Deilihagkerfið í miklum blóma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2019 19:30 Rakel Garðarsdóttir segir deilihagkerfi vera það sem þurfi að koma á á Íslandi. Vísir/Valgarður Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á Facebooksíðu sem heitir Vakandi. Á síðunni birtist reglulega umfjöllun eða fréttir um umhverfismál auk hagnýtra ráða til að auka nýtingu matvæla. Rakel er mikill talsmaður svokallaðs deilihagkerfis en hún ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Deilihagkerfi er svona aftur til fortíðar kannski og það er akkúrat það sem þarf að gerast, við þurfum aðeins að breyta því hvernig við neytum og hvernig við framleiðum,“ sagði Rakel. „Þegar ég var lítil og kom að öskudegi þá fórum við og leigðum búninga, það var aldrei keypt, það voru bara búningaleigur Þetta er farið að dúkka upp aftur, stóru tískurisarnir eru farnir að vera með útleigu á fatnaði.“ Sem dæmi um álíka þjónustu sem finnst hér á landi hér á landi nefndi Rakel Trendport, Extraloppuna og Barnaloppuna en það eru allt þjónustur sem bjóða fólki upp á að leigja bás þar sem það getur selt föt án þess að þurfa að vera á staðnum. Rakel nefndi einnig dæmi um snjallsímaforritið Olio, sem notað er í Bretlandi, þar sem hægt er að deila mat með fólki. Hægt er að deila afgöngum eða mat sem ekki verður nýttur. „Þegar maður var fátækur námsmaður þá var maður svo úrræðagóður. Þá leigði maður alltaf með einhverjum og deildi öllu með einhverjum. Það fór einn í búðina kannski aðra hverja viku og keypti klósettpappír og öllu var deilt,“ sagði Rakel. „Þetta er eiginlega eina systemið sem gengur upp. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri og þessi offramleiðsla gengur ekki.“ Bítið Neytendur Umhverfismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á Facebooksíðu sem heitir Vakandi. Á síðunni birtist reglulega umfjöllun eða fréttir um umhverfismál auk hagnýtra ráða til að auka nýtingu matvæla. Rakel er mikill talsmaður svokallaðs deilihagkerfis en hún ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Deilihagkerfi er svona aftur til fortíðar kannski og það er akkúrat það sem þarf að gerast, við þurfum aðeins að breyta því hvernig við neytum og hvernig við framleiðum,“ sagði Rakel. „Þegar ég var lítil og kom að öskudegi þá fórum við og leigðum búninga, það var aldrei keypt, það voru bara búningaleigur Þetta er farið að dúkka upp aftur, stóru tískurisarnir eru farnir að vera með útleigu á fatnaði.“ Sem dæmi um álíka þjónustu sem finnst hér á landi hér á landi nefndi Rakel Trendport, Extraloppuna og Barnaloppuna en það eru allt þjónustur sem bjóða fólki upp á að leigja bás þar sem það getur selt föt án þess að þurfa að vera á staðnum. Rakel nefndi einnig dæmi um snjallsímaforritið Olio, sem notað er í Bretlandi, þar sem hægt er að deila mat með fólki. Hægt er að deila afgöngum eða mat sem ekki verður nýttur. „Þegar maður var fátækur námsmaður þá var maður svo úrræðagóður. Þá leigði maður alltaf með einhverjum og deildi öllu með einhverjum. Það fór einn í búðina kannski aðra hverja viku og keypti klósettpappír og öllu var deilt,“ sagði Rakel. „Þetta er eiginlega eina systemið sem gengur upp. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri og þessi offramleiðsla gengur ekki.“
Bítið Neytendur Umhverfismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira