðir skulu eiga jafnan aðgang að þjónustu og ófatlaðir.“ Þetta ætlaði meirihlutinn í borgarstjórn einfaldlega að hunsa en hefur engu að síður til skrauts á vefsíðu borgarinnar. Horfa skal til þess að meirihlutinn hefur samþykkt án samráðs við hagsmunasamtök hreyfihamlaðra sem og rekstraraðila að fjölga göngugötum og hafa ákveðið að gera vinsælustu götur miðbæjarins að göngugötum varanlega. Eins skemmtilegar og göngugötur geta verið þá eiga margir sem eru hreyfihamlaðir ekki auðvelt aðgengi að þeim. Það er ekki nema lítill hluti hreyfihamlaðs fólks sem notast við hjólastól eða göngugrind og getur því nýtt sér göngugötur (svo framarlega sem bílastæði eru nálægt). Fyrir stóran hluta hreyfihamlaðs fólks er lokuð göngugata hindrun á aðgengi og þýðir að þeir sem eiga erfitt með gang forðast þær einfaldlega. Það yrði varla á bætandi því að nú þegar er mikill fólks- og fyrirtækjaflótti af þessu svæði.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar