Hjónin sem leitað var að á Kjalvegi fundin heil á húfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júlí 2019 01:17 Leitaraðgerðum var stýrt úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Vísir/Jóhann K. Hjónin sem björgunarsveitir í Árnessýslu hafa leitað að í kvöld eru fundin heil á húfi í grennd við Beinhóla á Kjalvegi, þetta staðfestir Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Þó nokkur viðbúnaður var hjá björgunarsveitum þar sem fólkið var talið illa búið til lengri dvalar á hálendinu. Tilkynning barst á tíunda tímanum í kvöld að hjónin, sem koma frá Belgíu, hefðu ekki skilað sér úr göngu frá Gíslaskála um miðjan dag en þau höfðu verið þar á ferð ásamt tveimur sonum sínum. Þau eru á fimmtugsaldri. Þegar ekkert hafði heyrst frá fólkinu um klukkan fimm fóru samferðamenn þeirra að hafa áhyggjur og óskuðu aðstoðar. Leitaraðgerðum var stýrt úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi og sagði Frímann Birgir fyrr í kvöld, að svæðið sem leitað var á, hafi verið erfitt yfirferðar en að farið væri um ákveðnar hestagötur á fjórhjólum og voru vísbendingar um hvar fólkið væri en það var í símasambandi við Neyðarlínuna mestan allan tímann. Þá var veður ekki með besta móti. Lágskýjað, hiti undir tíu stigum og væta. Björgunarsveitir notuðust við hljóð- og ljósmerki, það er bláu ljósin á björgunartækjum, til þess að fólkið ætti auðveldara með sjá farartækin á ferð. Það bar árangur og fundust þau skömmu fyrir klukkan eitt. Frímann Birgir sagði í samtali við fréttastofu að hjónin hafi verið orðin nokkuð skelkuð en að öðru leiti vel á sig komin. Hann sagði að björgunarsveitir myndu aðstoða þau við að komast aftur í Gíslaskála, þar sem þau gista. Björgunarsveitir Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi, segir á fimmta tug björgunarsveitarmanna leita hjónanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 23:55 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hjónin sem björgunarsveitir í Árnessýslu hafa leitað að í kvöld eru fundin heil á húfi í grennd við Beinhóla á Kjalvegi, þetta staðfestir Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Þó nokkur viðbúnaður var hjá björgunarsveitum þar sem fólkið var talið illa búið til lengri dvalar á hálendinu. Tilkynning barst á tíunda tímanum í kvöld að hjónin, sem koma frá Belgíu, hefðu ekki skilað sér úr göngu frá Gíslaskála um miðjan dag en þau höfðu verið þar á ferð ásamt tveimur sonum sínum. Þau eru á fimmtugsaldri. Þegar ekkert hafði heyrst frá fólkinu um klukkan fimm fóru samferðamenn þeirra að hafa áhyggjur og óskuðu aðstoðar. Leitaraðgerðum var stýrt úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi og sagði Frímann Birgir fyrr í kvöld, að svæðið sem leitað var á, hafi verið erfitt yfirferðar en að farið væri um ákveðnar hestagötur á fjórhjólum og voru vísbendingar um hvar fólkið væri en það var í símasambandi við Neyðarlínuna mestan allan tímann. Þá var veður ekki með besta móti. Lágskýjað, hiti undir tíu stigum og væta. Björgunarsveitir notuðust við hljóð- og ljósmerki, það er bláu ljósin á björgunartækjum, til þess að fólkið ætti auðveldara með sjá farartækin á ferð. Það bar árangur og fundust þau skömmu fyrir klukkan eitt. Frímann Birgir sagði í samtali við fréttastofu að hjónin hafi verið orðin nokkuð skelkuð en að öðru leiti vel á sig komin. Hann sagði að björgunarsveitir myndu aðstoða þau við að komast aftur í Gíslaskála, þar sem þau gista.
Björgunarsveitir Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi, segir á fimmta tug björgunarsveitarmanna leita hjónanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 23:55 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41
Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi, segir á fimmta tug björgunarsveitarmanna leita hjónanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 23:55