Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 21:26 Boeing 737 MAX undir merkjum American Airlines. Vísir/Getty Bandaríska flugfélagið American Airlines tilkynnti í dag að það hyggist ekki fljúga Boeing 737 MAX-þotum sínum fyrr en í fyrsta lagi 3. nóvember næstkomandi, eða tveimur mánuðum síðar en áætlað hefur verið til þessa. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að vegna þessarar ákvörðunar verði um 115 flugferðum aflýst á degi hverjum frá þeim degi sem félagið hugðist upprunalega setja vélarnar í loftið, og þar til í nóvemberbyrjun. Eins tilkynnti flugfélagið United Airlines á föstudag að það myndi halda þotum sömu tegundar mánuði lengur á jörðu niðri heldur en í fyrstu var áætlað, til sama dags og American, 3. nóvember. United er með 14 737 MAX-þotur á sínum snærum en American Airlines er með 24. Þá er annað bandarískt flugfélag, Southwest, með 34 slíkar þotur hjá sér og hefur þurft að aflýsa um 150 flugferðum á dag frá því að tekin var ákvörðun um að vélunum yrði ekki flogið vegna galla í stýribúnaðar sem olli tveimur mannskæðum flugslysum í október og mars síðastliðnum. „American Airlines stendur áfram í þeirri trú að fyrirhugaðar hugbúnaðaruppfærslur á Boeing 737 MAX-þotunum, ásamt þeim nýju þjálfunaraðferðum sem Boeing þróar nú í samstarfi við samtök flugfélaga, muni leiða til þess að vélin fái aftur leyfi til þess að fljúga á þessu ári,“ segir í tilkynningu félagsins. Í fyrri tilkynningum er sneru að sama málefni sagðist félagið telja að flugleyfi á þoturnar yrði veitt „bráðlega.“ Heimildir AP innan flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum herma að nákvæm tímasetning þess hvenær vélarnar fái að fara aftur í loftið sé ekki í sjónmáli. Líklegast sé að það verði ekki fyrr en árið 2020. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Bandaríska flugfélagið American Airlines tilkynnti í dag að það hyggist ekki fljúga Boeing 737 MAX-þotum sínum fyrr en í fyrsta lagi 3. nóvember næstkomandi, eða tveimur mánuðum síðar en áætlað hefur verið til þessa. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að vegna þessarar ákvörðunar verði um 115 flugferðum aflýst á degi hverjum frá þeim degi sem félagið hugðist upprunalega setja vélarnar í loftið, og þar til í nóvemberbyrjun. Eins tilkynnti flugfélagið United Airlines á föstudag að það myndi halda þotum sömu tegundar mánuði lengur á jörðu niðri heldur en í fyrstu var áætlað, til sama dags og American, 3. nóvember. United er með 14 737 MAX-þotur á sínum snærum en American Airlines er með 24. Þá er annað bandarískt flugfélag, Southwest, með 34 slíkar þotur hjá sér og hefur þurft að aflýsa um 150 flugferðum á dag frá því að tekin var ákvörðun um að vélunum yrði ekki flogið vegna galla í stýribúnaðar sem olli tveimur mannskæðum flugslysum í október og mars síðastliðnum. „American Airlines stendur áfram í þeirri trú að fyrirhugaðar hugbúnaðaruppfærslur á Boeing 737 MAX-þotunum, ásamt þeim nýju þjálfunaraðferðum sem Boeing þróar nú í samstarfi við samtök flugfélaga, muni leiða til þess að vélin fái aftur leyfi til þess að fljúga á þessu ári,“ segir í tilkynningu félagsins. Í fyrri tilkynningum er sneru að sama málefni sagðist félagið telja að flugleyfi á þoturnar yrði veitt „bráðlega.“ Heimildir AP innan flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum herma að nákvæm tímasetning þess hvenær vélarnar fái að fara aftur í loftið sé ekki í sjónmáli. Líklegast sé að það verði ekki fyrr en árið 2020.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira